Freyr: Alveg sama hvað þeir í gulu segja, við vorum miklu betri í þessum leik Ingvi Þór Sæmundsson á Norðurálsvellinum skrifar 26. júlí 2015 21:51 Freyr var ekki sáttur eftir leik. vísir/valli Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var brúnaþungur í leikslok eftir tap Breiðholtsliðsins fyrir ÍA í kvöld. Hann segir það þreytandi að fá, enn og aftur, ekkert út úr jöfnum leikjum. "Það er mjög þreytt. Við vorum miklu betri í þessum leik, það er ekkert flóknara en það," sagði Freyr í samtali við Vísi eftir leik. "Mér er alveg sama hvað þeir í gulu reyna að segja, við vorum miklu betri aðilinn í þessum leik. Það er alveg á hreinu. "Þetta eru samt engir vitleysingar. Þeir eiga alveg hættulegar skyndisóknir og verjast vel. Þeir eru með góðan markmann, þó hann hafi hegðað sér eins og vitleysingur eftir leik. Þessar spyrnur hjá honum eru frábærar og þeir spila upp á það," sagði Freyr ennfremur. Leiknismenn sköpuðu sér ekki mikið í fyrri hálfleik en fengu færi í seinni hálfleik, þá sérstaklega eftir frábærar hornspyrnur Hilmars Árna Halldórssonar. Freyr var ánægður með hversu hættulegir Leiknismenn voru í föstum leikatriðum, sem voru ekki upp á sitt besta gegn Val í síðustu umferð. "Við skölluðum í slá og skutum yfir úr dauðafæri og svo kom markið í kjölfar hornspyrnu. Við bættum það frá síðasta leik," sagði Freyr sem var ánægður með sína drengi í dag. "Ég get ekkert sett út á strákana. Þeir eru eins og vígamenn, tilbúnir að gera það sem þeir áttu að gera og reyndu að spila fótbolta. Við vissum að við værum með betra fótboltalið og spiluðum betri fótbolta en þeir." Freyr var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld og þá sérstaklega aðstoðardómara 2, Englendinginn Ross Joyce. "Það eru stórir dómar sem ég er mjög ósáttur við. Leikstjórnin var ömurleg. Það voru sex skiptingar og þeir byrjuðu að tefja á 30. mínútu en bara fjórum mínútum bætt við. "Svo þetta verkefni frá Englandi; hann gefur fyrst aukaspyrnu sem fyrra markið þeirra kemur eftir og svo skorar Danny (Schreurs, nýjasti leikmaður Leiknis) mark sem er dæmt af vegna rangstöðu. "Það verður fróðlegt að sjá það aftur og það er eins gott að þetta hafi verið réttur dómur," sagði Freyr sem var ánægður með frammistöðu Schreurs, í sínum fyrsta leik fyrir Leikni. "Hann var mjög ógnandi, kröftugur, tæknilega góður og gefur okkur nýja vídd," sagði Freyr að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var brúnaþungur í leikslok eftir tap Breiðholtsliðsins fyrir ÍA í kvöld. Hann segir það þreytandi að fá, enn og aftur, ekkert út úr jöfnum leikjum. "Það er mjög þreytt. Við vorum miklu betri í þessum leik, það er ekkert flóknara en það," sagði Freyr í samtali við Vísi eftir leik. "Mér er alveg sama hvað þeir í gulu reyna að segja, við vorum miklu betri aðilinn í þessum leik. Það er alveg á hreinu. "Þetta eru samt engir vitleysingar. Þeir eiga alveg hættulegar skyndisóknir og verjast vel. Þeir eru með góðan markmann, þó hann hafi hegðað sér eins og vitleysingur eftir leik. Þessar spyrnur hjá honum eru frábærar og þeir spila upp á það," sagði Freyr ennfremur. Leiknismenn sköpuðu sér ekki mikið í fyrri hálfleik en fengu færi í seinni hálfleik, þá sérstaklega eftir frábærar hornspyrnur Hilmars Árna Halldórssonar. Freyr var ánægður með hversu hættulegir Leiknismenn voru í föstum leikatriðum, sem voru ekki upp á sitt besta gegn Val í síðustu umferð. "Við skölluðum í slá og skutum yfir úr dauðafæri og svo kom markið í kjölfar hornspyrnu. Við bættum það frá síðasta leik," sagði Freyr sem var ánægður með sína drengi í dag. "Ég get ekkert sett út á strákana. Þeir eru eins og vígamenn, tilbúnir að gera það sem þeir áttu að gera og reyndu að spila fótbolta. Við vissum að við værum með betra fótboltalið og spiluðum betri fótbolta en þeir." Freyr var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld og þá sérstaklega aðstoðardómara 2, Englendinginn Ross Joyce. "Það eru stórir dómar sem ég er mjög ósáttur við. Leikstjórnin var ömurleg. Það voru sex skiptingar og þeir byrjuðu að tefja á 30. mínútu en bara fjórum mínútum bætt við. "Svo þetta verkefni frá Englandi; hann gefur fyrst aukaspyrnu sem fyrra markið þeirra kemur eftir og svo skorar Danny (Schreurs, nýjasti leikmaður Leiknis) mark sem er dæmt af vegna rangstöðu. "Það verður fróðlegt að sjá það aftur og það er eins gott að þetta hafi verið réttur dómur," sagði Freyr sem var ánægður með frammistöðu Schreurs, í sínum fyrsta leik fyrir Leikni. "Hann var mjög ógnandi, kröftugur, tæknilega góður og gefur okkur nýja vídd," sagði Freyr að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira