HIV og "hælisleitendur“ Toshiki Toma skrifar 25. júlí 2015 11:55 Fréttir um HIV-smitaðan einstakling sem jafnframt er hælisleitandi á Íslandi hafa vakið athygli þjóðfélagsins og verið mikið ræddar. Meðal radda eru þær sem tjá áhyggjur sínar af því að málið gæti aukið fordóma gagnvart HIV- smituðu fólki í þjóðfélaginu annars vegar og hins vegar hælisleitendum, eins og tilvera þessa beggja hópa, fólksins, skapi hættu fyrir almenning. Í kjölfar fréttanna tóku bæði opinberir aðilar eins og læknir og einstaklingar þátt í umræðunni og reyndu að stöðva aukningu fordóma í garð HIV-smitaðs fólks í fæðingu. HIV-veiran er ekki bráðsmitandi eins og ebólan. Það er enginn hætta á smiti ef viðkomandi fer varlega og setur öryggið á oddinn, einkum í kynlífi þar sem smitleiðir eru algengastar, en í flestum tilfellum er hegðun HIV-smitaðra mjög ábyrg að sögn sérfræðings. Ég þakklátur fyrir framlag þessa fólks, sem hefur þekkingu á málinu og deilir henni á opinberum vettvangi. Því langar mig að gera hið sama varðandi hælisleitanda í þjóðfélagi okkar. Hælisleitendur eru ekki einsleitur hópur. Það eina sem þeir eiga í raun sameiginlegt er að hafa flúið heimaland sitt og sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Ýmis áþreifanleg atriði fylgja þessari staðreynd. Hælisleitendur fara allir í gegnum ákveðið móttökuferli hér á landi, þeir gista á ákveðnum gistiheimilum, þiggja aðstoð þjónustu miðstöðvar, þeir hafa ekki kennitölu í upphafi dvalar og stundum fá þeir hana bara alls ekki og fleiri atriði mætti upp telja. Ef til vill líta hælisleitendur út fyrir að vera hópur, einsleitur hópur, í augum almennings en líkindin með einstaklingunum í hópunum eru afar yfirborðsleg og hver á sér sína sérstöku sögu. Önnur atriði sem tengjast tilveru hælisleitenda eru dýpri eins og persónuleiki, mannkostir og hæfileikar sem speglast illa í orðinu ,,hælisleitandi“. Orðið er yfirborðskennt og er oftast einungis til bráðabirgða. Ég er í daglegum samskiptum við hælisleitendur. Ég játa að ég þekki ekki alla hælisleitendur persónulega og einnig viðurkenni ég að það eru líka erfiðar manneskjur á meðal þeirra. En mér finnst það vera bara vera eðlilegt, manneskjur eru misjafnar og samfélag mannanna fjölbreytt og margbreytilegt. Ég þekki hvorki þann mann sem nú er í fréttum né veit nánara um málið og því ætla ég ekki að gagnrýna manninn eða vernda. Hins vegar þekki ég fleiri hælisleitendur vel og persónulega og ég get fullyrt að þeir eru jú flott fólk í langflestum tilfellum. Mér finnst það sorglegt ef viðkomandi mál gefur slæm áhrif á viðhorf almennings til hælisleitenda almennt. Mér finnst þó óskiljanleg áhersla sem lögð er á orðið ,,hælisleitandi“ í nokkrum umfjöllun um þennan HIV-smitaða mann, en að mínu mati er engin bein ástæða til þess að greina frá því að maðurinn sé hælisleitandi. Að lokum langar mig að bera vitni mitt: Hælisleitendur sem ég þekki eru góðar og venjulegar manneskjur og haga sér kurteisislega og almennilega í flestum tilfellum, þó ekki í öllum tilfellum. Orðið ,,hælisleitandi“ nýtist ekki til þess að meta persónuleika manneskju og mannkosti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Toshiki Toma Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Fréttir um HIV-smitaðan einstakling sem jafnframt er hælisleitandi á Íslandi hafa vakið athygli þjóðfélagsins og verið mikið ræddar. Meðal radda eru þær sem tjá áhyggjur sínar af því að málið gæti aukið fordóma gagnvart HIV- smituðu fólki í þjóðfélaginu annars vegar og hins vegar hælisleitendum, eins og tilvera þessa beggja hópa, fólksins, skapi hættu fyrir almenning. Í kjölfar fréttanna tóku bæði opinberir aðilar eins og læknir og einstaklingar þátt í umræðunni og reyndu að stöðva aukningu fordóma í garð HIV-smitaðs fólks í fæðingu. HIV-veiran er ekki bráðsmitandi eins og ebólan. Það er enginn hætta á smiti ef viðkomandi fer varlega og setur öryggið á oddinn, einkum í kynlífi þar sem smitleiðir eru algengastar, en í flestum tilfellum er hegðun HIV-smitaðra mjög ábyrg að sögn sérfræðings. Ég þakklátur fyrir framlag þessa fólks, sem hefur þekkingu á málinu og deilir henni á opinberum vettvangi. Því langar mig að gera hið sama varðandi hælisleitanda í þjóðfélagi okkar. Hælisleitendur eru ekki einsleitur hópur. Það eina sem þeir eiga í raun sameiginlegt er að hafa flúið heimaland sitt og sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Ýmis áþreifanleg atriði fylgja þessari staðreynd. Hælisleitendur fara allir í gegnum ákveðið móttökuferli hér á landi, þeir gista á ákveðnum gistiheimilum, þiggja aðstoð þjónustu miðstöðvar, þeir hafa ekki kennitölu í upphafi dvalar og stundum fá þeir hana bara alls ekki og fleiri atriði mætti upp telja. Ef til vill líta hælisleitendur út fyrir að vera hópur, einsleitur hópur, í augum almennings en líkindin með einstaklingunum í hópunum eru afar yfirborðsleg og hver á sér sína sérstöku sögu. Önnur atriði sem tengjast tilveru hælisleitenda eru dýpri eins og persónuleiki, mannkostir og hæfileikar sem speglast illa í orðinu ,,hælisleitandi“. Orðið er yfirborðskennt og er oftast einungis til bráðabirgða. Ég er í daglegum samskiptum við hælisleitendur. Ég játa að ég þekki ekki alla hælisleitendur persónulega og einnig viðurkenni ég að það eru líka erfiðar manneskjur á meðal þeirra. En mér finnst það vera bara vera eðlilegt, manneskjur eru misjafnar og samfélag mannanna fjölbreytt og margbreytilegt. Ég þekki hvorki þann mann sem nú er í fréttum né veit nánara um málið og því ætla ég ekki að gagnrýna manninn eða vernda. Hins vegar þekki ég fleiri hælisleitendur vel og persónulega og ég get fullyrt að þeir eru jú flott fólk í langflestum tilfellum. Mér finnst það sorglegt ef viðkomandi mál gefur slæm áhrif á viðhorf almennings til hælisleitenda almennt. Mér finnst þó óskiljanleg áhersla sem lögð er á orðið ,,hælisleitandi“ í nokkrum umfjöllun um þennan HIV-smitaða mann, en að mínu mati er engin bein ástæða til þess að greina frá því að maðurinn sé hælisleitandi. Að lokum langar mig að bera vitni mitt: Hælisleitendur sem ég þekki eru góðar og venjulegar manneskjur og haga sér kurteisislega og almennilega í flestum tilfellum, þó ekki í öllum tilfellum. Orðið ,,hælisleitandi“ nýtist ekki til þess að meta persónuleika manneskju og mannkosti.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun