Íslenski boltinn

FH-ingar ekki í vandræðum með ruslafötu þrautina | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn FH geta fagnað sigrinum í gær sem og að hafa náð þessari þraut.
Leikmenn FH geta fagnað sigrinum í gær sem og að hafa náð þessari þraut. Vísir/Andri Marinó
FH-ingar voru ekki í vandræðum með ruslafötu þrautina í búningsklefa sínum ef marka má myndband sem Kristján Flóki Finnbogason, framherji FH, birti á Facebook síðu sinni í hádeginu í dag.

Um er að ræða þraut þar sem leikmenn skalla bolta á milli sín þar til síðasti aðilinn skallar boltann í fötu en leikmenn Chelsea náðu þessu við matarborðið á síðasta tímabili.

Guðmann Þórisson sem hefur ekki tekið þátt í leikjum liðsins undanfarna daga vegna meiðsla virðist hafa náð fullkomnum tökum á því að stýra skallabolta en hann skallar boltanum til átta leikmanna áður en hann stýrir boltanum í ruslafötuna af stuttu færi.

Glæsilega gert hjá leikmönnum FH en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Fimleikafélagið

Posted by Kristján Flóki Finnbogason on Thursday, 6 August 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×