„Maður er með fulla bókina af upplýsingum um það hvernig menn voru að haga sér í Eyjum um helgina. Það var gomma af Pepsi-deildar leikmönnum á Þjóðhátíð um helgina. Sumir höguðu sér, aðrir ekki.“
Þetta segir Kristján Óli Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Breiðabliks, sem ræddi við þá Harmageddon-bræður um síðustu umferð Pepsi-deildarinnar og varpaði nokkrum sprengjum í leiðinni.
„Tveir rándýrir danskir leiknenn í liði KR voru rúllandi um brekkurnar ásamt Jeppe Hansen, framherja Stjörnunnar. Ef þú ert leikmaður í Pepsi-deildinni á Þjóðhátíð og það er leikur í Pepsi-deildinni á miðvikudag þá færðu þér kannski 1-2 Breezera en þú ert ekki að hella í þig einum lítra af vodka á hverjum einasta degi.“
Athygli vekur að bæði KR-ingar og Stjörnumenn töpuðu sínum leikjum í gær. Hlusta má á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

