Hlynur: Vissum hvað við þyrftum að gera fyrir þau Anton Ingi Leifsson skrifar 4. júlí 2015 13:00 Hlynur ásamt Sigursteini Arndal, aðstoðarþjálfara, og systur sinni. vísir/brynja traustadóttir Hlynur Bjarnason, fyrirliði Íslands skipað leikmönnum nítján ára og yngri, var í skýjunum með sigur liðsins á opna Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í gær. Ísland vann Svíþjóð í úrslitaleiknum fyrir framan sjö þúsund manns. „Tilfinningin var ótrúlegt. Með allan þennan fjölda af Íslendingum í stúkunni var ekki hægt annað en að landa þessum titli í fyrsta sinn í sögu Íslands," sagði Hlynur í samtali við Vísi. Staðan í hálfleik var 13-10 fyrir heimamönnum, en í síðari hálfleik seig íslenska liðið fram úr og náði mest þriggja marka forystu. Lokatölur urðu 31-29 sigur Íslands. „Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru skrefinu á undan, en sigurviljinn hjá okkur með þennan stuðning á bakinu fékk okkur til þess að súa leiknum í hag. Við áttum algjörlega seinni hálfleikinn." Tæplega þúsund Íslendingar voru á leiknum, en margir þeirra eru við keppni á Partille Cup og studdu vel við bakið á íslenska liðinu. „Okkar fólk var frábært í stúkunni. Við viljum þakka öllum sem komu á leikinn. Um leið og þjóðsöngurinn byrjaði og að heyra í þessu fólki syngja með vissum við hvað við þyrftum að gera fyrir þau." „Þetta var stórt skref í undirbúningi okkar fyrir HM. Við viljum halda markmiðunum okkar fyrir okkur, en aðalmarkmiðið er að njóta þess að spila saman og hafa gaman." „Við eigum bara tvö ár eftir saman sem hópur og við viljum njóta þess að spila góðan handbolta saman." Hlynur lék á síðustu leiktíð sem lánsmaður hjá Elverum í Noregi, en hann er fæddur og uppalinn í Kaplakrika. Hlynur segir að hann snúi nú aftur heim. „Ég er kominn heim frá Noregi og mæti í Kaplakrika aftur. Ég er afar spenntur fyrir komandi tímabili," sagði Hlynur að lokum í samtali við Vísi. Handbolti Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Hlynur Bjarnason, fyrirliði Íslands skipað leikmönnum nítján ára og yngri, var í skýjunum með sigur liðsins á opna Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í gær. Ísland vann Svíþjóð í úrslitaleiknum fyrir framan sjö þúsund manns. „Tilfinningin var ótrúlegt. Með allan þennan fjölda af Íslendingum í stúkunni var ekki hægt annað en að landa þessum titli í fyrsta sinn í sögu Íslands," sagði Hlynur í samtali við Vísi. Staðan í hálfleik var 13-10 fyrir heimamönnum, en í síðari hálfleik seig íslenska liðið fram úr og náði mest þriggja marka forystu. Lokatölur urðu 31-29 sigur Íslands. „Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru skrefinu á undan, en sigurviljinn hjá okkur með þennan stuðning á bakinu fékk okkur til þess að súa leiknum í hag. Við áttum algjörlega seinni hálfleikinn." Tæplega þúsund Íslendingar voru á leiknum, en margir þeirra eru við keppni á Partille Cup og studdu vel við bakið á íslenska liðinu. „Okkar fólk var frábært í stúkunni. Við viljum þakka öllum sem komu á leikinn. Um leið og þjóðsöngurinn byrjaði og að heyra í þessu fólki syngja með vissum við hvað við þyrftum að gera fyrir þau." „Þetta var stórt skref í undirbúningi okkar fyrir HM. Við viljum halda markmiðunum okkar fyrir okkur, en aðalmarkmiðið er að njóta þess að spila saman og hafa gaman." „Við eigum bara tvö ár eftir saman sem hópur og við viljum njóta þess að spila góðan handbolta saman." Hlynur lék á síðustu leiktíð sem lánsmaður hjá Elverum í Noregi, en hann er fæddur og uppalinn í Kaplakrika. Hlynur segir að hann snúi nú aftur heim. „Ég er kominn heim frá Noregi og mæti í Kaplakrika aftur. Ég er afar spenntur fyrir komandi tímabili," sagði Hlynur að lokum í samtali við Vísi.
Handbolti Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira