„Auðvitað vil ég hafa sem flestar konur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2015 11:00 Andrés Indriðason Vísir/Arnþór „Ég kann svo sem engin önnur svör en kannski þau að karlar hafa verið meira áberandi í gegnum árin,“ segir Andrés Indriðason dagskrárgerðarmaður aðspurður um hlutföll kynja og karla í þáttunum Íslendingar. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum á RÚV og eru ellefu þættir í þáttaröðinni sem nú er til sýningar. Í frétt sem skrifuð var á vefsíðu RÚV þann 11. ágúst síðastliðinn er fjallað um þættina sem nú eru til sýninga. Fréttinni fylgir mynd af tíu þjóðþekktum körlum og Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu. Virðist sem hlutfallið tíu karlar á móti einni konu hafi farið öfugt ofan í fjölmarga netverja. Myndin sem kveikti umræðu meðal fólks í hópum á borð við Fjölmiðlanördar, Kynjabilið og í dreifingu fólks á Facebook.Myndin er af vef RÚVSex ára vinna „Þetta lýsir kannski tíðarandanum,“ segir Andrés sem bendir þó á að Herdís sé langt í frá eina konan í þáttaröðinni sem var í vinnslu í sex ár. Fjölmargir þættir hafa þegar verið sýndir og fleiri framundan. „Auðvitað vil ég hafa sem flestar konur,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn. Aðspurður um fleiri konur sem ýmist hafa komið fram í þáttunum eða eigi eftir að birtast á skjám landsmanna nefnir Andrés meðal annars leikkonurnar Áróru Halldórsdóttur, Nínu Sveinsdóttur og Emilíu Jónsdóttir sem verði saman í einum þætti, Guðrúnu Símonar, Ellý Vilhjálms og Svövu Jakobs. Brynja Benediktsdóttir, Bergþóra Árnadóttir og María Markan koma einnig upp í koll Andrésar sem hafði upplýsingarnar ekki á reiðum höndum þegar blaðamaður náði í hann í morgun. Því virðist sem fjöldi kvenna í þeirri þáttaröð sem nú er til sýningar sé sérstaklega lítill. Andrés kann ekki skýringar á því hvers vegna svo sé en það sé dagskárstjóri sem hafi ákveðið að sýna ákveðinn fjölda þátta í einu. Allir þættirnir séu tilbúnir til sýninga.Vilja sem flestar konur Andrés segir þættina líklega 40-50 í heildina og af þeim megi ætla að konur séu til umfjöllunar í á annan tug þátta. Það sé ekki hægt að horfa fram hjá því að karlar eru í meirihluta. Það eigi sér samfélagslegar skýringar. Karlar hafi verið meira áberandi, t.d. á þingi þó nú sé það að breytast. Séu 30-40 ára gamlar myndir frá Alþingi skoðaðar þá eru þar nær eingöngu karlar. „Auðvitað er það vilji minn og sjónvarpsins að það séu sem flestar konur,“ segir Andrés. Magnús Ingimarsson verður til umfjöllunar í næsta þætti sem er sá sjöundi í röðinni af ellefu í þeirri þáttaröð sem nú er til sýninga. Alþingi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
„Ég kann svo sem engin önnur svör en kannski þau að karlar hafa verið meira áberandi í gegnum árin,“ segir Andrés Indriðason dagskrárgerðarmaður aðspurður um hlutföll kynja og karla í þáttunum Íslendingar. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum á RÚV og eru ellefu þættir í þáttaröðinni sem nú er til sýningar. Í frétt sem skrifuð var á vefsíðu RÚV þann 11. ágúst síðastliðinn er fjallað um þættina sem nú eru til sýninga. Fréttinni fylgir mynd af tíu þjóðþekktum körlum og Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu. Virðist sem hlutfallið tíu karlar á móti einni konu hafi farið öfugt ofan í fjölmarga netverja. Myndin sem kveikti umræðu meðal fólks í hópum á borð við Fjölmiðlanördar, Kynjabilið og í dreifingu fólks á Facebook.Myndin er af vef RÚVSex ára vinna „Þetta lýsir kannski tíðarandanum,“ segir Andrés sem bendir þó á að Herdís sé langt í frá eina konan í þáttaröðinni sem var í vinnslu í sex ár. Fjölmargir þættir hafa þegar verið sýndir og fleiri framundan. „Auðvitað vil ég hafa sem flestar konur,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn. Aðspurður um fleiri konur sem ýmist hafa komið fram í þáttunum eða eigi eftir að birtast á skjám landsmanna nefnir Andrés meðal annars leikkonurnar Áróru Halldórsdóttur, Nínu Sveinsdóttur og Emilíu Jónsdóttir sem verði saman í einum þætti, Guðrúnu Símonar, Ellý Vilhjálms og Svövu Jakobs. Brynja Benediktsdóttir, Bergþóra Árnadóttir og María Markan koma einnig upp í koll Andrésar sem hafði upplýsingarnar ekki á reiðum höndum þegar blaðamaður náði í hann í morgun. Því virðist sem fjöldi kvenna í þeirri þáttaröð sem nú er til sýningar sé sérstaklega lítill. Andrés kann ekki skýringar á því hvers vegna svo sé en það sé dagskárstjóri sem hafi ákveðið að sýna ákveðinn fjölda þátta í einu. Allir þættirnir séu tilbúnir til sýninga.Vilja sem flestar konur Andrés segir þættina líklega 40-50 í heildina og af þeim megi ætla að konur séu til umfjöllunar í á annan tug þátta. Það sé ekki hægt að horfa fram hjá því að karlar eru í meirihluta. Það eigi sér samfélagslegar skýringar. Karlar hafi verið meira áberandi, t.d. á þingi þó nú sé það að breytast. Séu 30-40 ára gamlar myndir frá Alþingi skoðaðar þá eru þar nær eingöngu karlar. „Auðvitað er það vilji minn og sjónvarpsins að það séu sem flestar konur,“ segir Andrés. Magnús Ingimarsson verður til umfjöllunar í næsta þætti sem er sá sjöundi í röðinni af ellefu í þeirri þáttaröð sem nú er til sýninga.
Alþingi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira