Ólafur Þórðarson segir að menn í stjórnum knattspyrnuliða viti oft ekki mikið um fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2015 18:27 Ólafur Þórðarson, fyrrum þjálfari Víkingsliðsins. Vísir/Valli Ólafur Þórðarson var í gær rekinn úr starfi þjálfara Pepsi-deildarliðs Víkings í knattspyrnu eftir tæplega fjögurra ára starf en hann var annar af tveimur þjálfurum Víkingsliðsins. Ólafur viðurkennir að gengi liðsins hafi ekki verið sem skildi en er engu að síður ósáttur við tímasetningu brottrekstursins en hann ræddi við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag. Ólafur telur að vangaveltur fjölmiðla um hugsanlegar breytingar í Víkinni hafi haft sitt að segja hjá stjórnarmönnum Víkings. Ólafur var látinn fara en Milos Milojevic hélt sínu starfi. „Þetta er ekki það skemmtilegasta en er fylgifiskur þess að vera fótboltaþjálfari. Maður verður bara að taka því," sagði Ólafur en átti hann von á þessu. „Nei í sjálfu sér ekki en ég gerði mér alveg grein fyrir því að ef að gengið myndi ekki lagast þá myndi þessi umræða fara í gang," sagði Ólafur. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að umræðan í Pepsi-mörkunum hefur haft áhrif. Inn í stjórnum fótboltafélaga eru margir misvitrir menn sem hafa stundum ekki of mikið vit á þeirri þjálfun sem fram fer út á fótboltavelli. Þeir eru engu að síður stjórnarmenn í félögunum og bera ábyrgð á því sem félagið stendur fyrir" sagði Ólafur. Hvað hefur helst verið að hjá Víkingsliðinu í sumar? „Eftir að við misstum Pape úr sókninni þá misstum við mikinn brodd úr sóknarleiknum okkar. Við höfðum ekki mannskap til að leysa það betur en við höfum gert. Þetta er nokkuð einfalt mál. Það hefur hvorki gengið né rekið síðan þá og það var vendipunktur," sagði Ólafur en Pape Mamadou Faye hætti að spila með Víkingum eftir aðeins fjórar umferðir. „Það er ekki öll ástæðan. Við erum með mjög breyttan hóp frá því í fyrra og það tekur tíma að smyrja það saman. Liðið er á þessu fræga öðru ári í deildinni. Eftir frábæran árangur í fyrra þá hafa væntingarnar kannski risið fullmikið en auðvitað eiga allir að gefa kröfur um að það sé árangur. Við höfum því miður ekki náð að fylgja þeim árangri eftir þótt að við höfum ætlað okkur að gera betur en við höfum gert," sagði Ólafur. Milos Milojevic heldur áfram með Víkingsliðið og var ekki látinn fara eins og Ólafur. Ólafur er ánægður með samstarfið við hann. „Okkar samstarf gekk mjög vel. Auðvitað koma alltaf upp einhverjir agnúar en við ræddum bara málin og fundum þær lausnir sem við vorum sáttir við," sagði Ólafur. „Ég er mjög ósáttur við stjórn Víkings að við fengum ekki tvo til þrjá leiki eftir að við náðum að styrkja okkur. Stjórn Víkings vissi það jafnvel og ég að við vorum í vandræðum með leikmannabreiddina í sókninni eftir að við missum Pape út. Við lánuðum Viktor Jónsson í 1. deildina og það hefði maður aldrei gert ef maður átti von á því að missa Pape," sagði Ólafur. „Ég er ekki sáttur við þennan tímapunkt hjá þeim en segjum eftir tvo til þrjá leiki ef staðan væri sú saman þá hefði ég skilið þetta. Ég er búinn að vera lengi í fótboltanum og veit alveg hvaða hlutir fylgja honum. Það er sú hætta að þú verði rekinn ef gengið er ekki gott," sagði Ólafur. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Ólaf með því að smella á spilarann hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Þórðarson látinn fara frá Víkingi | Milos tekur einn við Skagamaðurinn lætur af störfum í Víkinni eftir þriggja og hálfs árs starf en Milos heldur áfram. 15. júlí 2015 16:23 „Þjálfararnir bera jafn mikla ábyrgð“ Forráðamenn Víkings ákváðu að reka Ólaf Þórðarson en halda Milos Milojevic. 16. júlí 2015 10:45 Þjálfarabreyting á miðju tímabili heppnaðist ekki síðast hjá Víkingum Víkingar ákváðu í dag að reka Ólaf Þórðarson úr stöðu annars þjálfara liðsins og láta Milos Milojevic stjórna liðinu einn út tímabilið. 15. júlí 2015 18:30 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Ólafur Þórðarson var í gær rekinn úr starfi þjálfara Pepsi-deildarliðs Víkings í knattspyrnu eftir tæplega fjögurra ára starf en hann var annar af tveimur þjálfurum Víkingsliðsins. Ólafur viðurkennir að gengi liðsins hafi ekki verið sem skildi en er engu að síður ósáttur við tímasetningu brottrekstursins en hann ræddi við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag. Ólafur telur að vangaveltur fjölmiðla um hugsanlegar breytingar í Víkinni hafi haft sitt að segja hjá stjórnarmönnum Víkings. Ólafur var látinn fara en Milos Milojevic hélt sínu starfi. „Þetta er ekki það skemmtilegasta en er fylgifiskur þess að vera fótboltaþjálfari. Maður verður bara að taka því," sagði Ólafur en átti hann von á þessu. „Nei í sjálfu sér ekki en ég gerði mér alveg grein fyrir því að ef að gengið myndi ekki lagast þá myndi þessi umræða fara í gang," sagði Ólafur. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að umræðan í Pepsi-mörkunum hefur haft áhrif. Inn í stjórnum fótboltafélaga eru margir misvitrir menn sem hafa stundum ekki of mikið vit á þeirri þjálfun sem fram fer út á fótboltavelli. Þeir eru engu að síður stjórnarmenn í félögunum og bera ábyrgð á því sem félagið stendur fyrir" sagði Ólafur. Hvað hefur helst verið að hjá Víkingsliðinu í sumar? „Eftir að við misstum Pape úr sókninni þá misstum við mikinn brodd úr sóknarleiknum okkar. Við höfðum ekki mannskap til að leysa það betur en við höfum gert. Þetta er nokkuð einfalt mál. Það hefur hvorki gengið né rekið síðan þá og það var vendipunktur," sagði Ólafur en Pape Mamadou Faye hætti að spila með Víkingum eftir aðeins fjórar umferðir. „Það er ekki öll ástæðan. Við erum með mjög breyttan hóp frá því í fyrra og það tekur tíma að smyrja það saman. Liðið er á þessu fræga öðru ári í deildinni. Eftir frábæran árangur í fyrra þá hafa væntingarnar kannski risið fullmikið en auðvitað eiga allir að gefa kröfur um að það sé árangur. Við höfum því miður ekki náð að fylgja þeim árangri eftir þótt að við höfum ætlað okkur að gera betur en við höfum gert," sagði Ólafur. Milos Milojevic heldur áfram með Víkingsliðið og var ekki látinn fara eins og Ólafur. Ólafur er ánægður með samstarfið við hann. „Okkar samstarf gekk mjög vel. Auðvitað koma alltaf upp einhverjir agnúar en við ræddum bara málin og fundum þær lausnir sem við vorum sáttir við," sagði Ólafur. „Ég er mjög ósáttur við stjórn Víkings að við fengum ekki tvo til þrjá leiki eftir að við náðum að styrkja okkur. Stjórn Víkings vissi það jafnvel og ég að við vorum í vandræðum með leikmannabreiddina í sókninni eftir að við missum Pape út. Við lánuðum Viktor Jónsson í 1. deildina og það hefði maður aldrei gert ef maður átti von á því að missa Pape," sagði Ólafur. „Ég er ekki sáttur við þennan tímapunkt hjá þeim en segjum eftir tvo til þrjá leiki ef staðan væri sú saman þá hefði ég skilið þetta. Ég er búinn að vera lengi í fótboltanum og veit alveg hvaða hlutir fylgja honum. Það er sú hætta að þú verði rekinn ef gengið er ekki gott," sagði Ólafur. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Ólaf með því að smella á spilarann hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Þórðarson látinn fara frá Víkingi | Milos tekur einn við Skagamaðurinn lætur af störfum í Víkinni eftir þriggja og hálfs árs starf en Milos heldur áfram. 15. júlí 2015 16:23 „Þjálfararnir bera jafn mikla ábyrgð“ Forráðamenn Víkings ákváðu að reka Ólaf Þórðarson en halda Milos Milojevic. 16. júlí 2015 10:45 Þjálfarabreyting á miðju tímabili heppnaðist ekki síðast hjá Víkingum Víkingar ákváðu í dag að reka Ólaf Þórðarson úr stöðu annars þjálfara liðsins og láta Milos Milojevic stjórna liðinu einn út tímabilið. 15. júlí 2015 18:30 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Ólafur Þórðarson látinn fara frá Víkingi | Milos tekur einn við Skagamaðurinn lætur af störfum í Víkinni eftir þriggja og hálfs árs starf en Milos heldur áfram. 15. júlí 2015 16:23
„Þjálfararnir bera jafn mikla ábyrgð“ Forráðamenn Víkings ákváðu að reka Ólaf Þórðarson en halda Milos Milojevic. 16. júlí 2015 10:45
Þjálfarabreyting á miðju tímabili heppnaðist ekki síðast hjá Víkingum Víkingar ákváðu í dag að reka Ólaf Þórðarson úr stöðu annars þjálfara liðsins og láta Milos Milojevic stjórna liðinu einn út tímabilið. 15. júlí 2015 18:30