Heimir Guðjóns: Leikurinn vinnst á smáum atriðum Anton Ingi Leifsson skrifar 20. júní 2015 19:30 Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni. vísir/vilhelm Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að leikurinn gegn Breiðabliki á morgun sé gífurlega mikilvægur leikur. Með sigri getur FH komið sér fjórum stigum frá Breiðabliki þegar níu umferðum er lokið. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í ljósi þess að ef við vinnum þá getum við aðeins skilið við Blikana," sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Hjörvar Hafliðason í Kaplakrika á morgun. „Ef við vinnum þá munar fjórum stigum og að sjálfsögðu viljum við gera það á okkar heimavelli, en við gerum okkur grein fyrir því að Blikaliði hefur verið að spila gífurlega vel. Þeir eru taplausir i deildinni og ég held að þetta verði hörkuleikur." FH hefur skorað langflest mörkin í Pepsi-deildinni þetta sumarið, en þeir hafa skorað nítján mörk í deildinni. Breiðablik og Valsmenn koma næst með fimmtán mörk. „Við þurfum alltaf að spila sóknarleik á heimavelli og munum gera það, en við þurfum líka að passa okkur og vera sterkir varnarlega." „Við höfum verið að fá aðeins of mikið af mörkum á okkur miðað við tímabilið í fyrra og Blikarnir eru með mjög sóknarþenkjandi lið. Við þurfum líka að vera klókir í varnarleiknum." „Við hefðum viljað halda hreinu oftar, en á móti kemur þá held ég að við höfum skorað átta mörkum meira í deildinni heldur en á sama tíma og í fyrra svo það er líka jákvætt," en hvað hefur vantað uppá í varnarleik FH? „Það sem hefur vantað uppá í varnarleiknum hjá okkur er það að allt liðið sé að vinna saman til að verjast, ekki bara einhverjir sjö til átta leikmenn og kannski stundum færri." Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson hafa myndað baneitrað teymi á vinstri kanti Breiðabliks, en hvernig ætlar Heimir að stöðva þá? „Við verðum örugglega með eitthvað plan á morgun. Þeir hafa verið hættulegir fram á við og svo hefur Arnþór Ari verið að koma þarna og aðstoða þá í sóknarleiknum. Við þurfum að loka á þá, en hvernig við gerum það kemur í ljós á morgun." Breiðablik spilaði í 120 mínútur gegn KA í bikarnum á fimmtudag, en þá duttu þeir úr leik eftir 1-0 tap. Heimir er ekki viss um að það muni hjálpa FH-ingum eitthvað. „Ég ætla að vona það, en ég held að það verði þannig að ef þeir trúa því þá gerir það það. En ef við höldum það, þá lendum við í veseni. Á endanum held ég að þetta komi ekki til með að skipta neinu máli." „Ég hef sagt það áður. Menn hafa verið að æfa í allan vetur og koma sér í form þá hljóta menn að þola smá álag," en hvar vinnst leikurinn? „Leikurinn vinnst á smáum atriðum," sagði Heimir að lokum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19:30. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að leikurinn gegn Breiðabliki á morgun sé gífurlega mikilvægur leikur. Með sigri getur FH komið sér fjórum stigum frá Breiðabliki þegar níu umferðum er lokið. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í ljósi þess að ef við vinnum þá getum við aðeins skilið við Blikana," sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Hjörvar Hafliðason í Kaplakrika á morgun. „Ef við vinnum þá munar fjórum stigum og að sjálfsögðu viljum við gera það á okkar heimavelli, en við gerum okkur grein fyrir því að Blikaliði hefur verið að spila gífurlega vel. Þeir eru taplausir i deildinni og ég held að þetta verði hörkuleikur." FH hefur skorað langflest mörkin í Pepsi-deildinni þetta sumarið, en þeir hafa skorað nítján mörk í deildinni. Breiðablik og Valsmenn koma næst með fimmtán mörk. „Við þurfum alltaf að spila sóknarleik á heimavelli og munum gera það, en við þurfum líka að passa okkur og vera sterkir varnarlega." „Við höfum verið að fá aðeins of mikið af mörkum á okkur miðað við tímabilið í fyrra og Blikarnir eru með mjög sóknarþenkjandi lið. Við þurfum líka að vera klókir í varnarleiknum." „Við hefðum viljað halda hreinu oftar, en á móti kemur þá held ég að við höfum skorað átta mörkum meira í deildinni heldur en á sama tíma og í fyrra svo það er líka jákvætt," en hvað hefur vantað uppá í varnarleik FH? „Það sem hefur vantað uppá í varnarleiknum hjá okkur er það að allt liðið sé að vinna saman til að verjast, ekki bara einhverjir sjö til átta leikmenn og kannski stundum færri." Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson hafa myndað baneitrað teymi á vinstri kanti Breiðabliks, en hvernig ætlar Heimir að stöðva þá? „Við verðum örugglega með eitthvað plan á morgun. Þeir hafa verið hættulegir fram á við og svo hefur Arnþór Ari verið að koma þarna og aðstoða þá í sóknarleiknum. Við þurfum að loka á þá, en hvernig við gerum það kemur í ljós á morgun." Breiðablik spilaði í 120 mínútur gegn KA í bikarnum á fimmtudag, en þá duttu þeir úr leik eftir 1-0 tap. Heimir er ekki viss um að það muni hjálpa FH-ingum eitthvað. „Ég ætla að vona það, en ég held að það verði þannig að ef þeir trúa því þá gerir það það. En ef við höldum það, þá lendum við í veseni. Á endanum held ég að þetta komi ekki til með að skipta neinu máli." „Ég hef sagt það áður. Menn hafa verið að æfa í allan vetur og koma sér í form þá hljóta menn að þola smá álag," en hvar vinnst leikurinn? „Leikurinn vinnst á smáum atriðum," sagði Heimir að lokum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19:30.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti