Starfsmenn Fiskistofu gagnrýna breytingar á lögum um Stjórnarráðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2015 16:58 Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Vísir/Stefán/Valli Starfsmenn Fiskistofu hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem breytingum á lögum um Stjórnarráð Íslands er mótmælt harðlega. Beinist gagnrýnin aðallega að því ákvæði laganna að ráðherra hafi óhefta heimild til flutnings á aðsetri ríkisstofnana. Það vakti mikla athygli síðastliðið haust þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu að flytja ætti stofnunina til Akureyrar nú í sumar. Mættu áform ráðherrans mikilli andstöðu starfsmönnum Fiskistofu auk þess sem ýmsir töldu ráðherra skorta lagaheimild til að flytja stofnunina. Að lokum fór það svo að málið var sett á ís og sagði Sigurður Ingi að flutningur Fiskistofu yrði ekki keyrður í gegn á þessu ári. Í yfirlýsingu sinni segja þó starfsmenn stofnunarinnar þetta: „Sá varnagli var settur í lögin á óhefta heimild ráðherra til flutnings stofnana, að hyggist viðkomandi ráðherra nýta sér valdheimildir sínar, þá verður hann að gefa Alþingi skýrslu áður en ákvörðun þar um verður tekin. Sá böggull fylgir þó skammrifi í umræddri lagasmíð að „skýrsluákvæðið“ tekur ekki gildi fyrr en 1. september 2015. Það þýðir að ráðherra kann að álykta að hann geti farið óhindrað fram í flutningi Fiskistofu til Akureyrar, innan þess tíma, taki hann ákvörðun þar um. Ráðherra hefur með bréfi til starfsmanna Fiskistofu 13. maí sl. sagt: „Aðrir núverandi starfsmenn stofnunarinnar [aðrir en fiskistofustjóri] sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins.“ Vandséð er hvernig starfsemi stofnunarinnar verður háttað taki ráðherra ákvörðun um flutning hennar til Akureyrar, meðan flest allir núverandi starfsmenn starfa áfram á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn Fiskistofu skora á ráðherra að hverfa alfarið frá áformum sínum um fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. Það er mat starfsmanna Fiskistofu að ráðherra verði, hyggist hann nú taka ákvörðun um flutning Fiskistofu, að ígrunda vandlega ábendingar umboðsmanns Alþingis í áliti hans nr. 8181/2014 frá 22. apríl sl.“ Þá segir jafnframt í yfirlýsingunni að starfsmenn Fiskistofu hyggist mynda starfshóp „til að standa vörð um loforð ráðherra og vandaða stjórnsýsluhætti komi til flutnings höfuðstöðva Fiskistofu. Það er gert til að tryggja að staðið verði við yfirlýsingar ráðherra, varðandi réttmætar væntingar núverandi starfsmanna Fiskistofu, sem fram koma í bréfi hans 13. maí sl. Starfsmenn Fiskistofu ætla jafnframt með öllum ráðum að koma í veg fyrir að farið verði gegn fyrirheitum ráðherra, með þrýstingi eða sniðgöngu, um að núverandi starfsmenn stofnunarinnar hafi val um starfsstöð.“ Alþingi Tengdar fréttir Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun Nær öruggt er að höfuðstöðvar Fiskistofu verði fluttar til Akureyrar fyrir 1.júlí eins og stefnt var að. Margir Sjálfstæðismenn hafa heitið því að berjast gegn því að sjávarútvegsráðherra fái heimild fyrir að flytja stofnunina. 15. janúar 2015 19:45 Starfsfólk þarf ekki norður Stofnunin verður flutt engu að síður og nýjar höfuðstöðvar verða nyrðra. 14. maí 2015 10:30 Vaxandi ótti meðal opinberra starfsmanna Óljósar yfirlýsingar um að flytja eigi fleiri stofnanir, og þar með opinbera starfsmenn, valda verulegu óöryggi í þeirra röðum. 15. júlí 2014 12:44 „Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30 Starfsmenn Fiskistofu afhentu ráðuneytinu áskorun: „Svona gerir maður ekki“ Fólkið skorar á ráðherrann að hætta við að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. 