Miðjumaðurinn Farid Zato er genginn í raðir Keflavíkur.
Farid, sem er frá Tógó, er kominn með leikheimild með Keflavík og gæti leikið sinn fyrsta leik með liðinu á morgun þegar það sækir Víkinga heim í mikilvægum botnslag í Pepsi-deildinni.
Farid fótbrotnaði í vetur og fór í kjölfarið frá KR til 3. deildarliðs Kára á Akranesi. Farid lék fjóra leiki með Kára og skoraði tvö mörk en þjálfari liðsins er Sigurður Jónsson, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður.
Dvölin hjá Kára var aðallega hugsuð til að koma Farid aftur í gang eftir meiðslin og nú er hann kominn aftur í Pepsi-deildina.
Farid, sem æfði með Keflavík í gær og fyrradag, lék 16 leiki með KR í Pepsi-deildinni í fyrra og alla 22 leiki Víkings frá Ólafsvík tímabilið þar á undan.
Keflavík er í 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar með aðeins fimm stig eftir 11 umferðir.
Frá Kára til Keflavíkur

Tengdar fréttir

Keflavík tekur líklega ákvörðun um Farid í kvöld
Tógomaðurinn æfir öðru sinni með botnliði Pepsi-deildarinnar í kvöld og svo setjast Suðurnesjamenn niður og taka ákvörðun um hvort verði samið við leikmanninn.