Erlent

Henti óvart verðmætri Appletölvu

Samúel Karl Ólason skrifar
Tölvan er af gerðinni Apple 1 og er ein af um 200 eintökum sem Steve Jobs, Steve Wozniak og Ron Wayne, stofnendur Apple, settu saman árið 1976.
Tölvan er af gerðinni Apple 1 og er ein af um 200 eintökum sem Steve Jobs, Steve Wozniak og Ron Wayne, stofnendur Apple, settu saman árið 1976. Vísir/AFP
Starfsmenn endurvinnslustöðvar í Kaliforníu leita nú að konu sem henti óvart 200 þúsund dala virði Apple tölvu. (Um 27 milljónir króna) Tölvan er af gerðinni Apple 1 og er ein af um 200 eintökum sem Steve Jobs, Steve Wozniak og Ron Wayne, stofnendur Apple, settu saman árið 1976. Hún telst mjög verðmætur safngripur.

Konan sem var að taka til í bílskúr sínum eftir að eiginmaður hennar féll frá og sendi tölvuna í endurvinnsluna í kassa.

Endurvinnslufyrirtækið seldi tölvuna á 200 þúsund dali, en það skilar upprunalegum eigendum helmingi af því verðmæti sem fæst fyrir það sem selst. Því leitar fyrirtækið nú að konunni, sem skildi ekki eftir nafn né heimilisfang.

Í samtali við fjölmiðla í Bandaríkjunum segir forstjóri endurvinnslufyrirtækisins að hann muni hvernig konan líti út og biður hana um að koma aftur til þeirra og þeir muni láta hana fá 13,5 milljón krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×