Íslenski boltinn

Arnar Grétarsson skoraði fyrir Augnablik

Lið Augnabliks í kvöld.
Lið Augnabliks í kvöld. mynd/facebook
Augnablik styrkti stöðu sína á toppi B-riðils 4. deildar í kvöld. Þá vann liðið sætan sigur, 2-4, á Skallagrími í Borgarnesi.

Lið Augnabliks er þjálfað af Hirti Hjartarsyni og í liðinu eru margar gamlar kempur. Nægir þar að nefna menn eins og Hjörvar Hafliðason, Árna Kristin Gunnarsson, Gunnar Örn Jónsson og Sigurð Sæberg Þorsteinsson.

Í félagaskiptaglugganum samdi liðið svo við hinn 43 ára gamla þjálfara Breiðabliks, Arnar Grétarsson.

Arnar var í byrjunarliði Augnabliks í kvöld og gerði sér lítið fyrir og skoraði fjórða mark liðsins.

Augnablik er með 30 stig á toppi riðilsins og búið að tryggja sig áfram í úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×