Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. ágúst 2015 14:58 Tómas Guðbjartsson og Andemaryan Beyene. vísir/vilhelm Ítalski læknirinn Paolo Macchiarini gerðist ekki sekur um vísindalegt misferli. Þetta er niðurstaða ítarlegrar rannsóknar Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi en rektor þess, Anders Hamsten, tilkynnti um þetta í dag. „Eftir að hafa rannsakað fullyrðingar um vísindalegt misferli í sjö málum er það niðurstaða okkar að alvarlegir annmarkar hafi verið að finna á vinnu Macciarini í öllum tilvikum en þær eru ekki nægilegar til að teljast vísindalegt misferli,“ segir Hamsten. Málið snýst um aðgerðir sem Macchiarini framkvæmdi á fólki sem var með skaddaðan barka. Hann þróaði aðferð þar sem barka fólks er skipt út fyrir gervibarka úr plasti sem legið hafði í stofnfrumum.Sjá meira: Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar Fyrsti sjúklingurinn sem prófaði meðferðina var Eritreumaðurinn Andemarian Beyene árið 2011. Hann hafði verið við nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands er hann greindist með krabbamein í hálsi. Er ljóst var að meðferð myndi ekki bera árangur var það niðurstaðan að hann prófaði aðgerðina. Íslensku læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson höfðu milligöngu um það og voru meðal meðhöfunda greinar um aðgerðina. Athugun á málinu hófst eftir að fjórir menn sem komu að rannsóknum Ítalans kvörtuðu yfir meðhöndlun hans á því. Var hann meðal annars sakaður um að hafa falsað niðurstöður og að hafa falsað undirskriftir siðanefndar til að fá að hefja aðgerðir á fólki. Birgir Jakobsson landlæknir var yfir Karolinska á þeim tíma sem aðgerðirnar voru gerðar. Tómas Guðbjartsson segir í samtali við RÚV að þungu fargi sé af honum létt. Í júní hafi hann og Óskar skilað greinargerð sem reyndist lykilatriði í að sýna fram á að hluti ásakanna væri rangur. Hann bætir við að hann og Óskar hafi verið beðnir um að tjá sig ekki um málið og því átt erfitt með að svara rangfærslum. „Það hafa verið viðhöfð stór orð en við höfum alltaf trúað því að niðurstaðan yrði eins og hún er,“ segir Tómas. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27 Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsettur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í 9. júní 2012 14:00 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59 Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Ítalski læknirinn Paolo Macchiarini gerðist ekki sekur um vísindalegt misferli. Þetta er niðurstaða ítarlegrar rannsóknar Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi en rektor þess, Anders Hamsten, tilkynnti um þetta í dag. „Eftir að hafa rannsakað fullyrðingar um vísindalegt misferli í sjö málum er það niðurstaða okkar að alvarlegir annmarkar hafi verið að finna á vinnu Macciarini í öllum tilvikum en þær eru ekki nægilegar til að teljast vísindalegt misferli,“ segir Hamsten. Málið snýst um aðgerðir sem Macchiarini framkvæmdi á fólki sem var með skaddaðan barka. Hann þróaði aðferð þar sem barka fólks er skipt út fyrir gervibarka úr plasti sem legið hafði í stofnfrumum.Sjá meira: Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar Fyrsti sjúklingurinn sem prófaði meðferðina var Eritreumaðurinn Andemarian Beyene árið 2011. Hann hafði verið við nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands er hann greindist með krabbamein í hálsi. Er ljóst var að meðferð myndi ekki bera árangur var það niðurstaðan að hann prófaði aðgerðina. Íslensku læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson höfðu milligöngu um það og voru meðal meðhöfunda greinar um aðgerðina. Athugun á málinu hófst eftir að fjórir menn sem komu að rannsóknum Ítalans kvörtuðu yfir meðhöndlun hans á því. Var hann meðal annars sakaður um að hafa falsað niðurstöður og að hafa falsað undirskriftir siðanefndar til að fá að hefja aðgerðir á fólki. Birgir Jakobsson landlæknir var yfir Karolinska á þeim tíma sem aðgerðirnar voru gerðar. Tómas Guðbjartsson segir í samtali við RÚV að þungu fargi sé af honum létt. Í júní hafi hann og Óskar skilað greinargerð sem reyndist lykilatriði í að sýna fram á að hluti ásakanna væri rangur. Hann bætir við að hann og Óskar hafi verið beðnir um að tjá sig ekki um málið og því átt erfitt með að svara rangfærslum. „Það hafa verið viðhöfð stór orð en við höfum alltaf trúað því að niðurstaðan yrði eins og hún er,“ segir Tómas.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27 Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsettur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í 9. júní 2012 14:00 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59 Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27
Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsettur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í 9. júní 2012 14:00
Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30
Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53
Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59
Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24