Gagnrýna borgaryfirvöld fyrir að hafa haldið borgarbúum í gíslingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2015 13:00 Bílar hafa varla verið sjáanlegir á Menningarnótt í miðbæ Reykjavíkur undanfarin ár. Vísir/Andri Marinó „ Íbúar miðbæjarins þurftu að sæta því að vera læstir inni og vera harðlega bannað að nota heimilisbíla sína þótt líf lægi við sl. laugardag. Ekkert samráð var haft við þá um þessa innilokun heldur fengu þeir einungis skipanir að ofan frá yfirvöldum um að þeim væri meinað að nota bifreiðar sínar frá því eldsnemma á laugardaginn til miðnættis,“ segir í pistli á vefsíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Tilefnið er lokanir í miðborginni á Menningarnótt en eins og Vísir greindi frá í gær voru yfir eitt þúsund manns sem fengu tíu þúsund króna sekt vegna stöðubrota. Í heildina nema sektargreiðslurnar nærri tíu milljónum króna. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir að niðurstaðan sé vonbrigði enda hafi lokanir verið kynntar vel og sömuleiðis hvernig fólk gæti komist í bæinn án þess að nota einkabílinn.Sektunarherir í fullri aukavinnu Í pistlinum á vefsíðu FÍB segir að ekki aðeins hafi íbúum í miðbænum verið haldið í gíslingu heldur hafi íbúar úthverfanna verið beittir svipuðu valdboði. „Þeim var ýmist sagt að ganga, hjóla eða taka strætisvagna til að komast í miðbæinn, eða koma á bílnum á tiltekna staði þar sem þeir gætu lagt bílum sínum í stæði og tekið strætó seinasta spölinn í miðbæinn. Þessi stæði voru fljót að fyllast og samviskusamir úthverfabúar sem lögðu bílum sínum utan merktra stæða fengu svo að kenna á því þegar að því kom að halda heimleiðis,“ segir í pistlinum. Þar biðu þeirra sektir fyrir að leggja utan skilgreindra bílastæða. „Ekkert hafði verið gert í því að mæta því augljósa og skilgreina tímabundin bílastæði á opnum svæðum, túnum og melum við útjaðra miðbæjarins. En sektunarherir Bílastæðasjóðs og lögreglu voru hins vegar hafðir í fullri aukavinnu þennan hátíðisdag við að sekta fólk.“ Pistlahöfundur FÍB vilja að borgin hugleiði umferðarmál á höfuðborgarsvæðinu út frá þörfum íbúanna. Reykjavík sé í raun klasi sveitaþorpa. Vegalengdin úr úthverfum í miðbæin sé víða á annan tug kílómetra. Sólarhringsgísling „Þrátt fyrir allt tal um að þétta byggðina í borginni þá hefur verið haldið áfram á þeirri braut að skipulegga sífellt ný og ný sveitaþorp. Eina byggðarþéttingin sem á sér stað er í gamla miðbænum og næsta nágrenni hans, þar sem svigrúm til þéttingar er tæpast til staðar. Markmiðum sínum vilja þéttingarmenn helst ná með því að vega að hreyfanleika fólks með því að leggja hindranir og trafala í veg bílaumferðar, jafnvel á stofnbrautum (þjóðvegum) og skipuleggja íbúðarhús og blokkir þar sem væntanlegir íbúar skulu með illu eða góðu vera án heimilisbíls.“ Þegar stórhátíð eins og Menningarnótt sé haldin verði öfgarnar skýrari. „En borgaryfirvöld eru föst á sínu og virðast ekki fáanleg til að íhuga málin út frá fleiri sjónarmiðum en sínum eigin – þeim að bíllinn skuli útlægur gjör og fólk lifi lífinu án bíls, hjóli, taki strætó og helst léttlestir við fyrstu hentugleika. Í þeim anda þykir í fínu lagi að taka íbúa miðbjæjarins í gíslingu í tæpan sólarhring og taka bifreiðar langt að kominna úthverfisbúa í gíslingu, fyrir það að borgaryfirvöld sjálf stóðu sig ekki í stykkinu.“ Menningarnótt Tengdar fréttir Um 120 þúsund manns í miðbænum þegar dagskránni lauk með flugeldasýningu Einhverjir sváfu ölvunarsvefni á gangstéttum eða umferðareyjum og hópur ungmenna tókst á í Lækjargötu. 23. ágúst 2015 09:17 Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort Gestir Menningarnætur eru eindregið hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur. 22. ágúst 2015 09:00 Tíu milljónir króna í sektir: „Þetta eru vonbrigði“ Yfir þúsund manns lögðu ólöglega í miðbæ Reykjavíkur um helgina. 24. ágúst 2015 15:38 Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„ Íbúar miðbæjarins þurftu að sæta því að vera læstir inni og vera harðlega bannað að nota heimilisbíla sína þótt líf lægi við sl. laugardag. Ekkert samráð var haft við þá um þessa innilokun heldur fengu þeir einungis skipanir að ofan frá yfirvöldum um að þeim væri meinað að nota bifreiðar sínar frá því eldsnemma á laugardaginn til miðnættis,“ segir í pistli á vefsíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Tilefnið er lokanir í miðborginni á Menningarnótt en eins og Vísir greindi frá í gær voru yfir eitt þúsund manns sem fengu tíu þúsund króna sekt vegna stöðubrota. Í heildina nema sektargreiðslurnar nærri tíu milljónum króna. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir að niðurstaðan sé vonbrigði enda hafi lokanir verið kynntar vel og sömuleiðis hvernig fólk gæti komist í bæinn án þess að nota einkabílinn.Sektunarherir í fullri aukavinnu Í pistlinum á vefsíðu FÍB segir að ekki aðeins hafi íbúum í miðbænum verið haldið í gíslingu heldur hafi íbúar úthverfanna verið beittir svipuðu valdboði. „Þeim var ýmist sagt að ganga, hjóla eða taka strætisvagna til að komast í miðbæinn, eða koma á bílnum á tiltekna staði þar sem þeir gætu lagt bílum sínum í stæði og tekið strætó seinasta spölinn í miðbæinn. Þessi stæði voru fljót að fyllast og samviskusamir úthverfabúar sem lögðu bílum sínum utan merktra stæða fengu svo að kenna á því þegar að því kom að halda heimleiðis,“ segir í pistlinum. Þar biðu þeirra sektir fyrir að leggja utan skilgreindra bílastæða. „Ekkert hafði verið gert í því að mæta því augljósa og skilgreina tímabundin bílastæði á opnum svæðum, túnum og melum við útjaðra miðbæjarins. En sektunarherir Bílastæðasjóðs og lögreglu voru hins vegar hafðir í fullri aukavinnu þennan hátíðisdag við að sekta fólk.“ Pistlahöfundur FÍB vilja að borgin hugleiði umferðarmál á höfuðborgarsvæðinu út frá þörfum íbúanna. Reykjavík sé í raun klasi sveitaþorpa. Vegalengdin úr úthverfum í miðbæin sé víða á annan tug kílómetra. Sólarhringsgísling „Þrátt fyrir allt tal um að þétta byggðina í borginni þá hefur verið haldið áfram á þeirri braut að skipulegga sífellt ný og ný sveitaþorp. Eina byggðarþéttingin sem á sér stað er í gamla miðbænum og næsta nágrenni hans, þar sem svigrúm til þéttingar er tæpast til staðar. Markmiðum sínum vilja þéttingarmenn helst ná með því að vega að hreyfanleika fólks með því að leggja hindranir og trafala í veg bílaumferðar, jafnvel á stofnbrautum (þjóðvegum) og skipuleggja íbúðarhús og blokkir þar sem væntanlegir íbúar skulu með illu eða góðu vera án heimilisbíls.“ Þegar stórhátíð eins og Menningarnótt sé haldin verði öfgarnar skýrari. „En borgaryfirvöld eru föst á sínu og virðast ekki fáanleg til að íhuga málin út frá fleiri sjónarmiðum en sínum eigin – þeim að bíllinn skuli útlægur gjör og fólk lifi lífinu án bíls, hjóli, taki strætó og helst léttlestir við fyrstu hentugleika. Í þeim anda þykir í fínu lagi að taka íbúa miðbjæjarins í gíslingu í tæpan sólarhring og taka bifreiðar langt að kominna úthverfisbúa í gíslingu, fyrir það að borgaryfirvöld sjálf stóðu sig ekki í stykkinu.“
Menningarnótt Tengdar fréttir Um 120 þúsund manns í miðbænum þegar dagskránni lauk með flugeldasýningu Einhverjir sváfu ölvunarsvefni á gangstéttum eða umferðareyjum og hópur ungmenna tókst á í Lækjargötu. 23. ágúst 2015 09:17 Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort Gestir Menningarnætur eru eindregið hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur. 22. ágúst 2015 09:00 Tíu milljónir króna í sektir: „Þetta eru vonbrigði“ Yfir þúsund manns lögðu ólöglega í miðbæ Reykjavíkur um helgina. 24. ágúst 2015 15:38 Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Um 120 þúsund manns í miðbænum þegar dagskránni lauk með flugeldasýningu Einhverjir sváfu ölvunarsvefni á gangstéttum eða umferðareyjum og hópur ungmenna tókst á í Lækjargötu. 23. ágúst 2015 09:17
Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort Gestir Menningarnætur eru eindregið hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur. 22. ágúst 2015 09:00
Tíu milljónir króna í sektir: „Þetta eru vonbrigði“ Yfir þúsund manns lögðu ólöglega í miðbæ Reykjavíkur um helgina. 24. ágúst 2015 15:38
Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15