Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Leiknir - Fylkir 1-1 | Leiknismenn jöfnuðu undir lokin Stefán Árni Pálsson á Leiknisvelli skrifar 22. júní 2015 21:00 Kristján Páll Jónsson og félagar í Leikni náðu í stig í stig í kvöld. vísir/vilhelm Leiknismenn og Fylkismenn gerðu 1-1 jafntefli í gríðarlega mikilvægan leik í Breiðholtinu í kvöld en leikurinn var í 9. umferð Pepsi-deild karla. Albert Brynjar Ingason gerði eina mark Fylkis í leiknum og Ólafur Hrannar Kristjánsson eina mark Leiknis. Leikurinn hófst mjög svo rólega. Liðin byrjuðu bæði mjög ákveðið og var mikil harka í leiknum. Sóknarleikur þeirra beggja var aftur á móti lélegur og ómarkviss. Fylkismenn voru kannski ívið skárri en Leiknismenn fengu samt sem áður eitt gott færi í hálfleiknum. Það er skemmst frá því að segja að staðan var 0-0 í hálfleik. Fylkismenn voru ákveðnari í upphafi síðari hálfleiksins og ætluðu sér greinilega að skora mark sem fyrst. Spilið gekk samt sem áður ekki upp og voru gestirnir í vandræðum með að komast í ákjósanleg færi. Það var síðan um stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar Stefán Ragnar Guðlaugsson, leikmaður Fylkis, kastaði boltanum úr innkasti inn í vítateig Leiknis. Þaðan rataði hann á ennið á Alberti Brynjari Ingasyni sem stýrði honum í netið. Fylkismenn komnir yfir og með tök á leiknum. Leiknismenn neituðu að gefast upp og byrjuðu að pressa. Þegar komið var á lokamínútur leiksins fengu heimamenn horspyrnu og náði að jafna metin með skallamarki frá Ólafi Hrannari Kristjánssyni. Mikið einbeitingarleysi hjá Fylkismönnum sem misstu unninn leik niður í jafntefli. Freyr: Allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleikVísir„Maður verður að vera sáttur úr því að við lentum 1-0 undir og lítið eftir,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, eftir leikinn. „Við sýnum mikinn karakter að koma til baka og jafna leikinn og ná í þetta mikilvæga stig. Mér fannst kraftur í mínu liði heilt yfir í síðari hálfleiknum.“ Freyr segist hafa breytt leikfyrirkomulaginu í hálfleik. „Uppleggið um að leyfa þeim ekki að vera með boltann og spila lápressu misheppnaðist bara. Við breyttum bara í hálfleik og þá var allt annað að sjá til liðsins.“ Ásmundur: Þetta er einbeitingarleysi eða athyglisbresturÁsmundur Arnarson er þjálfari Fylkis.vísir/daníel„Þetta eru klárlega tvö töpuð stig hjá okkur,“ segir Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Þetta eru mikil vonbrigði, og sérstaklega útaf því að við vorum betri aðilinn í leiknum heilt yfir. Við áttum oft fína spilkafla og sköpuðum fína tækifæri.“ Ásmundur segir að liðið hafi ekki fengið mörg færi á sig. „Ég er mjög ósáttur við það hvernig við fáum á okkur þetta mark. Þetta er saga okkar í sumar, við höfum haft fín undirtök í leikjum í sumar en síðan koma þessi augnabliks einbeitingarleysi eða athyglisbrestur inn í liðið og það hefur kostað okkur stig.“ Albert: Ég er ekki enn búinn að jafna mig á þessuAlbert Brynjar skorar fyrsta mark sitt í deildinni í sumar á móti Breiðabliki.vísir/stefán„Ég er bara mjög súr eftir þennan leik og ég er bara ekki búinn að ná mér,“ segir Albert Brynjar Ingason, markaskorari Fylkis, eftir leikinn. „Við erum ekki að halda einbeitingu og það er búið að vanta hjá okkur síðustu vikur. Við ræddum þetta sérstaklega fyrir leik, og sérstaklega í þessum föstu leikatriðum.“ Albert segir að þetta sé það sem skilji að góð lið og lið sem eru örlítið slakari, það sé einbeiting. Albert skoraði mark úr skalla og fékk stoðsendingu beint úr innkasti. „Ég hef held ég skorað þrjú mörk af þessu tagi síðan ég kom aftur í Fylki. Við þurfum að fara safna fleiri stigum, þetta er bara ekki nægilega gott hjá okkur.“ Ólafur Hrannar: Lögðum allt í það að jafna„Þetta var bara góð hornspyrna frá Hilmari og ég tók hlaupið á nærstöngina,“ segir Ólafur Hrannar Kristjánsson, hetja Leiknis, en hann jafnaði metin undir lok leiksins. „Þegar maður fær svona frábæra sendingu þá er erfitt að skora ekki. Við lögðum allt í það að jafna leikinn þegar við lentum undir og náðum að troða því inn á lokamínútunum.“ Hann segir að liðið sætti sig við stigið úr því sem komið var. „Við getum spilað betur, menn voru tilbúnir í leikinn en það var eitthvað sem var ekki að virka hjá okkur í kvöld.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Leiknismenn og Fylkismenn gerðu 1-1 jafntefli í gríðarlega mikilvægan leik í Breiðholtinu í kvöld en leikurinn var í 9. umferð Pepsi-deild karla. Albert Brynjar Ingason gerði eina mark Fylkis í leiknum og Ólafur Hrannar Kristjánsson eina mark Leiknis. Leikurinn hófst mjög svo rólega. Liðin byrjuðu bæði mjög ákveðið og var mikil harka í leiknum. Sóknarleikur þeirra beggja var aftur á móti lélegur og ómarkviss. Fylkismenn voru kannski ívið skárri en Leiknismenn fengu samt sem áður eitt gott færi í hálfleiknum. Það er skemmst frá því að segja að staðan var 0-0 í hálfleik. Fylkismenn voru ákveðnari í upphafi síðari hálfleiksins og ætluðu sér greinilega að skora mark sem fyrst. Spilið gekk samt sem áður ekki upp og voru gestirnir í vandræðum með að komast í ákjósanleg færi. Það var síðan um stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar Stefán Ragnar Guðlaugsson, leikmaður Fylkis, kastaði boltanum úr innkasti inn í vítateig Leiknis. Þaðan rataði hann á ennið á Alberti Brynjari Ingasyni sem stýrði honum í netið. Fylkismenn komnir yfir og með tök á leiknum. Leiknismenn neituðu að gefast upp og byrjuðu að pressa. Þegar komið var á lokamínútur leiksins fengu heimamenn horspyrnu og náði að jafna metin með skallamarki frá Ólafi Hrannari Kristjánssyni. Mikið einbeitingarleysi hjá Fylkismönnum sem misstu unninn leik niður í jafntefli. Freyr: Allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleikVísir„Maður verður að vera sáttur úr því að við lentum 1-0 undir og lítið eftir,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, eftir leikinn. „Við sýnum mikinn karakter að koma til baka og jafna leikinn og ná í þetta mikilvæga stig. Mér fannst kraftur í mínu liði heilt yfir í síðari hálfleiknum.“ Freyr segist hafa breytt leikfyrirkomulaginu í hálfleik. „Uppleggið um að leyfa þeim ekki að vera með boltann og spila lápressu misheppnaðist bara. Við breyttum bara í hálfleik og þá var allt annað að sjá til liðsins.“ Ásmundur: Þetta er einbeitingarleysi eða athyglisbresturÁsmundur Arnarson er þjálfari Fylkis.vísir/daníel„Þetta eru klárlega tvö töpuð stig hjá okkur,“ segir Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Þetta eru mikil vonbrigði, og sérstaklega útaf því að við vorum betri aðilinn í leiknum heilt yfir. Við áttum oft fína spilkafla og sköpuðum fína tækifæri.“ Ásmundur segir að liðið hafi ekki fengið mörg færi á sig. „Ég er mjög ósáttur við það hvernig við fáum á okkur þetta mark. Þetta er saga okkar í sumar, við höfum haft fín undirtök í leikjum í sumar en síðan koma þessi augnabliks einbeitingarleysi eða athyglisbrestur inn í liðið og það hefur kostað okkur stig.“ Albert: Ég er ekki enn búinn að jafna mig á þessuAlbert Brynjar skorar fyrsta mark sitt í deildinni í sumar á móti Breiðabliki.vísir/stefán„Ég er bara mjög súr eftir þennan leik og ég er bara ekki búinn að ná mér,“ segir Albert Brynjar Ingason, markaskorari Fylkis, eftir leikinn. „Við erum ekki að halda einbeitingu og það er búið að vanta hjá okkur síðustu vikur. Við ræddum þetta sérstaklega fyrir leik, og sérstaklega í þessum föstu leikatriðum.“ Albert segir að þetta sé það sem skilji að góð lið og lið sem eru örlítið slakari, það sé einbeiting. Albert skoraði mark úr skalla og fékk stoðsendingu beint úr innkasti. „Ég hef held ég skorað þrjú mörk af þessu tagi síðan ég kom aftur í Fylki. Við þurfum að fara safna fleiri stigum, þetta er bara ekki nægilega gott hjá okkur.“ Ólafur Hrannar: Lögðum allt í það að jafna„Þetta var bara góð hornspyrna frá Hilmari og ég tók hlaupið á nærstöngina,“ segir Ólafur Hrannar Kristjánsson, hetja Leiknis, en hann jafnaði metin undir lok leiksins. „Þegar maður fær svona frábæra sendingu þá er erfitt að skora ekki. Við lögðum allt í það að jafna leikinn þegar við lentum undir og náðum að troða því inn á lokamínútunum.“ Hann segir að liðið sætti sig við stigið úr því sem komið var. „Við getum spilað betur, menn voru tilbúnir í leikinn en það var eitthvað sem var ekki að virka hjá okkur í kvöld.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira