„Við mættum bara ekki nægilega grimmir til leiks og þeir voru bara mun betri en við,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherji ÍBV, eftir 3-0 tap fyrir Stjörnunni í dag.
„Við gerum síðan ekkert það sem lagt var upp með fyrir leikinn. Á móti liði eins og Stjörnunni er það bara ekki hægt og því var 3-0 tap bara verðskuldað.“
Gunnar segir að liðið hafi ætlað sér að pressa Stjörnumenn hátt upp á völlinn.
„Þeir fengu bara allt of mikið pláss og fá þá tíma til að gera sýnar kúnstir,“ segir Gunnar en hann varð að fara útaf meiddur í leiknum.
Brotið var á Gunnari í leiknum sem varð þess valdandi að hann varð að yfirgefa völlinn. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, gaf honum aftur á móti gult spjald fyrir leikaraskap í atvikinu.
„Þetta var eiginlega óskiljanlegt og ég bara næ þessu ekki. Mér finnst mjög leiðinlegt að koma heima eftir ellefu ár í atvinnumennsku og sjá það að „standardinn“ á þessum dómurum er bara sá sami. Það er árið 2015 og þeir hjá KSÍ þurfa að hysja upp um sig buxurnar og fara gera þetta almennilega.“
Gunnar Heiðar: Þeir hjá KSÍ þurfa að hysja upp um sig buxurnar

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - ÍBV 3-0 | Fyrsti heimasigur Stjörnunnar | Sjáðu mörkin
Stjarnan vann fínan heimasigur á ÍBV, 3-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld.