Tíu milljónir króna í sektir: „Þetta eru vonbrigði“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2015 15:38 Um þúsund manns fengu sektir um helgina. Myndin er úr safni. Vísir/Pjetur Um tíu starfsmenn Bílastæðasjóðs höfðu nóg að gera við að skrifa sektir vegna stöðubrota í tengslum við Menningarnótt. Sektirnar urðu á endanum rúmlega þúsund sem er á pari við síðastliðin ár. „Þetta eru vonbrigði,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Brotin séu að vísu um fimmtíu færri en í fyrra en það megi þess vegna rekja til rigningarinnar. Munstrið sé nákvæmlega það sama og í fyrra.Vísir ræddi við tvo starfsmenn sjóðsins í Laugardal á föstudaginn. Þeir áttu von á annasamri helgi og spáðu um þúsund sektum. Sú varð raunin. Áberandi margir lögðu ólöglega á grasbalanum hjá BSÍ og vestur að Háskóla Íslands. Sömuleiðis í vesturbænum og austan lokana við Snorrabraut.Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs.Tíu milljónir í kassann Sekt fyrir stöðubrot var nýlega hækkuð í tíu þúsund krónur. Sektargreiðslurnar nema því í heild sinni í kringum tíu milljónum króna en sektin lækkar í 8900 krónur sé greitt innan þriggja virkra daga. Kolbrún segir um vonbrigði að ræða í ljósi þess hve lokanir í bænum voru vel kynntar. Lögreglan kynnti lokanir og sömuleiðis var þeim gerð góð skil í fjölmiðlum. Engu að síður eru sektirnar á pari við það sem er í fyrra. „Markmiðið okkar var að daga úr þessu,“ segir Kolbrún. Sami fjöldi hafi staðið vaktina fyrir hönd Bílastæðasjóðs og því megi ekki rekja sektirnar til aukins fjölda starfsmanna hjá sjóðnum.Ökumaður þessa bíls fékk sekt í Laugardalnum á föstudaginn.Vísir/KTD„Maður getur lengi vonað“ Sektirnar hafi verið skrifaðar allt frá morgni þegar hlauparar byrjuðu að tínast í miðbæ Reykjavíkur í tengslum við maraþonið. Stríður straumur fólks var í bæinn langt fram eftir kvöldi en hátíðin náði hámarki klukkan 23 með flugeldasýningu. Þrátt fyrir mikinn fjölda sekta segir Kolbrún ekki hafa heyrt af ósáttum ökumönnum vegna sektanna. Í einu tilfelli hafi farþegi í bíl hraunað yfir starfsmann sem var við störf. Í ljósi þess að stöðubrotum virðist ekki fækka á milli ára virðist ætla að taka borgarbúa og nærsveitunga tíma að átta sig á því hvar má leggja í Reykjavík á Menningarnótt. Kolbrún segist aðeins geta sagt eins og Árni Friðleifsson, kollegi hennar hjá lögreglunni: „Maður getur lengi vonað.“ Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Um tíu starfsmenn Bílastæðasjóðs höfðu nóg að gera við að skrifa sektir vegna stöðubrota í tengslum við Menningarnótt. Sektirnar urðu á endanum rúmlega þúsund sem er á pari við síðastliðin ár. „Þetta eru vonbrigði,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Brotin séu að vísu um fimmtíu færri en í fyrra en það megi þess vegna rekja til rigningarinnar. Munstrið sé nákvæmlega það sama og í fyrra.Vísir ræddi við tvo starfsmenn sjóðsins í Laugardal á föstudaginn. Þeir áttu von á annasamri helgi og spáðu um þúsund sektum. Sú varð raunin. Áberandi margir lögðu ólöglega á grasbalanum hjá BSÍ og vestur að Háskóla Íslands. Sömuleiðis í vesturbænum og austan lokana við Snorrabraut.Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs.Tíu milljónir í kassann Sekt fyrir stöðubrot var nýlega hækkuð í tíu þúsund krónur. Sektargreiðslurnar nema því í heild sinni í kringum tíu milljónum króna en sektin lækkar í 8900 krónur sé greitt innan þriggja virkra daga. Kolbrún segir um vonbrigði að ræða í ljósi þess hve lokanir í bænum voru vel kynntar. Lögreglan kynnti lokanir og sömuleiðis var þeim gerð góð skil í fjölmiðlum. Engu að síður eru sektirnar á pari við það sem er í fyrra. „Markmiðið okkar var að daga úr þessu,“ segir Kolbrún. Sami fjöldi hafi staðið vaktina fyrir hönd Bílastæðasjóðs og því megi ekki rekja sektirnar til aukins fjölda starfsmanna hjá sjóðnum.Ökumaður þessa bíls fékk sekt í Laugardalnum á föstudaginn.Vísir/KTD„Maður getur lengi vonað“ Sektirnar hafi verið skrifaðar allt frá morgni þegar hlauparar byrjuðu að tínast í miðbæ Reykjavíkur í tengslum við maraþonið. Stríður straumur fólks var í bæinn langt fram eftir kvöldi en hátíðin náði hámarki klukkan 23 með flugeldasýningu. Þrátt fyrir mikinn fjölda sekta segir Kolbrún ekki hafa heyrt af ósáttum ökumönnum vegna sektanna. Í einu tilfelli hafi farþegi í bíl hraunað yfir starfsmann sem var við störf. Í ljósi þess að stöðubrotum virðist ekki fækka á milli ára virðist ætla að taka borgarbúa og nærsveitunga tíma að átta sig á því hvar má leggja í Reykjavík á Menningarnótt. Kolbrún segist aðeins geta sagt eins og Árni Friðleifsson, kollegi hennar hjá lögreglunni: „Maður getur lengi vonað.“
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira