Pólitísk óvissa í Grikklandi og stjórnarflokkurinn klofinn Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2015 19:51 Pólitísk óvissa ríkir í Grikklandi eftir að Alexis Tsipras forsætisráðherra sagði af sér á fimmtudag og boðaði til þingkosninga í næsta mánuði. Þingmenn í vinstri armi flokksins hafa nú stofnað nýjan stjórnmálaflokk. Flokkur Alexis Tsipras forsætisráðherra var stofnaður árið 2004 sem bandalag smáflokka til vinstri í grískum stjórnmálum. Flokkurinn vann sigur í síðustu þingkosningum í janúar á þessu ári með loforðum um að taka á gríðarlegum skuldavanda Grikkja án þess að ganga að ítrustu og íþyngjandi skilyrðum lánadrottna. Síðan þá hefur stjórn Tsipras þurft að ganga að flestum þeirra skilyrða sem Seðlabanki Evrópu, Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sett, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem lánapakka Evrópu var hafnað. Tæplega þriðjungur þingmanna flokksins yst á vinstri vængnum tilkynntu í gær að þeir hafi stofnað nýjan stjórnmálaflokk, Sameiningarflokk alþýðu eða Alþýðubandalag. En þessir þingmenn og nokkrir ráðherrar studdu ekki nauðsynleg frumvörp síns eigin flokks á gríska þinginu í sumar í tengslum við lánapakkann. Þeirra á meðal var Panagiotis Lafazanis fyrrverandi orkumálaráðherra sem leiðir hinn nýja klofningsflokk. Þrátt fyrir allt nýtur Tsipras enn mikils stuðnings meðal almennings og fyrirsagnir dagblaðanna segja hann standa einan á móti öllum öðrum sem vilji draga mál á langinn. Talið er líklegt að kosið verði hinn 20. september sem verða þriðju þingkosningarnar í Grikklandi á þremur árum. Grikkland Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Pólitísk óvissa ríkir í Grikklandi eftir að Alexis Tsipras forsætisráðherra sagði af sér á fimmtudag og boðaði til þingkosninga í næsta mánuði. Þingmenn í vinstri armi flokksins hafa nú stofnað nýjan stjórnmálaflokk. Flokkur Alexis Tsipras forsætisráðherra var stofnaður árið 2004 sem bandalag smáflokka til vinstri í grískum stjórnmálum. Flokkurinn vann sigur í síðustu þingkosningum í janúar á þessu ári með loforðum um að taka á gríðarlegum skuldavanda Grikkja án þess að ganga að ítrustu og íþyngjandi skilyrðum lánadrottna. Síðan þá hefur stjórn Tsipras þurft að ganga að flestum þeirra skilyrða sem Seðlabanki Evrópu, Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sett, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem lánapakka Evrópu var hafnað. Tæplega þriðjungur þingmanna flokksins yst á vinstri vængnum tilkynntu í gær að þeir hafi stofnað nýjan stjórnmálaflokk, Sameiningarflokk alþýðu eða Alþýðubandalag. En þessir þingmenn og nokkrir ráðherrar studdu ekki nauðsynleg frumvörp síns eigin flokks á gríska þinginu í sumar í tengslum við lánapakkann. Þeirra á meðal var Panagiotis Lafazanis fyrrverandi orkumálaráðherra sem leiðir hinn nýja klofningsflokk. Þrátt fyrir allt nýtur Tsipras enn mikils stuðnings meðal almennings og fyrirsagnir dagblaðanna segja hann standa einan á móti öllum öðrum sem vilji draga mál á langinn. Talið er líklegt að kosið verði hinn 20. september sem verða þriðju þingkosningarnar í Grikklandi á þremur árum.
Grikkland Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira