Federer í úrslit Wimbledon í tíunda sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júlí 2015 17:32 Federer fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Roger Federer mætir Novak Djokovic í draumaúrslitaviðureign í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Federer er sjöfaldur Wimbledon-meistari og hefur tapað tveimur úrslitaleikjum þar að auki. Hann er því að spila til úrslita á mótinu í tíunda sinn á sínum magnaða ferli á sunnudag. Federer lagði Skotann Andy Murray að velli í undanúrslitum í dag í þremur settum, 7-5, 7-5 og 6-4. Federer hefur verið magnaður allt mótið og þó svo að Murray hafi barist hetjulega var Svisslendingurinn með undirtökin frá upphafi. Í öðru setti var Murray nálægt því að snúa leiknum sér í vil. Federer var yfir, 5-4 í settinu og 40-0 í lotunni, þegar Murray náði að koma til baka og vinna lotuna eftir sjö upphækkanir. Murray náði þó ekki að nýta sér meðbyrinn enda Federer einfaldlega að spila of vel. Sá svissneski vann svo næstu tvær lotur og settið þar með 7-5 sem fyrr segir. Hann komst svo í 5-4 forystu í þriðja settinu og tryggði sér svo sigurinn með því að vinna uppgjafarlotu af Murray og þar með settið 6-4. Fyrr í dag hafði Novak Djokovic betur gegn Richard Gasquet í þremur settum og mætast því tveir sterkustu tenniskappar heims um þessar mundir - efstu tveir menn heimslistans - í úrslitaleiknum á sunnudag. Federer og Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras hafa unnið flesta titla á Wimbledon frá upphafi eða sjö talsins. Federer getur því komið sér í sögubækurnar með áttunda titlinum um helgina. Tennis Tengdar fréttir Djokovic fór örugglega í úrslit Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitaleikinn á Wimbledon-mótinu eftir öruggan sigur á Frakkanum Richard Gasquet. 10. júlí 2015 14:44 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Roger Federer mætir Novak Djokovic í draumaúrslitaviðureign í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Federer er sjöfaldur Wimbledon-meistari og hefur tapað tveimur úrslitaleikjum þar að auki. Hann er því að spila til úrslita á mótinu í tíunda sinn á sínum magnaða ferli á sunnudag. Federer lagði Skotann Andy Murray að velli í undanúrslitum í dag í þremur settum, 7-5, 7-5 og 6-4. Federer hefur verið magnaður allt mótið og þó svo að Murray hafi barist hetjulega var Svisslendingurinn með undirtökin frá upphafi. Í öðru setti var Murray nálægt því að snúa leiknum sér í vil. Federer var yfir, 5-4 í settinu og 40-0 í lotunni, þegar Murray náði að koma til baka og vinna lotuna eftir sjö upphækkanir. Murray náði þó ekki að nýta sér meðbyrinn enda Federer einfaldlega að spila of vel. Sá svissneski vann svo næstu tvær lotur og settið þar með 7-5 sem fyrr segir. Hann komst svo í 5-4 forystu í þriðja settinu og tryggði sér svo sigurinn með því að vinna uppgjafarlotu af Murray og þar með settið 6-4. Fyrr í dag hafði Novak Djokovic betur gegn Richard Gasquet í þremur settum og mætast því tveir sterkustu tenniskappar heims um þessar mundir - efstu tveir menn heimslistans - í úrslitaleiknum á sunnudag. Federer og Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras hafa unnið flesta titla á Wimbledon frá upphafi eða sjö talsins. Federer getur því komið sér í sögubækurnar með áttunda titlinum um helgina.
Tennis Tengdar fréttir Djokovic fór örugglega í úrslit Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitaleikinn á Wimbledon-mótinu eftir öruggan sigur á Frakkanum Richard Gasquet. 10. júlí 2015 14:44 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Djokovic fór örugglega í úrslit Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitaleikinn á Wimbledon-mótinu eftir öruggan sigur á Frakkanum Richard Gasquet. 10. júlí 2015 14:44