Djokovic segir Federer vera besta tennisspilara sögunnar 12. júlí 2015 12:00 Hvor mun fagna sigri í dag, Roger Federer eða Novak Djokovic? vísir/getty Í dag mætast tveir bestu tennisspilarar heims, Novak Djokovic og Roger Federer, í úrslitaviðureign Wimbledon mótsins en þeir mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra. Þá hafði Djokovic betur í frábærum leik sem stóð yfir í tæpar fjórar klukkustundir. Það var annar sigur Djokovic á Wimbledon en Federer hefur unnið þetta mót sjö sinnum, síðast árið 2012. Með sigri getur Federer orðið elsti sigurvegar Wimbledon mótsins í atvinnumannaflokki. Hann er 34 ára og er að leika sinn tíunda úrslitaleik á Wimbledon. Federer hefur verið í frábæru formi á þessu móti og aðeins tapað einu setti og sýndi heimamanninum Andy Murray í tvo heimana í undanúrslitum þegar hann sópaði Murray út í þremur settum. "Ég þarf að halda þessu formi áfram í einn leik í viðbót til að fullkomna síðustu tvær vikur," segir Federer en aðeins Pete Sampras hefur unnið Wimbledon mótið oftar sem atvinnumaður eða 8 sinnum. Ef Djokovic vinnur mun hann jafna þjálfara sinn, Boris Becker, í sigrum á Wimbledon mótinu. En það er augljóst á tali hans í aðdraganda leiksins í dag að Djokovic ber mikla virðingu fyrir Federer. "Hér elskar hann [Federer] að spila. Hér spilar hann sinn besta leik. Aðalvöllurinn á Wimbledon, sjö titlar. Þetta er hans völlur. Hann elskar hann," segir Djokovic um andstæðing sinn í dag. "Hann spilar alltaf best þegar mest reynir á. Þess vegna er hann stórmeistari. Við vitum öll hve góður hann er. Hann er besti spilari sögunnar. Það er erfitt að finna nógu sterk orð til að lýsa afrekum hans," segir Djokovic ennfremur um Federer. Leikur þeirra félaga hefst kl. 13:00 í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tennis Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Fleiri fréttir HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Í dag mætast tveir bestu tennisspilarar heims, Novak Djokovic og Roger Federer, í úrslitaviðureign Wimbledon mótsins en þeir mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra. Þá hafði Djokovic betur í frábærum leik sem stóð yfir í tæpar fjórar klukkustundir. Það var annar sigur Djokovic á Wimbledon en Federer hefur unnið þetta mót sjö sinnum, síðast árið 2012. Með sigri getur Federer orðið elsti sigurvegar Wimbledon mótsins í atvinnumannaflokki. Hann er 34 ára og er að leika sinn tíunda úrslitaleik á Wimbledon. Federer hefur verið í frábæru formi á þessu móti og aðeins tapað einu setti og sýndi heimamanninum Andy Murray í tvo heimana í undanúrslitum þegar hann sópaði Murray út í þremur settum. "Ég þarf að halda þessu formi áfram í einn leik í viðbót til að fullkomna síðustu tvær vikur," segir Federer en aðeins Pete Sampras hefur unnið Wimbledon mótið oftar sem atvinnumaður eða 8 sinnum. Ef Djokovic vinnur mun hann jafna þjálfara sinn, Boris Becker, í sigrum á Wimbledon mótinu. En það er augljóst á tali hans í aðdraganda leiksins í dag að Djokovic ber mikla virðingu fyrir Federer. "Hér elskar hann [Federer] að spila. Hér spilar hann sinn besta leik. Aðalvöllurinn á Wimbledon, sjö titlar. Þetta er hans völlur. Hann elskar hann," segir Djokovic um andstæðing sinn í dag. "Hann spilar alltaf best þegar mest reynir á. Þess vegna er hann stórmeistari. Við vitum öll hve góður hann er. Hann er besti spilari sögunnar. Það er erfitt að finna nógu sterk orð til að lýsa afrekum hans," segir Djokovic ennfremur um Federer. Leikur þeirra félaga hefst kl. 13:00 í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Tennis Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Fleiri fréttir HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira