Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2025 08:33 Kristín Þórhallsdóttir er margfaldur verðlaunahafi á heims- og Evrópumeistaramótum. @kristin_thorhallsdottir Kristín Þórhallsdóttir varð Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum um helgina og stimplaði sig aftur inn eftir erfitt og krefjandi ár. Kristín vann 84 kílóa flokkinn með því að lyfta samanlagt 570,5 kílóum. Hún náði besta árangri mótsins en fékk 107,9 stig en engin önnur kona komst yfir 86 stigin. Kristín opnaði sig í pistli á samfélagsmiðlum eftir mótið. „Þetta verður svolítið persónulegra hjá mér núna,“ byrjaði Kristín pistilinn sinn en hún skrifaði hann á ensku. Finna aftur ánægjuna „Markmiðið mitt á þessu móti var ekki að vinna bikar eða eitthvað slíkt. Eftir þetta erfiða ár og hafa einnig átt tvö krefjandi ár þar á undan, þá var megin markiðið mitt að finna aftur ánægjuna í því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég fór í gegnum margt á þessu ári. Ég man bara ekki eftir því hvenær ég var að undirbúa mig síðast fyrir mót án þess að vera meidd eða að glíma við sársauka. Fyrir vikið var ég búin að týna gleðinni og spennunni fyrir því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég skildi við manninn minn í upphafi ársins og það tekur tíma að ná sér eftir slíkt. Þess vegna hætti ég við að taka þátt í alþjóðlegum mótum það sem eftir var ársins,“ skrifaði Kristín. Langt samband „Ég er ekki vön að ræða mín persónulegu mál en ég get þó sagt við ykkur að það er mjög erfitt að skilja eftir þessu ellefu eða tólf ár saman. Allar tilfinningarnar og öll sú orka sem þetta allt tekur frá þér. Að segja að ég væri niðurbrotin er frekar að gera lítið úr því sem gekk á hjá mér,“ skrifaði Kristín. „Ég þurfti að feta nýja slóð í lífinu, finna nýja vinnu með tveimur yndislegu strákunum mínum. Ég þurfti að finna jafnvægið en mér finnst ég hafa fundið taktinn minn núna,“ skrifaði Kristín. Eins og hún sjálf á ný „Það gekk vel að undirbúa sig fyrir þetta mót og nú er ég laus við meiðslin. Ég naut þess að keppa, var ánægð með úrslitin og líka það líða aftur eins og ég sjálf. Ég hlakka til framhaldsins,“ skrifaði Kristín. „Mér finnst eins og ég sé laus við tonn af múrsteinum af herðunum og allt er miklu léttara núna,“ skrifaði Kristín. View this post on Instagram A post shared by Kristín Þórhallsdóttir (@kristin_thorhallsdottir) Lyftingar Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Kristín vann 84 kílóa flokkinn með því að lyfta samanlagt 570,5 kílóum. Hún náði besta árangri mótsins en fékk 107,9 stig en engin önnur kona komst yfir 86 stigin. Kristín opnaði sig í pistli á samfélagsmiðlum eftir mótið. „Þetta verður svolítið persónulegra hjá mér núna,“ byrjaði Kristín pistilinn sinn en hún skrifaði hann á ensku. Finna aftur ánægjuna „Markmiðið mitt á þessu móti var ekki að vinna bikar eða eitthvað slíkt. Eftir þetta erfiða ár og hafa einnig átt tvö krefjandi ár þar á undan, þá var megin markiðið mitt að finna aftur ánægjuna í því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég fór í gegnum margt á þessu ári. Ég man bara ekki eftir því hvenær ég var að undirbúa mig síðast fyrir mót án þess að vera meidd eða að glíma við sársauka. Fyrir vikið var ég búin að týna gleðinni og spennunni fyrir því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég skildi við manninn minn í upphafi ársins og það tekur tíma að ná sér eftir slíkt. Þess vegna hætti ég við að taka þátt í alþjóðlegum mótum það sem eftir var ársins,“ skrifaði Kristín. Langt samband „Ég er ekki vön að ræða mín persónulegu mál en ég get þó sagt við ykkur að það er mjög erfitt að skilja eftir þessu ellefu eða tólf ár saman. Allar tilfinningarnar og öll sú orka sem þetta allt tekur frá þér. Að segja að ég væri niðurbrotin er frekar að gera lítið úr því sem gekk á hjá mér,“ skrifaði Kristín. „Ég þurfti að feta nýja slóð í lífinu, finna nýja vinnu með tveimur yndislegu strákunum mínum. Ég þurfti að finna jafnvægið en mér finnst ég hafa fundið taktinn minn núna,“ skrifaði Kristín. Eins og hún sjálf á ný „Það gekk vel að undirbúa sig fyrir þetta mót og nú er ég laus við meiðslin. Ég naut þess að keppa, var ánægð með úrslitin og líka það líða aftur eins og ég sjálf. Ég hlakka til framhaldsins,“ skrifaði Kristín. „Mér finnst eins og ég sé laus við tonn af múrsteinum af herðunum og allt er miklu léttara núna,“ skrifaði Kristín. View this post on Instagram A post shared by Kristín Þórhallsdóttir (@kristin_thorhallsdottir)
Lyftingar Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira