Ekki viss um að öll lið myndu komast upp með þetta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2015 07:29 Forráðamenn ÍBV voru mjög svekktir út í KR í gær og fóru fram á að fá dæmdan sigur í leiknum sem þeir áttu að spila gegn KR í gær. Aðeins hluti KR-liðsins komst til Eyja þar sem ekki var hægt að lenda vegna þoku. Leiknum var því frestað. Eyjamenn voru mjög súrir enda voru samgöngur til Eyja í gegnum Landeyjahöfn opnar allan gærdaginn en KR-ingar tóku áhættuna og flugu. Því fór sem fór. „Menn eru mjög svekktir. Okkur þykir KR taka mikinn séns með því að bóka flug, að hausti til, til Vestmannaeyja með tveggja tíma fyrirvara. Þetta er dýrt spaug. Ég er ekki viss um að öll lið myndu komast upp með þetta," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari ÍBv, svekktur. „Þessi veðurspá var komin í gær. Það er fært núna og þeir hefðu komist ef þeir hefðu beðið aðeins út á velli," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.Bréfið sem ÍBV sendi KSÍ.Seint í gærkvöldi sendi ÍBV síðan bréf til KSÍ þar sem lið fór fram á að fá dæmdan sigur í leiknum. Svona er bréfið.Knattspyrnuráð ÍBV mótmælir harðlega þeirri niðurstöðu mótanefndar KSÍ að fresta leik ÍBV gegn KR í 16. umferð Pepsi-deildarinnar sem fara fram átti kl. 18.00 í dag á Hásteinsvelli.Það eru búnar að vera greiðar samgöngur milli lands og Eyja í allan dag og engin gild ástæða fyrir frestun leiksins.Allir sem tengjast leiknum, dómarar, fjölmiðlamenn, áhöfn útsendingarbíls, lýsendur og fleiri eru komnir á vettvang vandræðalaust. Allir, nema hluti KR-hópsins, sem það félag ákvað að skyldi velja eina ferðamátann sem var vafasamur í dag vegna veðurspár.KR á að sjálfsögðu að bera hallann af því og vera dæmdur leikurinn tapaður ef þeir mæta ekki til hans.Knattspyrnuráð ÍBV krefst þess að mótanefnd KSÍ endurskoði þessa ákvörðun og að KR verði dæmdur leikurinn tapaður." Svo mörg voru þau orð. Pepsi-mörkunum var ekki frestað þrátt fyrir þessa uppákomu sem var eðlilega rædd í þættinum. „Mér finnst að KR-ingar hafi átt að fara fyrr til Eyja. Eyjamenn hafa ekki misst af útileik í 20 ár og komast alltaf upp á land. KR er greinilega að starfa eftir regluverki KSÍ en ef það er tæpt þá eiga lið bara að taka bátinn. Það liggur beint við," sagði Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsi-markanna. Umræðuna um þessa uppákomu má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik ÍBV og KR frestað til morgundagsins Fresta þurfti leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla um einn dag vegna þoku en flugvél KR gat ekki lent á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 16:58 Hvað segir Twitter um frestunina á leik KR og ÍBV? Sem kunnugt er hefur leik ÍBV og KR í 16. umferð Pepsi-deildar karla verið frestað til morguns vegna þoku í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 18:02 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Í beinni: ÍA - FH | Lið sem hafa margt að sanna Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Sjá meira
Forráðamenn ÍBV voru mjög svekktir út í KR í gær og fóru fram á að fá dæmdan sigur í leiknum sem þeir áttu að spila gegn KR í gær. Aðeins hluti KR-liðsins komst til Eyja þar sem ekki var hægt að lenda vegna þoku. Leiknum var því frestað. Eyjamenn voru mjög súrir enda voru samgöngur til Eyja í gegnum Landeyjahöfn opnar allan gærdaginn en KR-ingar tóku áhættuna og flugu. Því fór sem fór. „Menn eru mjög svekktir. Okkur þykir KR taka mikinn séns með því að bóka flug, að hausti til, til Vestmannaeyja með tveggja tíma fyrirvara. Þetta er dýrt spaug. Ég er ekki viss um að öll lið myndu komast upp með þetta," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari ÍBv, svekktur. „Þessi veðurspá var komin í gær. Það er fært núna og þeir hefðu komist ef þeir hefðu beðið aðeins út á velli," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.Bréfið sem ÍBV sendi KSÍ.Seint í gærkvöldi sendi ÍBV síðan bréf til KSÍ þar sem lið fór fram á að fá dæmdan sigur í leiknum. Svona er bréfið.Knattspyrnuráð ÍBV mótmælir harðlega þeirri niðurstöðu mótanefndar KSÍ að fresta leik ÍBV gegn KR í 16. umferð Pepsi-deildarinnar sem fara fram átti kl. 18.00 í dag á Hásteinsvelli.Það eru búnar að vera greiðar samgöngur milli lands og Eyja í allan dag og engin gild ástæða fyrir frestun leiksins.Allir sem tengjast leiknum, dómarar, fjölmiðlamenn, áhöfn útsendingarbíls, lýsendur og fleiri eru komnir á vettvang vandræðalaust. Allir, nema hluti KR-hópsins, sem það félag ákvað að skyldi velja eina ferðamátann sem var vafasamur í dag vegna veðurspár.KR á að sjálfsögðu að bera hallann af því og vera dæmdur leikurinn tapaður ef þeir mæta ekki til hans.Knattspyrnuráð ÍBV krefst þess að mótanefnd KSÍ endurskoði þessa ákvörðun og að KR verði dæmdur leikurinn tapaður." Svo mörg voru þau orð. Pepsi-mörkunum var ekki frestað þrátt fyrir þessa uppákomu sem var eðlilega rædd í þættinum. „Mér finnst að KR-ingar hafi átt að fara fyrr til Eyja. Eyjamenn hafa ekki misst af útileik í 20 ár og komast alltaf upp á land. KR er greinilega að starfa eftir regluverki KSÍ en ef það er tæpt þá eiga lið bara að taka bátinn. Það liggur beint við," sagði Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsi-markanna. Umræðuna um þessa uppákomu má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik ÍBV og KR frestað til morgundagsins Fresta þurfti leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla um einn dag vegna þoku en flugvél KR gat ekki lent á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 16:58 Hvað segir Twitter um frestunina á leik KR og ÍBV? Sem kunnugt er hefur leik ÍBV og KR í 16. umferð Pepsi-deildar karla verið frestað til morguns vegna þoku í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 18:02 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Í beinni: ÍA - FH | Lið sem hafa margt að sanna Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Sjá meira
Leik ÍBV og KR frestað til morgundagsins Fresta þurfti leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla um einn dag vegna þoku en flugvél KR gat ekki lent á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 16:58
Hvað segir Twitter um frestunina á leik KR og ÍBV? Sem kunnugt er hefur leik ÍBV og KR í 16. umferð Pepsi-deildar karla verið frestað til morguns vegna þoku í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 18:02
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn