Tryggvi Guðmundsson hefur ekki verið rekinn úr starfi sínu sem aðstoðarþjálfari hjá ÍBV eins og fullyrt var á vef 433.is í dag.
Þetta staðfestu Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, og Hjálmar Jónsson framkvæmdastjóri í samtali við Vísi í kvöld.
„Fréttin er bara röng. Hann tilkynnti veikindi í morgun og það er betra að hafa hann ekki veikan í kringum liðið,“ sagði Óskar Örn við Vísi.
ÍBV vann Breiðablik í dag, 2-0, en Ingi Sigurðsson stýrði liðinu einn í fjarveru Tryggva. Þeir hafa undirbúið liðið fyrir leikinn eftir að Jóhannes Þór Harðarson, þjálfari liðsins, þurfti að taka sér leyfi vegna veikinda í fjölskyldu hans.
ÍBV: Tryggvi var ekki rekinn

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 2-0 | Fyrsta tap Blika kom í Eyjum | Sjáðu mörkin
ÍBV er í fallsæti og tekur á móti öflugu liði Breiðabliks sem fer á toppinn, um stundarsakir að minnsta kosti, með sigri.