„Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 07:30 Heimir Hallgrímsson hafði fulla ástæðu til að brosa eftir svona leik. Getty/Brian Lawless/ Eamon Dunphy skrifaði pistil í Irish Mirror eftir óvæntan sigur Íra á Portúgölum í gærkvöldi og það er óhætt að segja að það hafi verið annar tónn í honum en í öðrum pistlum hans um landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson. Írska landsliðið vann 2-0 sigur á Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu og héldu ekki aðeins lífi í HM-draumum sínum heldur komu í veg fyrir að Portúgalar tryggðu sig inn á HM. Þeir verða að mæta í lokaleikinn og vinna hann. Það þurfa þeir líka að gera án Ronaldo sem fékk rauða spjaldið eftir klukktíma leik í gær. Fyrirsögnin á pistlinum segir allt sem segja þarf um innihald hans: „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni – hann gaf okkur kvöld sem við munum aldrei gleyma.“ Dunphy var ekkert að bíða með hlutina eins og sjá má á fyrstu setningunni í pistlinum. Afar gagnrýninn á hann „Það fyrsta sem ég vil gera er að biðja Heimi Hallgrímsson, öðru nafni ‚Tannlækninn', afsökunar. Ég hef verið afar gagnrýninn á hann síðustu tólf mánuði,“ skrifaði Eamon Dunphy. Eamon Dunphy column: 'I owe The Dentist an apology - he has given us a night we will never forget' https://t.co/9XXiNPxbxu— Irish Mirror Sport (@MirrorSportIE) November 13, 2025 „Samt gæti ég ekki verið ánægðari með að éta ofan í mig orð mín því það sem gerðist á Aviva-leikvanginum á fimmtudagskvöld var ótrúlegt. Og sama hvað Hallgrímsson gerir það sem eftir er ferilsins mun hann alltaf eiga þetta kvöld, þegar Írland sigraði fimmta besta lið heims og hafði betur gegn einum besta leikmanni allra tíma,“ skrifaði Dunphy. Hann hrósaði Heimi fyrir leikáætlun sína og trú sína á sjálfum sér og liði sínu. Írsku landsliðsstrákarnir voru frábærir að mati Dunphy. Þetta var alvöru lið „Við höfum átt áratugi af „siðferðislegum sigrum“, sögum af óheppni og hetjulegum ósigrum. En þetta var öðruvísi. Þetta var alvöru lið sem sigraði alvöru stórveldi. Ronaldo var látinn líta út fyrir að vera venjulegur af strákum í grænu sem ákváðu að nóg væri komið,“ skrifaði Dunphy og seinna í pistlinum hélt hann áfram. „En það sem skipti mestu máli var ekki einn leikmaður. Það var sameiginlegur andi sem við höfðum gleymt að við gætum framkallað. Of lengi höfum við verið huglaus, talað um „ferli“ í stað tilgangs. Þetta kvöld enduruppgötvaði Írland hvort tveggja. Heimir á heiður skilinn. Hann valdi réttu leikmennina og leyfði þeim að spila,“ skrifaði Dunphy. Heimir – hneigðu þig „Liðið pressaði þegar það var skynsamlegt, dró sig til baka þegar það þurfti og leit alltaf út fyrir að vera skipulagt. Það er þjálfun. Það er að skilja liðið sitt – að treysta innsæi þeirra,“ skrifaði Dunphy. „Það er það sem þetta lið gaf okkur aftur: stolt. Svo já, Heimir – hneigðu þig. Þú áttir það skilið. Og já, Heimir – ég ét ofan í mig orð mín. Og ég er glaður að gera það. Allt sem ég hef nokkurn tíma viljað er að írskt lið spili með stolti. Og það gerðu þeir svo sannarlega. Við endurheimtum okkar leik á fimmtudagskvöld,“ skrifaði Dunphy en það má lesa allan pistil hans hér. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Írska landsliðið vann 2-0 sigur á Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu og héldu ekki aðeins lífi í HM-draumum sínum heldur komu í veg fyrir að Portúgalar tryggðu sig inn á HM. Þeir verða að mæta í lokaleikinn og vinna hann. Það þurfa þeir líka að gera án Ronaldo sem fékk rauða spjaldið eftir klukktíma leik í gær. Fyrirsögnin á pistlinum segir allt sem segja þarf um innihald hans: „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni – hann gaf okkur kvöld sem við munum aldrei gleyma.“ Dunphy var ekkert að bíða með hlutina eins og sjá má á fyrstu setningunni í pistlinum. Afar gagnrýninn á hann „Það fyrsta sem ég vil gera er að biðja Heimi Hallgrímsson, öðru nafni ‚Tannlækninn', afsökunar. Ég hef verið afar gagnrýninn á hann síðustu tólf mánuði,“ skrifaði Eamon Dunphy. Eamon Dunphy column: 'I owe The Dentist an apology - he has given us a night we will never forget' https://t.co/9XXiNPxbxu— Irish Mirror Sport (@MirrorSportIE) November 13, 2025 „Samt gæti ég ekki verið ánægðari með að éta ofan í mig orð mín því það sem gerðist á Aviva-leikvanginum á fimmtudagskvöld var ótrúlegt. Og sama hvað Hallgrímsson gerir það sem eftir er ferilsins mun hann alltaf eiga þetta kvöld, þegar Írland sigraði fimmta besta lið heims og hafði betur gegn einum besta leikmanni allra tíma,“ skrifaði Dunphy. Hann hrósaði Heimi fyrir leikáætlun sína og trú sína á sjálfum sér og liði sínu. Írsku landsliðsstrákarnir voru frábærir að mati Dunphy. Þetta var alvöru lið „Við höfum átt áratugi af „siðferðislegum sigrum“, sögum af óheppni og hetjulegum ósigrum. En þetta var öðruvísi. Þetta var alvöru lið sem sigraði alvöru stórveldi. Ronaldo var látinn líta út fyrir að vera venjulegur af strákum í grænu sem ákváðu að nóg væri komið,“ skrifaði Dunphy og seinna í pistlinum hélt hann áfram. „En það sem skipti mestu máli var ekki einn leikmaður. Það var sameiginlegur andi sem við höfðum gleymt að við gætum framkallað. Of lengi höfum við verið huglaus, talað um „ferli“ í stað tilgangs. Þetta kvöld enduruppgötvaði Írland hvort tveggja. Heimir á heiður skilinn. Hann valdi réttu leikmennina og leyfði þeim að spila,“ skrifaði Dunphy. Heimir – hneigðu þig „Liðið pressaði þegar það var skynsamlegt, dró sig til baka þegar það þurfti og leit alltaf út fyrir að vera skipulagt. Það er þjálfun. Það er að skilja liðið sitt – að treysta innsæi þeirra,“ skrifaði Dunphy. „Það er það sem þetta lið gaf okkur aftur: stolt. Svo já, Heimir – hneigðu þig. Þú áttir það skilið. Og já, Heimir – ég ét ofan í mig orð mín. Og ég er glaður að gera það. Allt sem ég hef nokkurn tíma viljað er að írskt lið spili með stolti. Og það gerðu þeir svo sannarlega. Við endurheimtum okkar leik á fimmtudagskvöld,“ skrifaði Dunphy en það má lesa allan pistil hans hér.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira