Valur og KR ræddu að tefla fram sameiginlegu liði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2015 13:15 Úr leik hjá KR og Val síðasta vetur. vísir/vilhelm Staðan er ekkert allt of góð hjá kvennaliðum Vals og KR í körfubolta en bæði lið eru í efstu deild. Þau hafa bæði misst marga leikmenn og það lykilmenn. Eftir stendur þunnur hópur þar sem uppistaðan er ungir og óharðnaðir leikmenn. Hætt er við að bæði lið muni lenda í miklum vandræðum í leikjum sínum í vetur miðað við óbreytt ástand. Guðrún Kristmundsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar KR, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála. Sagði stjórnina ætla að funda í kvöld og í kjölfarið yrði rætt við leikmenn um framhaldið. Heimildir Vísis herma að ekki sé endilega grundvöllur fyrir því að senda lið til keppni í efstu deild eins og staðan er núna.Fannst hugmyndin sniðug Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, staðfesti að óformlegar viðræður hefðu farið fram á milli félaganna um að tefla fram sameiginlegu liði. „Valur og KR hafa verið að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir félögin og einn möguleikinn sem við skoðuðum var að tefla fram sameiginlegu liði. Þetta voru góðar viðræður en ekki í reykfylltum bakherbergjum. Það varð ekki framhald á þeim viðræðum þannig að sá möguleiki er ekki lengur upp á borði," segir Svali en bæði lið eru að skoða hvernig þau ætla sér að fara inn í veturinn. „Mér hefði þótt sniðugt að sameina þetta en KR-ingar sáu þetta í öðru ljósi. Ég held að þetta hefði verið mjög skemmtileg tilraun."Stelpurnar hefðu hannað búninginn sjálfar Það hefði svo sannarlega verið saga til næstu bæjar ef þessi tvö félög myndu tefla fram sameiginlega liði. Ljóst er að margir harðir stuðningsmenn beggja liða væru ekki hrifnir af því. Hvernig hafði Svali samt séð fyrir sér sameiginlegan búning? „Ég ætlaði að láta stelpurnar hanna sjálfar nýjan búning. Það hefði verið áhugaverð tilraun að leikmenn þessara sögufrægu félaga myndu hanna nýjan búning." Þó svo staðan hjá Val sé erfið þá telur Svali að félagið geti teflt fram liði í vetur. „Okkur sýnist það og við stefnum að því." Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Staðan er ekkert allt of góð hjá kvennaliðum Vals og KR í körfubolta en bæði lið eru í efstu deild. Þau hafa bæði misst marga leikmenn og það lykilmenn. Eftir stendur þunnur hópur þar sem uppistaðan er ungir og óharðnaðir leikmenn. Hætt er við að bæði lið muni lenda í miklum vandræðum í leikjum sínum í vetur miðað við óbreytt ástand. Guðrún Kristmundsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar KR, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála. Sagði stjórnina ætla að funda í kvöld og í kjölfarið yrði rætt við leikmenn um framhaldið. Heimildir Vísis herma að ekki sé endilega grundvöllur fyrir því að senda lið til keppni í efstu deild eins og staðan er núna.Fannst hugmyndin sniðug Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, staðfesti að óformlegar viðræður hefðu farið fram á milli félaganna um að tefla fram sameiginlegu liði. „Valur og KR hafa verið að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir félögin og einn möguleikinn sem við skoðuðum var að tefla fram sameiginlegu liði. Þetta voru góðar viðræður en ekki í reykfylltum bakherbergjum. Það varð ekki framhald á þeim viðræðum þannig að sá möguleiki er ekki lengur upp á borði," segir Svali en bæði lið eru að skoða hvernig þau ætla sér að fara inn í veturinn. „Mér hefði þótt sniðugt að sameina þetta en KR-ingar sáu þetta í öðru ljósi. Ég held að þetta hefði verið mjög skemmtileg tilraun."Stelpurnar hefðu hannað búninginn sjálfar Það hefði svo sannarlega verið saga til næstu bæjar ef þessi tvö félög myndu tefla fram sameiginlega liði. Ljóst er að margir harðir stuðningsmenn beggja liða væru ekki hrifnir af því. Hvernig hafði Svali samt séð fyrir sér sameiginlegan búning? „Ég ætlaði að láta stelpurnar hanna sjálfar nýjan búning. Það hefði verið áhugaverð tilraun að leikmenn þessara sögufrægu félaga myndu hanna nýjan búning." Þó svo staðan hjá Val sé erfið þá telur Svali að félagið geti teflt fram liði í vetur. „Okkur sýnist það og við stefnum að því."
Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira