Alþingi afgreiðir mál á færibandi Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2015 19:18 Umdeild þingsályktunartillaga um Hvammsvirkjun var samþykkt á Alþingi í dag án þess að breytingartillögur meirihlutans næðu fram að ganga. Þingmenn keppast nú við að afgreiða mál sem samkomulag er um og urðu þrettán frumvörp að lögum í dag og fimm þingsályktanir voru samþykktar. Þing hefur ekki setið eins lengi og frá síðasta hausti allt frá árinu 1985 en síðustu vikurnar hefur verið deilt um nokkur stórmál sem tafið hefur að þing fari í sumarleyfi. Eitt þeirra 65 mála sem samkomulag varð um að klára var að Hvammsvirkjun fari í nýtingarflokk en berytingartillögur um aðrar virkjanir voru látnar víkja. „Það er mikill sigur fyrir þá umgjörð sem við höfum byggt með lögum hér í landinu um vernd og nýtingu náttúruverðmæta að stjórnarmeirihlutinn hefur dregið til baka breytingartillögur sem hann reyndi að hnoða hér í gegn þvert á lögbundna ferla,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar við atkvæðagreiðslu um Hvammsvirkjun í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði málið snúast hvernig þjóðin umgengist náttúruna. „Í þessu máli viljum við að Þjórsá njóti vafans. Þar vega þyngst þau rök, þau málefnalegu rök sem hafa verið reifuð í þessari umræðu um villta laxinn. Sem er auðvitað auðlind sem ekki verður metin til fjár og við munum þess vegna leggjast gegn þessari tillögu. Tillagan um Hvammsvirkjun eina var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sem boðaði fjórar aðrar virkjanir í breytingartillögu sagði þetta mál sýna tvískinnung stjórnarandstöðunnar til virkjanamála. Málið yrði tekið upp aftur í haust. „Og ég harma það að þetta skuli vera með þessum hætti. Umræðan svo ómálefnaleg eins og raun ber vitni. En eins og ég sagði hér í ræðu minni í gær; fyrri hálfleik var að ljúka, nú er hálfleikur og seinni hálfleikur mun hefjast og hann mun hefjast með stæl,“ sagði Jón Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Umdeild þingsályktunartillaga um Hvammsvirkjun var samþykkt á Alþingi í dag án þess að breytingartillögur meirihlutans næðu fram að ganga. Þingmenn keppast nú við að afgreiða mál sem samkomulag er um og urðu þrettán frumvörp að lögum í dag og fimm þingsályktanir voru samþykktar. Þing hefur ekki setið eins lengi og frá síðasta hausti allt frá árinu 1985 en síðustu vikurnar hefur verið deilt um nokkur stórmál sem tafið hefur að þing fari í sumarleyfi. Eitt þeirra 65 mála sem samkomulag varð um að klára var að Hvammsvirkjun fari í nýtingarflokk en berytingartillögur um aðrar virkjanir voru látnar víkja. „Það er mikill sigur fyrir þá umgjörð sem við höfum byggt með lögum hér í landinu um vernd og nýtingu náttúruverðmæta að stjórnarmeirihlutinn hefur dregið til baka breytingartillögur sem hann reyndi að hnoða hér í gegn þvert á lögbundna ferla,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar við atkvæðagreiðslu um Hvammsvirkjun í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði málið snúast hvernig þjóðin umgengist náttúruna. „Í þessu máli viljum við að Þjórsá njóti vafans. Þar vega þyngst þau rök, þau málefnalegu rök sem hafa verið reifuð í þessari umræðu um villta laxinn. Sem er auðvitað auðlind sem ekki verður metin til fjár og við munum þess vegna leggjast gegn þessari tillögu. Tillagan um Hvammsvirkjun eina var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sem boðaði fjórar aðrar virkjanir í breytingartillögu sagði þetta mál sýna tvískinnung stjórnarandstöðunnar til virkjanamála. Málið yrði tekið upp aftur í haust. „Og ég harma það að þetta skuli vera með þessum hætti. Umræðan svo ómálefnaleg eins og raun ber vitni. En eins og ég sagði hér í ræðu minni í gær; fyrri hálfleik var að ljúka, nú er hálfleikur og seinni hálfleikur mun hefjast og hann mun hefjast með stæl,“ sagði Jón Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira