Klukkan tifar á skuldavanda Grikkja 21. júní 2015 16:37 Vísir/EPa Louka Katseli, bankastjóri Landsbanka Grikklands, stærsta banka landsins, segir að það yrði „brjálæði“ ef grísk stjórnvöld kæmust ekki að samkomulagi við lánardrottna sína um skuldavanda landsins. Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tipras, gengur til fundar við ráðamenn 18 annarra Evrópuríkja í Brussel en þar hefur verið boðað til neyðarfundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um skuldavanda Grikklands. Grikkir eiga að standa skil á 1,6 milljarða evra afborgun af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir lok mánaðarins. Til þess að geta það verða þeir að fá frekari neyðarlán.Katseli sagði þó að henni þætti ekki líklegt að Grikkir lentu í greiðslufalli en að ástandið væri samt grafalvarlegt og allar líkur væru á að það myndi versna enn frekar. Ummælin hennar koma í kjölfar sáttatillögu forsætisráðherrans sem hann lagði fram í símtali við Þýskalandskanslara Angelu Merkel og forseta Frakklands Francois Hollande sem og Jean-Claude Junker.Louka Katseli, bankastjórivísir/EPA„Forsætisráðherrann kynnti leiðtogunum þremur tillögur Grikklands sem eru öllum til heilla og hægja ekki á úrvinnslu vandans,“ sagði forsætisráðherra Tsipras í tilkynningu af því tilefni. „Ég tel að heilbrigð skynsemi muni verða ofan á og að samkomulag náist, vegna þess að ég get ekki séð af hverju félagar okkar og kröfuhafar grískra stjórnvalda ættu ekki að geta mótað lausn,“ sagði bankastjórinn Kasteli í samtali við erlenda fjölmiðla. Hún sagði að ef Grikkir þyrftu að segja skilið við evruna og ef ríkið yrði lýst gjaldþrota, þá myndu fjárfestar strax gera áhlaup á næstveikasta hagkerfið á evrusvæðinu eða jafnvel sjálfa evruna. Hagfræðingar óttast að Grikkir neyðist til að ganga úr evrusamstarfinu, geti þeir ekki greitt lánið til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir 30. júní næstkomandi. Grikkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Louka Katseli, bankastjóri Landsbanka Grikklands, stærsta banka landsins, segir að það yrði „brjálæði“ ef grísk stjórnvöld kæmust ekki að samkomulagi við lánardrottna sína um skuldavanda landsins. Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tipras, gengur til fundar við ráðamenn 18 annarra Evrópuríkja í Brussel en þar hefur verið boðað til neyðarfundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um skuldavanda Grikklands. Grikkir eiga að standa skil á 1,6 milljarða evra afborgun af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir lok mánaðarins. Til þess að geta það verða þeir að fá frekari neyðarlán.Katseli sagði þó að henni þætti ekki líklegt að Grikkir lentu í greiðslufalli en að ástandið væri samt grafalvarlegt og allar líkur væru á að það myndi versna enn frekar. Ummælin hennar koma í kjölfar sáttatillögu forsætisráðherrans sem hann lagði fram í símtali við Þýskalandskanslara Angelu Merkel og forseta Frakklands Francois Hollande sem og Jean-Claude Junker.Louka Katseli, bankastjórivísir/EPA„Forsætisráðherrann kynnti leiðtogunum þremur tillögur Grikklands sem eru öllum til heilla og hægja ekki á úrvinnslu vandans,“ sagði forsætisráðherra Tsipras í tilkynningu af því tilefni. „Ég tel að heilbrigð skynsemi muni verða ofan á og að samkomulag náist, vegna þess að ég get ekki séð af hverju félagar okkar og kröfuhafar grískra stjórnvalda ættu ekki að geta mótað lausn,“ sagði bankastjórinn Kasteli í samtali við erlenda fjölmiðla. Hún sagði að ef Grikkir þyrftu að segja skilið við evruna og ef ríkið yrði lýst gjaldþrota, þá myndu fjárfestar strax gera áhlaup á næstveikasta hagkerfið á evrusvæðinu eða jafnvel sjálfa evruna. Hagfræðingar óttast að Grikkir neyðist til að ganga úr evrusamstarfinu, geti þeir ekki greitt lánið til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir 30. júní næstkomandi.
Grikkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira