Freyr: Alveg sama hvað þeir í gulu segja, við vorum miklu betri í þessum leik Ingvi Þór Sæmundsson á Norðurálsvellinum skrifar 26. júlí 2015 21:51 Freyr var ekki sáttur eftir leik. vísir/valli Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var brúnaþungur í leikslok eftir tap Breiðholtsliðsins fyrir ÍA í kvöld. Hann segir það þreytandi að fá, enn og aftur, ekkert út úr jöfnum leikjum. "Það er mjög þreytt. Við vorum miklu betri í þessum leik, það er ekkert flóknara en það," sagði Freyr í samtali við Vísi eftir leik. "Mér er alveg sama hvað þeir í gulu reyna að segja, við vorum miklu betri aðilinn í þessum leik. Það er alveg á hreinu. "Þetta eru samt engir vitleysingar. Þeir eiga alveg hættulegar skyndisóknir og verjast vel. Þeir eru með góðan markmann, þó hann hafi hegðað sér eins og vitleysingur eftir leik. Þessar spyrnur hjá honum eru frábærar og þeir spila upp á það," sagði Freyr ennfremur. Leiknismenn sköpuðu sér ekki mikið í fyrri hálfleik en fengu færi í seinni hálfleik, þá sérstaklega eftir frábærar hornspyrnur Hilmars Árna Halldórssonar. Freyr var ánægður með hversu hættulegir Leiknismenn voru í föstum leikatriðum, sem voru ekki upp á sitt besta gegn Val í síðustu umferð. "Við skölluðum í slá og skutum yfir úr dauðafæri og svo kom markið í kjölfar hornspyrnu. Við bættum það frá síðasta leik," sagði Freyr sem var ánægður með sína drengi í dag. "Ég get ekkert sett út á strákana. Þeir eru eins og vígamenn, tilbúnir að gera það sem þeir áttu að gera og reyndu að spila fótbolta. Við vissum að við værum með betra fótboltalið og spiluðum betri fótbolta en þeir." Freyr var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld og þá sérstaklega aðstoðardómara 2, Englendinginn Ross Joyce. "Það eru stórir dómar sem ég er mjög ósáttur við. Leikstjórnin var ömurleg. Það voru sex skiptingar og þeir byrjuðu að tefja á 30. mínútu en bara fjórum mínútum bætt við. "Svo þetta verkefni frá Englandi; hann gefur fyrst aukaspyrnu sem fyrra markið þeirra kemur eftir og svo skorar Danny (Schreurs, nýjasti leikmaður Leiknis) mark sem er dæmt af vegna rangstöðu. "Það verður fróðlegt að sjá það aftur og það er eins gott að þetta hafi verið réttur dómur," sagði Freyr sem var ánægður með frammistöðu Schreurs, í sínum fyrsta leik fyrir Leikni. "Hann var mjög ógnandi, kröftugur, tæknilega góður og gefur okkur nýja vídd," sagði Freyr að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var brúnaþungur í leikslok eftir tap Breiðholtsliðsins fyrir ÍA í kvöld. Hann segir það þreytandi að fá, enn og aftur, ekkert út úr jöfnum leikjum. "Það er mjög þreytt. Við vorum miklu betri í þessum leik, það er ekkert flóknara en það," sagði Freyr í samtali við Vísi eftir leik. "Mér er alveg sama hvað þeir í gulu reyna að segja, við vorum miklu betri aðilinn í þessum leik. Það er alveg á hreinu. "Þetta eru samt engir vitleysingar. Þeir eiga alveg hættulegar skyndisóknir og verjast vel. Þeir eru með góðan markmann, þó hann hafi hegðað sér eins og vitleysingur eftir leik. Þessar spyrnur hjá honum eru frábærar og þeir spila upp á það," sagði Freyr ennfremur. Leiknismenn sköpuðu sér ekki mikið í fyrri hálfleik en fengu færi í seinni hálfleik, þá sérstaklega eftir frábærar hornspyrnur Hilmars Árna Halldórssonar. Freyr var ánægður með hversu hættulegir Leiknismenn voru í föstum leikatriðum, sem voru ekki upp á sitt besta gegn Val í síðustu umferð. "Við skölluðum í slá og skutum yfir úr dauðafæri og svo kom markið í kjölfar hornspyrnu. Við bættum það frá síðasta leik," sagði Freyr sem var ánægður með sína drengi í dag. "Ég get ekkert sett út á strákana. Þeir eru eins og vígamenn, tilbúnir að gera það sem þeir áttu að gera og reyndu að spila fótbolta. Við vissum að við værum með betra fótboltalið og spiluðum betri fótbolta en þeir." Freyr var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld og þá sérstaklega aðstoðardómara 2, Englendinginn Ross Joyce. "Það eru stórir dómar sem ég er mjög ósáttur við. Leikstjórnin var ömurleg. Það voru sex skiptingar og þeir byrjuðu að tefja á 30. mínútu en bara fjórum mínútum bætt við. "Svo þetta verkefni frá Englandi; hann gefur fyrst aukaspyrnu sem fyrra markið þeirra kemur eftir og svo skorar Danny (Schreurs, nýjasti leikmaður Leiknis) mark sem er dæmt af vegna rangstöðu. "Það verður fróðlegt að sjá það aftur og það er eins gott að þetta hafi verið réttur dómur," sagði Freyr sem var ánægður með frammistöðu Schreurs, í sínum fyrsta leik fyrir Leikni. "Hann var mjög ógnandi, kröftugur, tæknilega góður og gefur okkur nýja vídd," sagði Freyr að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira