„Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. október 2025 16:56 Óskar Hrafn reynir að halda í jákvæðnina, þó svartsýnismenn séu allt um kring. vísir / anton Óskar Hrafn Þorvaldsson segir leikmenn KR ekki hafa náð að endurstilla sig eftir að hafa komist yfir í uppbótartíma, sem gerði það að verkum að Afturelding skoraði jöfnunarmark í hádramatísku 2-2 jafntefli á Meistaravöllum. Þrátt fyrir svekkjandi niðurstöðu fyrir KR var stemningin inni í klefa góð, því næg er neikvæðnin annars staðar. KR leiddi leikinn 1-0 nánast allan tímann en Afturelding jafnaði seint úr vítaspyrnu. KR komst svo 2-1 yfir á þriðju mínútu uppbótartíma en fékk á sig annað jöfnunarmark skömmu síðar. „Við sýnum karakter, komum til baka og komumst í 2-1 en svo bara náum við einhvern veginn ekki að endurstilla okkur. Allt sem er búið að byrgjast inni í mönnum undanfarna daga og vikur, stíflan bara brast og við náðum ekki að endurstilla okkur. Því miður, þá náðum við því ekki“ sagði Óskar Hrafn fljótlega eftir leik. Hvað hefðuð þið getað gert betur eftir að þið komist 2-1 yfir? „Ég veit það ekki maður… Við vinnum boltann og spörkum honum beint fram, beint á þá. Hefðum við getað haldið boltanum þá betur? Vorum við að flýta okkur of mikið?“ spurði Óskar en átti ekki svör. „Það er svo auðvelt að standa fyrir utan, á hliðarlínunni eða uppi í stúku, hvar sem þú ert, og segja að þeir hafi átt að gera betur þarna og betur hinsegin. Fyrirgjöfin kemur, þeir eru sterkir í loftinu og við sogumst að boltanum, sogumst að því sem er að gerast, sem gerir það að verkum að við erum ekki klárir í frákastið. Við náðum ekki að endurstilla okkur, náum einhvern veginn ekki að koma okkur almennilega í stöðu og halda einbeitingu, því miður.“ Óskar trúði ekki eigin augum þegar Afturelding jafnaði vísir / anton Jákvæð stemning í klefanum Stigið gefur lítið meira en bara það. KR er enn í neðsta sæti deildarinnar og fall blasir við. Vestri á leik til góða á morgun og gæti breikkað bilið enn frekar, en sama hvernig fer er KR í mjög vondri stöðu. Hvernig var stemningin inni í klefa eftir leik? „Við getum ekki annað en bara reynt að búa til jákvæða orku. Næg er neikvæðnin í kringum okkur, þannig að inni í klefa þurfa menn að vera jákvæðir og hafa trú. Trú á því að þeir geti unnið síðustu tvo leikina, annað eins hefur nú gerst í knattspyrnusögunni og það er bara það sem við tökum með okkur. Við þurfum að vega eitthvað upp á móti allri neikvæðninni, en menn eru auðvitað sárir og svekktir. Geta verið það í kvöld en svo byrjar undirbúningur fyrir ÍBV leikinn á morgun.“ Undirbúningur byrjar í fríinu Þannig að það er ekkert frí í landsleikjahlénu? „Jú, við tökum alveg hlé. Menn byrja bara sjálfir að undirbúa sig. Það er tveggja daga frí eftir þennan leik og fjögurra daga frí næstu helgi. Þetta er búið að vera langt og erfitt tímabil, þannig að það er gott að finna jafnvægið milli þess að æfa vel og svo að hvílast.“ KR á tvo leiki eftir og spilar næst við ÍBV á heimavelli þann 19. október áður en förinni er heitið vestur á Ísafjörð þann 25. október í lokaleik tímabilsins gegn Vestra. Besta deild karla KR Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
KR leiddi leikinn 1-0 nánast allan tímann en Afturelding jafnaði seint úr vítaspyrnu. KR komst svo 2-1 yfir á þriðju mínútu uppbótartíma en fékk á sig annað jöfnunarmark skömmu síðar. „Við sýnum karakter, komum til baka og komumst í 2-1 en svo bara náum við einhvern veginn ekki að endurstilla okkur. Allt sem er búið að byrgjast inni í mönnum undanfarna daga og vikur, stíflan bara brast og við náðum ekki að endurstilla okkur. Því miður, þá náðum við því ekki“ sagði Óskar Hrafn fljótlega eftir leik. Hvað hefðuð þið getað gert betur eftir að þið komist 2-1 yfir? „Ég veit það ekki maður… Við vinnum boltann og spörkum honum beint fram, beint á þá. Hefðum við getað haldið boltanum þá betur? Vorum við að flýta okkur of mikið?“ spurði Óskar en átti ekki svör. „Það er svo auðvelt að standa fyrir utan, á hliðarlínunni eða uppi í stúku, hvar sem þú ert, og segja að þeir hafi átt að gera betur þarna og betur hinsegin. Fyrirgjöfin kemur, þeir eru sterkir í loftinu og við sogumst að boltanum, sogumst að því sem er að gerast, sem gerir það að verkum að við erum ekki klárir í frákastið. Við náðum ekki að endurstilla okkur, náum einhvern veginn ekki að koma okkur almennilega í stöðu og halda einbeitingu, því miður.“ Óskar trúði ekki eigin augum þegar Afturelding jafnaði vísir / anton Jákvæð stemning í klefanum Stigið gefur lítið meira en bara það. KR er enn í neðsta sæti deildarinnar og fall blasir við. Vestri á leik til góða á morgun og gæti breikkað bilið enn frekar, en sama hvernig fer er KR í mjög vondri stöðu. Hvernig var stemningin inni í klefa eftir leik? „Við getum ekki annað en bara reynt að búa til jákvæða orku. Næg er neikvæðnin í kringum okkur, þannig að inni í klefa þurfa menn að vera jákvæðir og hafa trú. Trú á því að þeir geti unnið síðustu tvo leikina, annað eins hefur nú gerst í knattspyrnusögunni og það er bara það sem við tökum með okkur. Við þurfum að vega eitthvað upp á móti allri neikvæðninni, en menn eru auðvitað sárir og svekktir. Geta verið það í kvöld en svo byrjar undirbúningur fyrir ÍBV leikinn á morgun.“ Undirbúningur byrjar í fríinu Þannig að það er ekkert frí í landsleikjahlénu? „Jú, við tökum alveg hlé. Menn byrja bara sjálfir að undirbúa sig. Það er tveggja daga frí eftir þennan leik og fjögurra daga frí næstu helgi. Þetta er búið að vera langt og erfitt tímabil, þannig að það er gott að finna jafnvægið milli þess að æfa vel og svo að hvílast.“ KR á tvo leiki eftir og spilar næst við ÍBV á heimavelli þann 19. október áður en förinni er heitið vestur á Ísafjörð þann 25. október í lokaleik tímabilsins gegn Vestra.
Besta deild karla KR Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira