Fótbolti

Miðasalan opnaði óvart á leik Íslands og Kasakstan

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/anton
Miðasala á leik Íslands og Kasakstan sem fram fer 6. september var óvart sett af stað á miði.is í dag. Miðasalan hefur ekki verið formlega opnuð en hægt var að kaupa miða hér í einhvern tíma.

Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á málinu á Twitter og hafa eflaust einhverjir náð sér í miða á þeim tíma sem miðasalan var opin.



Svo virtist strax vera að um mistök var að ræða því í textanum um viðburðinn var talað um leik gegn Tékklandi, en þegar farið var inn í miðakaupin var hægt að velja sér sæti á leik Íslands og Kasakstan.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mistök koma upp í miðasölu á landsleiki Íslands, en miðasalan var opnuð um nótt fyrir leikinn gegn Króatíu í umspili HM 2014 og svo kom einnig upp vandamál í miðasölunni fyrir síðasta heimaleik gegn Tékklandi.

KSÍ hefur staðfest við Vísi að um mistök var að ræða og bað knattspyrnusambandið að miðasalan væri tekin út af síðunni.

Skrifað um Tékkaleikinn.mynd/skjáskot
En hægt að kaupa miða á Kasakstan.mynd/skjáskot
Sæti valin.mynd/skjáskot
Gengið frá greiðslu.mynd/skjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×