1. desember 2014 13:03 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Starfsmenn Fiskistofu hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem breytingum á lögum um Stjórnarráð Íslands er mótmælt harðlega. Beinist gagnrýnin aðallega að því ákvæði laganna að ráðherra hafi óhefta heimild til flutnings á aðsetri ríkisstofnana. Það vakti mikla athygli síðastliðið haust þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu að flytja ætti stofnunina til Akureyrar nú í sumar. Mættu áform ráðherrans mikilli andstöðu starfsmönnum Fiskistofu auk þess sem ýmsir töldu ráðherra skorta lagaheimild til að flytja stofnunina. Að lokum fór það svo að málið var sett á ís og sagði Sigurður Ingi að flutningur Fiskistofu yrði ekki keyrður í gegn á þessu ári. Í yfirlýsingu sinni segja þó starfsmenn stofnunarinnar þetta: „Sá varnagli var settur í lögin á óhefta heimild ráðherra til flutnings stofnana, að hyggist viðkomandi ráðherra nýta sér valdheimildir sínar, þá verður hann að gefa Alþingi skýrslu áður en ákvörðun þar um verður tekin. Sá böggull fylgir þó skammrifi í umræddri lagasmíð að „skýrsluákvæðið“ tekur ekki gildi fyrr en 1. september 2015. Það þýðir að ráðherra kann að álykta að hann geti farið óhindrað fram í flutningi Fiskistofu til Akureyrar, innan þess tíma, taki hann ákvörðun þar um. Ráðherra hefur með bréfi til starfsmanna Fiskistofu 13. maí sl. sagt: „Aðrir núverandi starfsmenn stofnunarinnar [aðrir en fiskistofustjóri] sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins.“ Vandséð er hvernig starfsemi stofnunarinnar verður háttað taki ráðherra ákvörðun um flutning hennar til Akureyrar, meðan flest allir núverandi starfsmenn starfa áfram á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn Fiskistofu skora á ráðherra að hverfa alfarið frá áformum sínum um fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. Það er mat starfsmanna Fiskistofu að ráðherra verði, hyggist hann nú taka ákvörðun um flutning Fiskistofu, að ígrunda vandlega ábendingar umboðsmanns Alþingis í áliti hans nr. 8181/2014 frá 22. apríl sl.“ Þá segir jafnframt í yfirlýsingunni að starfsmenn Fiskistofu hyggist mynda starfshóp „til að standa vörð um loforð ráðherra og vandaða stjórnsýsluhætti komi til flutnings höfuðstöðva Fiskistofu. Það er gert til að tryggja að staðið verði við yfirlýsingar ráðherra, varðandi réttmætar væntingar núverandi starfsmanna Fiskistofu, sem fram koma í bréfi hans 13. maí sl. Starfsmenn Fiskistofu ætla jafnframt með öllum ráðum að koma í veg fyrir að farið verði gegn fyrirheitum ráðherra, með þrýstingi eða sniðgöngu, um að núverandi starfsmenn stofnunarinnar hafi val um starfsstöð.“
Alþingi Tengdar fréttir Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun Nær öruggt er að höfuðstöðvar Fiskistofu verði fluttar til Akureyrar fyrir 1.júlí eins og stefnt var að. Margir Sjálfstæðismenn hafa heitið því að berjast gegn því að sjávarútvegsráðherra fái heimild fyrir að flytja stofnunina. 15. janúar 2015 19:45 Starfsfólk þarf ekki norður Stofnunin verður flutt engu að síður og nýjar höfuðstöðvar verða nyrðra. 14. maí 2015 10:30 Vaxandi ótti meðal opinberra starfsmanna Óljósar yfirlýsingar um að flytja eigi fleiri stofnanir, og þar með opinbera starfsmenn, valda verulegu óöryggi í þeirra röðum. 15. júlí 2014 12:44 „Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30 Starfsmenn Fiskistofu afhentu ráðuneytinu áskorun: „Svona gerir maður ekki“ Fólkið skorar á ráðherrann að hætta við að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. 1. desember 2014 13:03 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun Nær öruggt er að höfuðstöðvar Fiskistofu verði fluttar til Akureyrar fyrir 1.júlí eins og stefnt var að. Margir Sjálfstæðismenn hafa heitið því að berjast gegn því að sjávarútvegsráðherra fái heimild fyrir að flytja stofnunina. 15. janúar 2015 19:45
Starfsfólk þarf ekki norður Stofnunin verður flutt engu að síður og nýjar höfuðstöðvar verða nyrðra. 14. maí 2015 10:30
Vaxandi ótti meðal opinberra starfsmanna Óljósar yfirlýsingar um að flytja eigi fleiri stofnanir, og þar með opinbera starfsmenn, valda verulegu óöryggi í þeirra röðum. 15. júlí 2014 12:44
„Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30
Starfsmenn Fiskistofu afhentu ráðuneytinu áskorun: „Svona gerir maður ekki“ Fólkið skorar á ráðherrann að hætta við að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. 1. desember 2014 13:03