Kærir ráðningu Bryndísar í starf ríkissáttasemjara Jakob Bjarnar skrifar 30. ágúst 2015 20:44 Þórólfur segir sig hafa betri menntun en Bryndís til að gegna starfi ríkissáttasemjara, og hann telur skipan matsnefndar Eyglóar og ferlið allt hið einkennilegasta. Þórólfur Matthíasson prófessor, sem var einn áttaumsækjenda um starf ríkissáttasemjara fyrr í sumar, telur leikrit hafa verið sett á svið, það líti út fyrir að búið hafi verið að ákveða að Bryndís Hlöðversdóttir fengi starf ríkissáttasemjara, en ekki hann sem þó er betur menntaður til starfsins. Þórólfur hefur sent erindi til umboðsmanns Alþingis þar sem hann fer fram á að farið verði í saumana á ráðningarferlinu. „Umkvörtunarefnið snýr að því hvort vandaðir stjórnsýsluhættir hafi verið viðhafðir við undirbúning, málsmeðferð og skipun í embætti ríkissáttasemjara vorið 2015,“ segir í erindi Þórólfs til umboðsmanns, en Vísir hefur það undir höndum. Þar segir að ferlið sé í þrettán atriðum á skjön við góða, skilvirka og gagnsæja stjórnsýslu. „Það sem stuðar mig er að ég tel mig vera með meiri menntun heldur en Bryndís hefur og mér finnst síðan ferlið sjálft hannað með svolítið sérstökum hætti: Ráðherrann kallar til nefnd sem fer yfir hæfni umsækjenda og virðist sem aðilar vinnumarkaðarins, SA og ASÍ, tilnefni fulltrúa í þessa hæfnisumsagnarnefnd og síðan er ráðuneytið sem tilnefnir einn sem er formaður, allir lögfræðingar. Þetta er gert eftir að umsækjendahópurinn er ljós,“ segir Þórólfur.Búið að ákveða hver fengi starfiðHann segir að ef litið er til menntunarbakgrunns ríkissáttasemjara allt frá því Torfi Hjartarson var og hét, og Þórólfur barn að aldri, hafi þeir allir haft viðskipta- eða hagfræði sem bakgrunn. En, sá er einmitt bakgrunnur Þórólfs. „Þegar lögfræðingar eru fengnir í þetta, þá finnst mér að verið sé að veikja mína möguleika til að fá sanngjarna og óhlutdræga umfjöllun, vegna þess að það var greinilegt að aðalkandídatinn, ASÍ og SA, er lögfræðingur.“ Þórólfur segist spurður ekki geta fullyrt neitt en það líti út fyrir að búið hafi verið að ákveða hver fengi starfið - Bryndís. „Þegar ég lít yfir ferlið þá finnst mér það blasa við.“ Spurður segir Þórólfur hafa íhugað að kæra þetta til jafnréttisnefndar en þessi hafi orðið niðurstaðan. „Ég ákvað að fara heldur til umboðsmanns og það tengist nú líka því að umboðsmaður hefur fjallað um svipað mál áður þar sem ekki er farið eftir ábendingum hans, í þessu máli. Mér sýnist ekki farið eftir þeim í þessu efni. Mér fannst ég hafa málefnaleg rök fyrir því að kíkja á þetta aftur.“Leikrit sett á sviðÞórólfur bendir á að tímafrestir hafi verið hafðir naumir, augljóslega til að reyna að koma í veg fyrir að ráðningin yrði kærð. En, hvað er það sem hann vill fá fram með kæru sinni til umboðsmanns Alþingis? „Ég vil alla veganna að það verði slegið á fingur ráðherrans hvað þetta varðar. Og almennt talað; ef stjórnsýslulögin og stjórnsýslureglurnar eru gerð að leikriti, eða formi um leikrit sem leikið er, þá eru þær gagnslausar. Ef maður hugsar með sér að þetta sé búið og gert og ekkert meira um það að segja, þá sitjum við eftir með mjög lélega stjórnsýslu. Við erum svo fá í landinu að við megum ekki láta það yfir okkur ganga, þá erum við að svíkja börn okkar og barnabörn.“ Alþingi Tengdar fréttir Bryndís verður ríkissáttasemjari Bryndís Hlöðversdóttir hefur verið skipuð ríkissáttasemjari til næstu fimm ára. 27. maí 2015 11:39 Nýr sáttasemjari er nýbyrjaður í golfi Nýr ríkissáttasemjari hefur komið víða við á starfsferlinum. Meðal annars hefur hún starfað í dómsmálaráðuneytinu og var þingmaður í tíu ár. Hún spilar golf og gengur á fjöll í frítíma, helst á íslenska hálendinu. 3. júní 2015 07:00 Átta vilja verða ríkissáttasemjari Nýr sáttasemjari verður skipaður frá og með 1. júní næstkomandi. 8. maí 2015 12:53 Bryndís Hlöðversdóttir nýr ríkissáttasemjari? Umsóknarfrestur um starf ríkissáttasemjara er liðinn og mun hæfisnefnd meta umsækjendur. 7. maí 2015 15:31 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Þórólfur Matthíasson prófessor, sem var einn áttaumsækjenda um starf ríkissáttasemjara fyrr í sumar, telur leikrit hafa verið sett á svið, það líti út fyrir að búið hafi verið að ákveða að Bryndís Hlöðversdóttir fengi starf ríkissáttasemjara, en ekki hann sem þó er betur menntaður til starfsins. Þórólfur hefur sent erindi til umboðsmanns Alþingis þar sem hann fer fram á að farið verði í saumana á ráðningarferlinu. „Umkvörtunarefnið snýr að því hvort vandaðir stjórnsýsluhættir hafi verið viðhafðir við undirbúning, málsmeðferð og skipun í embætti ríkissáttasemjara vorið 2015,“ segir í erindi Þórólfs til umboðsmanns, en Vísir hefur það undir höndum. Þar segir að ferlið sé í þrettán atriðum á skjön við góða, skilvirka og gagnsæja stjórnsýslu. „Það sem stuðar mig er að ég tel mig vera með meiri menntun heldur en Bryndís hefur og mér finnst síðan ferlið sjálft hannað með svolítið sérstökum hætti: Ráðherrann kallar til nefnd sem fer yfir hæfni umsækjenda og virðist sem aðilar vinnumarkaðarins, SA og ASÍ, tilnefni fulltrúa í þessa hæfnisumsagnarnefnd og síðan er ráðuneytið sem tilnefnir einn sem er formaður, allir lögfræðingar. Þetta er gert eftir að umsækjendahópurinn er ljós,“ segir Þórólfur.Búið að ákveða hver fengi starfiðHann segir að ef litið er til menntunarbakgrunns ríkissáttasemjara allt frá því Torfi Hjartarson var og hét, og Þórólfur barn að aldri, hafi þeir allir haft viðskipta- eða hagfræði sem bakgrunn. En, sá er einmitt bakgrunnur Þórólfs. „Þegar lögfræðingar eru fengnir í þetta, þá finnst mér að verið sé að veikja mína möguleika til að fá sanngjarna og óhlutdræga umfjöllun, vegna þess að það var greinilegt að aðalkandídatinn, ASÍ og SA, er lögfræðingur.“ Þórólfur segist spurður ekki geta fullyrt neitt en það líti út fyrir að búið hafi verið að ákveða hver fengi starfið - Bryndís. „Þegar ég lít yfir ferlið þá finnst mér það blasa við.“ Spurður segir Þórólfur hafa íhugað að kæra þetta til jafnréttisnefndar en þessi hafi orðið niðurstaðan. „Ég ákvað að fara heldur til umboðsmanns og það tengist nú líka því að umboðsmaður hefur fjallað um svipað mál áður þar sem ekki er farið eftir ábendingum hans, í þessu máli. Mér sýnist ekki farið eftir þeim í þessu efni. Mér fannst ég hafa málefnaleg rök fyrir því að kíkja á þetta aftur.“Leikrit sett á sviðÞórólfur bendir á að tímafrestir hafi verið hafðir naumir, augljóslega til að reyna að koma í veg fyrir að ráðningin yrði kærð. En, hvað er það sem hann vill fá fram með kæru sinni til umboðsmanns Alþingis? „Ég vil alla veganna að það verði slegið á fingur ráðherrans hvað þetta varðar. Og almennt talað; ef stjórnsýslulögin og stjórnsýslureglurnar eru gerð að leikriti, eða formi um leikrit sem leikið er, þá eru þær gagnslausar. Ef maður hugsar með sér að þetta sé búið og gert og ekkert meira um það að segja, þá sitjum við eftir með mjög lélega stjórnsýslu. Við erum svo fá í landinu að við megum ekki láta það yfir okkur ganga, þá erum við að svíkja börn okkar og barnabörn.“
Alþingi Tengdar fréttir Bryndís verður ríkissáttasemjari Bryndís Hlöðversdóttir hefur verið skipuð ríkissáttasemjari til næstu fimm ára. 27. maí 2015 11:39 Nýr sáttasemjari er nýbyrjaður í golfi Nýr ríkissáttasemjari hefur komið víða við á starfsferlinum. Meðal annars hefur hún starfað í dómsmálaráðuneytinu og var þingmaður í tíu ár. Hún spilar golf og gengur á fjöll í frítíma, helst á íslenska hálendinu. 3. júní 2015 07:00 Átta vilja verða ríkissáttasemjari Nýr sáttasemjari verður skipaður frá og með 1. júní næstkomandi. 8. maí 2015 12:53 Bryndís Hlöðversdóttir nýr ríkissáttasemjari? Umsóknarfrestur um starf ríkissáttasemjara er liðinn og mun hæfisnefnd meta umsækjendur. 7. maí 2015 15:31 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Bryndís verður ríkissáttasemjari Bryndís Hlöðversdóttir hefur verið skipuð ríkissáttasemjari til næstu fimm ára. 27. maí 2015 11:39
Nýr sáttasemjari er nýbyrjaður í golfi Nýr ríkissáttasemjari hefur komið víða við á starfsferlinum. Meðal annars hefur hún starfað í dómsmálaráðuneytinu og var þingmaður í tíu ár. Hún spilar golf og gengur á fjöll í frítíma, helst á íslenska hálendinu. 3. júní 2015 07:00
Átta vilja verða ríkissáttasemjari Nýr sáttasemjari verður skipaður frá og með 1. júní næstkomandi. 8. maí 2015 12:53
Bryndís Hlöðversdóttir nýr ríkissáttasemjari? Umsóknarfrestur um starf ríkissáttasemjara er liðinn og mun hæfisnefnd meta umsækjendur. 7. maí 2015 15:31