Guðmundur Guðmundsson: Ég vil helst sleppa við að mæta Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2015 11:00 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins. Vísir/Getty Íslenska handboltalandsliðið verður í pottinum í hádeginu í dag þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Póllandi í byrjun næsta árs. Íslenska landsliðið er í öðrum styrkleikaflokki og getur ekki lent í riðli með Póllandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, er einn af þremur íslenskum þjálfurum sem stýra liði á mótinu og Politiken spurði Guðmund um óskir hans fyrir dráttinn. „Ég vil orða þetta þannig: Ég vil helst sleppa við að mæta löndum mínum frá Íslandi sem eru í öðrum styrkleikaflokki. Annars er mér nokkuð sama um hvernig þetta fer," sagði Guðmundur í viðtalinu við Politiken. Guðmundur hefði væntanlega ekkert á móti því heldur að sleppa við það að mæta Spánverjum og Frökkum áður en kemur að úrslitahelginni. „Það er nú bara þannig að það er mjög jöfn og öflug lið í Evrópukeppninni. Besta handboltalandslið í heimi kemur frá Evrópu og það er enginn léttur andstæðingur í keppninni. Allir geta spilað vel á sínum góða degi. Ég er því heiðarlegur þegar ég segi að ég eigi enga óskamótherja og engar óskir nema að sleppa við Ísland," sagði Guðmundur. Danir eru í efsta styrkleikaflokki og munu spila heimaleiki sína í Gdansk nyrst í Póllandi. Danska liðið verður ekki með Frakklandi, Spáni eða Króatíu í riðli en gæti mætt einu þeirra í milliriðlinum. Þetta verður annað stórmót danska handboltalandsliðsins undir stjórn Guðmundar en liðið endaði í 5. sæti á HM í Katar í janúar sem var slakasti árangur danska liðsins á HM í áratug. Danska liðið hefur spilað til úrslita á síðustu tveimur Evrópumótum, varð Evrópumeistari á EM í Serbíu 2012 og varði í öðru sæti á heimavelli á EM 2014. EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland gæti lent með Gumma og Degi í riðli Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM í Póllandi á næsta ári. 15. júní 2015 08:26 Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34 Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40 Svona kemst Ísland á ÓL í Ríó EM í Póllandi er síðasti möguleiki Íslands til að komast á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. 15. júní 2015 09:20 Ísland meðal fastagesta á EM Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér um helgina sæti á Evrópumótinu í handbolta með flottum tólf marka sigri á Svartfellingum í Höllinni og handboltaliðið kom Íslandi um leið í fámennan hóp handboltarisa álfunnar á þessari öld. 16. júní 2015 06:30 Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið verður í pottinum í hádeginu í dag þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Póllandi í byrjun næsta árs. Íslenska landsliðið er í öðrum styrkleikaflokki og getur ekki lent í riðli með Póllandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, er einn af þremur íslenskum þjálfurum sem stýra liði á mótinu og Politiken spurði Guðmund um óskir hans fyrir dráttinn. „Ég vil orða þetta þannig: Ég vil helst sleppa við að mæta löndum mínum frá Íslandi sem eru í öðrum styrkleikaflokki. Annars er mér nokkuð sama um hvernig þetta fer," sagði Guðmundur í viðtalinu við Politiken. Guðmundur hefði væntanlega ekkert á móti því heldur að sleppa við það að mæta Spánverjum og Frökkum áður en kemur að úrslitahelginni. „Það er nú bara þannig að það er mjög jöfn og öflug lið í Evrópukeppninni. Besta handboltalandslið í heimi kemur frá Evrópu og það er enginn léttur andstæðingur í keppninni. Allir geta spilað vel á sínum góða degi. Ég er því heiðarlegur þegar ég segi að ég eigi enga óskamótherja og engar óskir nema að sleppa við Ísland," sagði Guðmundur. Danir eru í efsta styrkleikaflokki og munu spila heimaleiki sína í Gdansk nyrst í Póllandi. Danska liðið verður ekki með Frakklandi, Spáni eða Króatíu í riðli en gæti mætt einu þeirra í milliriðlinum. Þetta verður annað stórmót danska handboltalandsliðsins undir stjórn Guðmundar en liðið endaði í 5. sæti á HM í Katar í janúar sem var slakasti árangur danska liðsins á HM í áratug. Danska liðið hefur spilað til úrslita á síðustu tveimur Evrópumótum, varð Evrópumeistari á EM í Serbíu 2012 og varði í öðru sæti á heimavelli á EM 2014.
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland gæti lent með Gumma og Degi í riðli Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM í Póllandi á næsta ári. 15. júní 2015 08:26 Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34 Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40 Svona kemst Ísland á ÓL í Ríó EM í Póllandi er síðasti möguleiki Íslands til að komast á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. 15. júní 2015 09:20 Ísland meðal fastagesta á EM Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér um helgina sæti á Evrópumótinu í handbolta með flottum tólf marka sigri á Svartfellingum í Höllinni og handboltaliðið kom Íslandi um leið í fámennan hóp handboltarisa álfunnar á þessari öld. 16. júní 2015 06:30 Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Sjá meira
Ísland gæti lent með Gumma og Degi í riðli Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM í Póllandi á næsta ári. 15. júní 2015 08:26
Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34
Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40
Svona kemst Ísland á ÓL í Ríó EM í Póllandi er síðasti möguleiki Íslands til að komast á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. 15. júní 2015 09:20
Ísland meðal fastagesta á EM Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér um helgina sæti á Evrópumótinu í handbolta með flottum tólf marka sigri á Svartfellingum í Höllinni og handboltaliðið kom Íslandi um leið í fámennan hóp handboltarisa álfunnar á þessari öld. 16. júní 2015 06:30
Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07