Sorry, ég skil ekki stjórnmál Birgir Fannar skrifar 9. júlí 2015 16:20 Sama hvað ég hef reynt að skilja stjórnmál, þá einfaldlega tekst það ekki. Eitthvað mál kemur upp og ég les mér til um það en ég er engu nær. Tala nú ekki um ef það er einhver skandall, þá næ ég engan vegin að átta mig á því hvað málið snýst um. Ég les allar fréttir um málið en er engu nær um hversvegna málið er alvarlegt eða hvers vegna það skiptir máli. Því ég er alltaf að leita eftir ástæðu fyrir því að einhver sé á móti einhverju eða með einhverju en það virðist bara aldrei sjást. Svo les ég greinar um að þessi flokkur verði bara að gera þetta eða þessi flokkur hefði alls ekki átt að gera þetta. Það virðist aldrei skipta máli hvaða flokkur á í hlut, þeir eru alltaf að gera eitthvað kolrangt og þegar ég sé eitthvað svoleiðis vil ég forvitnast um hvað þeir gerðu rangt en viti menn, ég les um málið og veit ekkert frekar. Þegar ég les um eitthvað er voða gott að geta séð hvað vandamálið er og hversvegna einhver ber sig rangt og að það sé útskýrt greinilega. En það virðist bara aldrei geta verið fyllilega ljóst. Ég vissi aldrei almennilega um hvað lekamálið snérist, jú einhver gögn láku út og Hanna Birna hagaði sér eitthvað undarlega en ég vissi aldrei hver rótin var eða hversvegna þetta var svona mikið mál. Samt las ég fréttir af þessu statt og stöðugt en vissi samt aldrei hvað var málið. Svo þegar stjórnmálaumræðan fer að snúast um fjármál þá er mér endanlega lokið - eitthvað lækkaði um þetta mörg prósent eða hækkaði og ég er engu nær um hvaða áhrif það hefur á mig eða nokkurn annan. Svo reynir fréttatíminn að útskýra þetta með skífuritum og ég er engu nær. Rekst síðan á blogg þar sem einhver talar um hversvegna þessi hækkun átti alls ekki að gerast og allt er að fara í steik út af því og ég eftir sem áður er bara eitt stórt spurningamerki. Sem betur fer fyrir mig þá þarf ég ekkert að hafa vit á neinu af þessu þegar kemur að kosningum. Þá skyndilega birtast auðskiljanleg slagorð á hverju horni og þá skyndilega hef ég sterka skoðun á því hvern skal kjósa og hversvegna. Því það er allt lagt upp fyrir mig svo einfalt og skiljanlegt. Orð eins og heiðarleiki og velferð fara að sjást hvarvetna og ég kann vel við heiðarleika og vil að sjálfsögðu velferð. Bara góð og göfug gildi, hví ætti ég ekki að kjósa þau? Já, er ekki frábært að maður eins og ég sem skilur ekkert í stjórnmálum sé samt fyllilega hæfur til að kjósa hverjir eiga að vera í stjórn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Sama hvað ég hef reynt að skilja stjórnmál, þá einfaldlega tekst það ekki. Eitthvað mál kemur upp og ég les mér til um það en ég er engu nær. Tala nú ekki um ef það er einhver skandall, þá næ ég engan vegin að átta mig á því hvað málið snýst um. Ég les allar fréttir um málið en er engu nær um hversvegna málið er alvarlegt eða hvers vegna það skiptir máli. Því ég er alltaf að leita eftir ástæðu fyrir því að einhver sé á móti einhverju eða með einhverju en það virðist bara aldrei sjást. Svo les ég greinar um að þessi flokkur verði bara að gera þetta eða þessi flokkur hefði alls ekki átt að gera þetta. Það virðist aldrei skipta máli hvaða flokkur á í hlut, þeir eru alltaf að gera eitthvað kolrangt og þegar ég sé eitthvað svoleiðis vil ég forvitnast um hvað þeir gerðu rangt en viti menn, ég les um málið og veit ekkert frekar. Þegar ég les um eitthvað er voða gott að geta séð hvað vandamálið er og hversvegna einhver ber sig rangt og að það sé útskýrt greinilega. En það virðist bara aldrei geta verið fyllilega ljóst. Ég vissi aldrei almennilega um hvað lekamálið snérist, jú einhver gögn láku út og Hanna Birna hagaði sér eitthvað undarlega en ég vissi aldrei hver rótin var eða hversvegna þetta var svona mikið mál. Samt las ég fréttir af þessu statt og stöðugt en vissi samt aldrei hvað var málið. Svo þegar stjórnmálaumræðan fer að snúast um fjármál þá er mér endanlega lokið - eitthvað lækkaði um þetta mörg prósent eða hækkaði og ég er engu nær um hvaða áhrif það hefur á mig eða nokkurn annan. Svo reynir fréttatíminn að útskýra þetta með skífuritum og ég er engu nær. Rekst síðan á blogg þar sem einhver talar um hversvegna þessi hækkun átti alls ekki að gerast og allt er að fara í steik út af því og ég eftir sem áður er bara eitt stórt spurningamerki. Sem betur fer fyrir mig þá þarf ég ekkert að hafa vit á neinu af þessu þegar kemur að kosningum. Þá skyndilega birtast auðskiljanleg slagorð á hverju horni og þá skyndilega hef ég sterka skoðun á því hvern skal kjósa og hversvegna. Því það er allt lagt upp fyrir mig svo einfalt og skiljanlegt. Orð eins og heiðarleiki og velferð fara að sjást hvarvetna og ég kann vel við heiðarleika og vil að sjálfsögðu velferð. Bara góð og göfug gildi, hví ætti ég ekki að kjósa þau? Já, er ekki frábært að maður eins og ég sem skilur ekkert í stjórnmálum sé samt fyllilega hæfur til að kjósa hverjir eiga að vera í stjórn?
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun