Tuttugu efstu greiða á við 730 meðallaun fiskverkafólks í skatt Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2015 19:15 Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum eru skattakóngur og skattadrottning á þessu ári og greiða sameiginlega í skatt svipaða uphæð og um tvö hundruð starfsmenn í fiskvinnslu fá í árslaun. Kári Stefánsson stekkur upp um tíu sæti á listanum yfir hæstu skattgreiðendur. Fólk í útgerð er áberandi í efstu sætum yfir þá sem greiða mest í tekjuskatt vegna tekna á síðasta ári og þar eiga Vestmannaeyingar bæði kónginn og drottninguna. Þórður Rafn Sigurðsson greiðir hæstan tekjuskatt Íslendinga vegna tekna á síðasta ári eða 671 milljón króna. En hann seldi útgerðarfyrirtækið Dala-Rafn í fyrra. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum og einn aðaleigenda útgáfufélags Morgunblaðsins, greiðir mest kvenna eða 127,3 milljónir króna. Skattgreiðslur þeirra tveggja svara til um 200 meðllauna fólks í fiskvinnslu. Guðbjörg fellur niður um sex sæti en hún var í öðru sæti yfir gjaldendur í fyrra. Þar er nú annar útgerðarmaður, Þorsteinn Sigurðsson kenndur við útgerðarfélagið Stálskip í Hafnarfirði, sem var selt í fyrra. Hann greiðir 304,6 milljónir króna. Erfðaprinsinn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, gerir annað og meira en að telja litninga. Hann telur líka krónur og aura og greiðir ríkissjóði 277,5 milljónir króna í tekjuskatt í ár. Stekkur úr þrettánda sæti í það þriðja yfir hæstu skattgreiðendur. Í fjórða sæti er Gunnar Torfason í Reykjavík með 181 milljón og á eftir honum koma Davíð Freyr Albertsson í Kópavogi með 173 milljónir, Bertil Martin Hansson í Reykjavík með 140 milljónir, Jón Guðmann Pétursson í Kópavogi með 136 milljónir, þá Guðbjörg M. Matthíasdóttir og þekktir útgerðarmenn fyrir neðan hana eru Kristján V. Vilhelmsson Akureyri með rúmar 110 milljónir og Adolf Guðmundsson á Seyðisfirði með 102 milljónir. Sautján karlar og þrjár konur eru á lista yfir þá tuttugu einstaklinga sem greiða mest í skatta vegna tekna á síðasta ári. Samtals greiðir þessi hópur rúmlega 3,1 milljarð króna í tekjuskatt. Það svarar til meðalárslauna um 740 manns í fiskvinnslu. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Þórður Rafn Sigurðsson skattakóngur Íslands 2015 Skattakóngur ársins í ár greiddi helmingi meira í skatt en skattakóngur síðasta árs. 24. júlí 2015 09:43 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum eru skattakóngur og skattadrottning á þessu ári og greiða sameiginlega í skatt svipaða uphæð og um tvö hundruð starfsmenn í fiskvinnslu fá í árslaun. Kári Stefánsson stekkur upp um tíu sæti á listanum yfir hæstu skattgreiðendur. Fólk í útgerð er áberandi í efstu sætum yfir þá sem greiða mest í tekjuskatt vegna tekna á síðasta ári og þar eiga Vestmannaeyingar bæði kónginn og drottninguna. Þórður Rafn Sigurðsson greiðir hæstan tekjuskatt Íslendinga vegna tekna á síðasta ári eða 671 milljón króna. En hann seldi útgerðarfyrirtækið Dala-Rafn í fyrra. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum og einn aðaleigenda útgáfufélags Morgunblaðsins, greiðir mest kvenna eða 127,3 milljónir króna. Skattgreiðslur þeirra tveggja svara til um 200 meðllauna fólks í fiskvinnslu. Guðbjörg fellur niður um sex sæti en hún var í öðru sæti yfir gjaldendur í fyrra. Þar er nú annar útgerðarmaður, Þorsteinn Sigurðsson kenndur við útgerðarfélagið Stálskip í Hafnarfirði, sem var selt í fyrra. Hann greiðir 304,6 milljónir króna. Erfðaprinsinn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, gerir annað og meira en að telja litninga. Hann telur líka krónur og aura og greiðir ríkissjóði 277,5 milljónir króna í tekjuskatt í ár. Stekkur úr þrettánda sæti í það þriðja yfir hæstu skattgreiðendur. Í fjórða sæti er Gunnar Torfason í Reykjavík með 181 milljón og á eftir honum koma Davíð Freyr Albertsson í Kópavogi með 173 milljónir, Bertil Martin Hansson í Reykjavík með 140 milljónir, Jón Guðmann Pétursson í Kópavogi með 136 milljónir, þá Guðbjörg M. Matthíasdóttir og þekktir útgerðarmenn fyrir neðan hana eru Kristján V. Vilhelmsson Akureyri með rúmar 110 milljónir og Adolf Guðmundsson á Seyðisfirði með 102 milljónir. Sautján karlar og þrjár konur eru á lista yfir þá tuttugu einstaklinga sem greiða mest í skatta vegna tekna á síðasta ári. Samtals greiðir þessi hópur rúmlega 3,1 milljarð króna í tekjuskatt. Það svarar til meðalárslauna um 740 manns í fiskvinnslu.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Þórður Rafn Sigurðsson skattakóngur Íslands 2015 Skattakóngur ársins í ár greiddi helmingi meira í skatt en skattakóngur síðasta árs. 24. júlí 2015 09:43 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Þórður Rafn Sigurðsson skattakóngur Íslands 2015 Skattakóngur ársins í ár greiddi helmingi meira í skatt en skattakóngur síðasta árs. 24. júlí 2015 09:43
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent