Klikkuð þjóð? Marta Eiríksdóttir skrifar 12. júní 2015 09:01 Alltaf svo forvitnilegt að hlusta á útlendinga tala um okkur Íslendinga. Ég var með þremur erlendum konum í klefa á leiðinni með Norrænu til Íslands í vikunni og þær höfðu eftirfarandi að segja. Þessi þýska sem hafði ferðast ótalsinnum hingað er orðin verulega áhyggjufull vegna fjölda ferðamanna í náttúru landsins okkar, uppáhaldsnáttúru hennar, svo hrá og tær og falleg náttúra Íslands en núna eru Íslendingar á hraðri leið aftur inn í eitthvað „grípum gæsina" tímabil. Þeir voru aðeins auðmjúkari 2008 í hruninu en núna á allt að seljast! Náttúran virðist léttvæg skiptimynt. Hreint loft? Bara fínt, nei nei bara nota hana, níðast á henni og þéna á henni. Setja upp fleiri spúandi verksmiðjur, bara fínt, gerir ekkert til, alltaf rok hérna sem hreinsar loftið hvort eð er. Eldgos? Bara fínt, dregur að fleiri erlenda ferðamenn. Dauðar kindur og lömb vegna hugsanlegrar eitrunar af völdum Holuhrauns? Minna lambakjöt? Hey hvaða mórall er þetta, verum jákvæð! Þessi breska sagði að við fólkið værum rannsóknarefni en hún elskar landið. Það fer samt stundum í taugarnar á henni hvað fólkið er hvatvíst og klikkað. Það fattar ekki verðmætin í hreinni náttúru landsins. Íbúar landsins jaðra við að vera einfaldir, fólkið skipuleggur sig lítið, horfir lítið til framtíðar eða spáir í afleiðingar gjörða sinna. Þetta reddast hugarfar Íslendinga er ofnotað! Gullin náttúran má þola gamaldags hugsunarhátt yfirvalda, þegar reistar eru loftmengandi verksmiðjur í fallegu landinu.Taumlaus ferðamennska Ferðamennskan er taumlaus.Fyrst búa Íslendingar til brjálaða markaðsherferð um Ísland og hamra svoleiðis í útlöndum um að allir eigi að koma til landsins, stjórnlaus herferð og ekkert hugsað fram á við eða spáð í hugsanlegar afleiðingar þess að svo margir komi til landsins og yfirfylli viðkvæma náttúru Íslands. Svo núna þegar uppskeran er að skila sér og ferðamenn flæða yfir landið, þá svona nenna Íslendingar þessu ekki alveg. Þeir vildu ekki fá alveg svona svakalega marga túrista hingað og eru jafnvel orðnir pirraðir á þessum útlendingum alls staðar. Fullar rútur af fólki, fullar sundlaugar af útlendingum. Jafnvel leynilegar ókeypis sundlaugar landans eru einnig yfirfullar því Íslendingar skrifuðu heilu bækurnar þar sem þeir sögðu frá öllum földum gersemum landans í náttúrunni. Allt átti að opinbera! Ókei ókei brosum því við erum nú að græða á öllum þessum fjölda þegar upp er staðið! Íslendingar þurfa líklega fyrst fara sömu leið og fíklarnir. Sökkva niður á harða kalda botninn. Missa allt úr höndum sér, eiga ekkert eftir þegar þeir uppgötva hvað þeir voru ríkir einu sinni þegar þeir áttu allt, saklausa fallega náttúru. Hreint og tært loft. Þegar þeir voru bara fáir, voru bara þeir sjálfir. Nutu þess að ferðast heima á landinu sínu. Tóku á móti gestum í rólegheitum án þess að sjá þá sem hugsanlegan gróða heldur sem fólk sem gaman var að fá í heimsókn. Já líklega þarf fyrst að tapa öllu til að fatta að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Alltaf svo forvitnilegt að hlusta á útlendinga tala um okkur Íslendinga. Ég var með þremur erlendum konum í klefa á leiðinni með Norrænu til Íslands í vikunni og þær höfðu eftirfarandi að segja. Þessi þýska sem hafði ferðast ótalsinnum hingað er orðin verulega áhyggjufull vegna fjölda ferðamanna í náttúru landsins okkar, uppáhaldsnáttúru hennar, svo hrá og tær og falleg náttúra Íslands en núna eru Íslendingar á hraðri leið aftur inn í eitthvað „grípum gæsina" tímabil. Þeir voru aðeins auðmjúkari 2008 í hruninu en núna á allt að seljast! Náttúran virðist léttvæg skiptimynt. Hreint loft? Bara fínt, nei nei bara nota hana, níðast á henni og þéna á henni. Setja upp fleiri spúandi verksmiðjur, bara fínt, gerir ekkert til, alltaf rok hérna sem hreinsar loftið hvort eð er. Eldgos? Bara fínt, dregur að fleiri erlenda ferðamenn. Dauðar kindur og lömb vegna hugsanlegrar eitrunar af völdum Holuhrauns? Minna lambakjöt? Hey hvaða mórall er þetta, verum jákvæð! Þessi breska sagði að við fólkið værum rannsóknarefni en hún elskar landið. Það fer samt stundum í taugarnar á henni hvað fólkið er hvatvíst og klikkað. Það fattar ekki verðmætin í hreinni náttúru landsins. Íbúar landsins jaðra við að vera einfaldir, fólkið skipuleggur sig lítið, horfir lítið til framtíðar eða spáir í afleiðingar gjörða sinna. Þetta reddast hugarfar Íslendinga er ofnotað! Gullin náttúran má þola gamaldags hugsunarhátt yfirvalda, þegar reistar eru loftmengandi verksmiðjur í fallegu landinu.Taumlaus ferðamennska Ferðamennskan er taumlaus.Fyrst búa Íslendingar til brjálaða markaðsherferð um Ísland og hamra svoleiðis í útlöndum um að allir eigi að koma til landsins, stjórnlaus herferð og ekkert hugsað fram á við eða spáð í hugsanlegar afleiðingar þess að svo margir komi til landsins og yfirfylli viðkvæma náttúru Íslands. Svo núna þegar uppskeran er að skila sér og ferðamenn flæða yfir landið, þá svona nenna Íslendingar þessu ekki alveg. Þeir vildu ekki fá alveg svona svakalega marga túrista hingað og eru jafnvel orðnir pirraðir á þessum útlendingum alls staðar. Fullar rútur af fólki, fullar sundlaugar af útlendingum. Jafnvel leynilegar ókeypis sundlaugar landans eru einnig yfirfullar því Íslendingar skrifuðu heilu bækurnar þar sem þeir sögðu frá öllum földum gersemum landans í náttúrunni. Allt átti að opinbera! Ókei ókei brosum því við erum nú að græða á öllum þessum fjölda þegar upp er staðið! Íslendingar þurfa líklega fyrst fara sömu leið og fíklarnir. Sökkva niður á harða kalda botninn. Missa allt úr höndum sér, eiga ekkert eftir þegar þeir uppgötva hvað þeir voru ríkir einu sinni þegar þeir áttu allt, saklausa fallega náttúru. Hreint og tært loft. Þegar þeir voru bara fáir, voru bara þeir sjálfir. Nutu þess að ferðast heima á landinu sínu. Tóku á móti gestum í rólegheitum án þess að sjá þá sem hugsanlegan gróða heldur sem fólk sem gaman var að fá í heimsókn. Já líklega þarf fyrst að tapa öllu til að fatta að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun