Framlög Íslands til Uppbyggingarsjóðs EES hækka um 11 prósent Atli Ísleifsson skrifar 20. júlí 2015 11:12 Samningaviðræður hafa staðið yfir á annað ár þar sem mikið bar á milli aðila í upphafi. Vísir/E.Ól. Framlög Íslands til Uppbyggingarsjóðs EES munu hækka um 11,3 prósent. Samningaviðræðum milli EFTA-ríkjanna innan EES og ESB um framlög til sjóðsins fyrir tímabilið 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 er lokið. Fyrri samningur rann út í lok apríl 2014.Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins segir að samningaviðræður hafi staðið yfir á annað ár þar sem mikið hafi borið á milli aðila í upphafi. Samhliða þessum viðræðum hafi farið fram viðræður um endurnýjun samninga um tiltekna tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir sjávarafurðir frá Íslandi inn á markað ESB. „Niðurstaða samninga inniheldur neðangreind meginatriði:Hækkun framlaga til uppbyggingarsjóðs EES milli tímabila nemur 11,3% sem er í takt við verðlagsbreytingar frá árinu 2009. Árlegir tollfrjálsir kvótar fyrir humar aukast úr 580 tonnum í 1000 tonn, fyrir fersk karfaflök úr 850 tonnum í 2000 tonn og nýr kvóti bætist við fyrir unna þorskalifur upp á 2500 tonn. Samningurinn gildir í sjö ár frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 en tvö undanfarin tímabil hafa verið fimm ár. Gengið verður frá formlegum samningstextum í september og munu samningarnir að því búnu verða lagðir fyrir Alþingi í formi frumvarps til laga um breytingar á lögum um evrópska efnahagssvæðið.Um uppbyggingarsjóð EESAllt frá gildistöku EES-samningsins hafa EFTA-ríkin innan EES, Noregur, Ísland og Liechtenstein, skuldbundið sig til að leggja sitt af mörkum til að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahagssvæðinu. Í þessari skuldbindingu felst að EES/EFTA-ríkin fjármagna í gegnum sjóðinn ýmsar umbætur og uppbyggingu í þeim aðildarríkjum ESB sem lakar standa í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Styrkþegaríki sjóðsins á yfirstandandi tímabili eru 16 talsins og öll í Suður- og Austur-Evrópu. Auk þess að draga úr ójöfnuði í Evrópu er annað meginmarkmið fólgið í að styrkja tvíhliða tengsl EES/EFTA-ríkjanna við styrkþegaríkin. Slíkt samstarf hefur m.a. leitt af sér markvissa þekkingaruppbyggingu og samfélagslegar umbætur í styrkþegaríkjunum og ekki síst skapað tækifæri til tengslamyndunar, alþjóðlegs verkefnasamstarfs og viðskipta fyrir fjölda íslenskra félagasamtaka, stofnana, skóla, fyrirtækja og einstaklinga. Á næsta starfstímabili Uppbyggingarsjóðsins munu opnast tækifæri fyrir samstarf íslenskra aðila við styrkþegaríkin á enn fjölbreyttari sviðum en hingað til hefur verið raunin,“ segir í fréttinni. Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Framlög Íslands til Uppbyggingarsjóðs EES munu hækka um 11,3 prósent. Samningaviðræðum milli EFTA-ríkjanna innan EES og ESB um framlög til sjóðsins fyrir tímabilið 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 er lokið. Fyrri samningur rann út í lok apríl 2014.Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins segir að samningaviðræður hafi staðið yfir á annað ár þar sem mikið hafi borið á milli aðila í upphafi. Samhliða þessum viðræðum hafi farið fram viðræður um endurnýjun samninga um tiltekna tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir sjávarafurðir frá Íslandi inn á markað ESB. „Niðurstaða samninga inniheldur neðangreind meginatriði:Hækkun framlaga til uppbyggingarsjóðs EES milli tímabila nemur 11,3% sem er í takt við verðlagsbreytingar frá árinu 2009. Árlegir tollfrjálsir kvótar fyrir humar aukast úr 580 tonnum í 1000 tonn, fyrir fersk karfaflök úr 850 tonnum í 2000 tonn og nýr kvóti bætist við fyrir unna þorskalifur upp á 2500 tonn. Samningurinn gildir í sjö ár frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 en tvö undanfarin tímabil hafa verið fimm ár. Gengið verður frá formlegum samningstextum í september og munu samningarnir að því búnu verða lagðir fyrir Alþingi í formi frumvarps til laga um breytingar á lögum um evrópska efnahagssvæðið.Um uppbyggingarsjóð EESAllt frá gildistöku EES-samningsins hafa EFTA-ríkin innan EES, Noregur, Ísland og Liechtenstein, skuldbundið sig til að leggja sitt af mörkum til að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahagssvæðinu. Í þessari skuldbindingu felst að EES/EFTA-ríkin fjármagna í gegnum sjóðinn ýmsar umbætur og uppbyggingu í þeim aðildarríkjum ESB sem lakar standa í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Styrkþegaríki sjóðsins á yfirstandandi tímabili eru 16 talsins og öll í Suður- og Austur-Evrópu. Auk þess að draga úr ójöfnuði í Evrópu er annað meginmarkmið fólgið í að styrkja tvíhliða tengsl EES/EFTA-ríkjanna við styrkþegaríkin. Slíkt samstarf hefur m.a. leitt af sér markvissa þekkingaruppbyggingu og samfélagslegar umbætur í styrkþegaríkjunum og ekki síst skapað tækifæri til tengslamyndunar, alþjóðlegs verkefnasamstarfs og viðskipta fyrir fjölda íslenskra félagasamtaka, stofnana, skóla, fyrirtækja og einstaklinga. Á næsta starfstímabili Uppbyggingarsjóðsins munu opnast tækifæri fyrir samstarf íslenskra aðila við styrkþegaríkin á enn fjölbreyttari sviðum en hingað til hefur verið raunin,“ segir í fréttinni.
Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira