Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Fjölnir 0-3 | Skagamenn áttu ekki séns Stefán Árni Pálsson á Norðurálsvelli skrifar 3. júní 2015 14:42 Ólafur Páll Snorrason er spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis. vísir/vilhelm Fjölnir komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins með sigri á Skagamönnum, 3-0, upp á Skipaskaga í kvöld. Fjölnir gerði tvö mörk í fyrri hálfleik. Aron Sigurðarson gerði tvö mörk í leiknum. Fjölnismenn byrjuðu leikinn mikið mun betur og voru sérstaklega ákveðnir alveg frá fyrstu mínútum. Skagamenn réðu ekkert við Aron Sigurðarson á vinstri kantinum og lék hann ítrekað á heimamenn. Fjölnismenn voru því ekki lengi að komast yfir en fyrsta mark leiksins kom eftir tæplega korters leik. Þar var að verki Mark Charles Magee sem stýrði boltanum laglega framhjá Páli Gísla í marki ÍA. Þórir Guðjónsson lagði boltann laglega fyrir Charles með höfðinu. Aðeins nokkrum mínútum síðar var Aron Sigurðarson mættur og skoraði hann annað mark Fjölnis. Staðan var orðin 2-0 eftir tuttugu mínútna leik og Fjölnismenn einfaldlega í ruglinu. Fjölnismenn voru mikið betri í fyrri hálfleiknum og í raun merkilegt að staðan hafi bara verið 2-0 í hálfleik. Liðið fékk heldur betur færin til að skora fleiri. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum og bæði lið gjörsamlega óðu í færum. Boltinn fór nokkrum sinnum í tréverkið en inn vildi hann ekki. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, gerði breytingar á sínu liði en þær tókust einfaldlega ekki sem skildi. Skagamenn áttu í raun aldrei séns í þennan leik. Aron Sigurðarson var aftur á ferðinni rétt fyrir leikslok og gerði sitt annað mark í leiknum. Hann var magnaður í kvöld. Leiknum lauk því með öruggum 3-0 sigri Fjölnis og verða þeir í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. Ólafur Páll: Við ætlum okkur langt í þessari keppniÓlafur Páll í leik með Fjölni í sumar.„Við gerðum ekki alveg ráð fyrir því að vinna Akranes 3-0 og erum mjög sáttir með sigurinn,“ segir Ólafur Páll Snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, eftir leikinn. Ólafur var samt sem áður utan hóps í kvöld. Emil Pálsson var ekki í hóp vegna meiðsla og Gunnar Már Guðmundsson og Þórir Guðjónsson fóru báðir útaf í hálfleik vegna meiðsla. „Við vorum búnir að skipuleggja það að taka Þórir útaf í hálfleik, það er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Stjörnunni um helgina og við viljum halda honum heilum. Emil er búinn að vera tæpur og við ákváðum að hvíla hann, sem og mig.“ Fjölnir hefur í gegnum tíðina verið nokkuð bikarlið og ekki er langt síðan að liðið komst alla leið í bikarúrslitaleikinn. „Við ætlum okkur langt í þessari keppni. Fjölnir hefur tvisvar farið í úrslitaleikinn og þá myndaðist gríðarleg stemning og við viljum finna það aftur.“ Gunnlaugur: Það er komið örlítið stress í hópinnGunnlaugur Jónsson.vísir/ernir„Ég er gríðarlega óhress með mannskapinn og mitt lið,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir ósigurinn í kvöld. „Við erum bara ekki klárir þegar leikurinn hefst og við þurftum að lenda 2-0 undir til þess að vakna og það er bara óásættanlegt. Sérstaklega eftir tap á móti þessu sama liði á sunnudaginn, það er ekki lengra síðan.“ Gunnlaugur vildi ekki ræða gang leiksins við sína leikmenn inn í klefa og mun bíða með það til morguns. „Maður getur bara sagt eitthvað sem maður sér eftir, svona stuttu eftir leik. Það er ljóst að liðið hefur núna tapað fjórum leikjum í röð og það er ekki ásættanlegt.“ Skagamenn mæta Fylki í næstu umferð Pepsi-deildarinnar en er komið stress í hópinn? „Já, það örlar á örlitlu stressi í hópnum, það er ekki hægt að neita því. Við erum ekki jafn öryggir og í fyrstu leikjunum. Þetta eru fjórir tapleikir í röð, það er brekka sem við erum í og getum ekki lokað augunum fyrir þeirri staðreynd. Við þurfum að finna einhver ráð til að koma mönnum upp á tærnar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Fjölnir komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins með sigri á Skagamönnum, 3-0, upp á Skipaskaga í kvöld. Fjölnir gerði tvö mörk í fyrri hálfleik. Aron Sigurðarson gerði tvö mörk í leiknum. Fjölnismenn byrjuðu leikinn mikið mun betur og voru sérstaklega ákveðnir alveg frá fyrstu mínútum. Skagamenn réðu ekkert við Aron Sigurðarson á vinstri kantinum og lék hann ítrekað á heimamenn. Fjölnismenn voru því ekki lengi að komast yfir en fyrsta mark leiksins kom eftir tæplega korters leik. Þar var að verki Mark Charles Magee sem stýrði boltanum laglega framhjá Páli Gísla í marki ÍA. Þórir Guðjónsson lagði boltann laglega fyrir Charles með höfðinu. Aðeins nokkrum mínútum síðar var Aron Sigurðarson mættur og skoraði hann annað mark Fjölnis. Staðan var orðin 2-0 eftir tuttugu mínútna leik og Fjölnismenn einfaldlega í ruglinu. Fjölnismenn voru mikið betri í fyrri hálfleiknum og í raun merkilegt að staðan hafi bara verið 2-0 í hálfleik. Liðið fékk heldur betur færin til að skora fleiri. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum og bæði lið gjörsamlega óðu í færum. Boltinn fór nokkrum sinnum í tréverkið en inn vildi hann ekki. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, gerði breytingar á sínu liði en þær tókust einfaldlega ekki sem skildi. Skagamenn áttu í raun aldrei séns í þennan leik. Aron Sigurðarson var aftur á ferðinni rétt fyrir leikslok og gerði sitt annað mark í leiknum. Hann var magnaður í kvöld. Leiknum lauk því með öruggum 3-0 sigri Fjölnis og verða þeir í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. Ólafur Páll: Við ætlum okkur langt í þessari keppniÓlafur Páll í leik með Fjölni í sumar.„Við gerðum ekki alveg ráð fyrir því að vinna Akranes 3-0 og erum mjög sáttir með sigurinn,“ segir Ólafur Páll Snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, eftir leikinn. Ólafur var samt sem áður utan hóps í kvöld. Emil Pálsson var ekki í hóp vegna meiðsla og Gunnar Már Guðmundsson og Þórir Guðjónsson fóru báðir útaf í hálfleik vegna meiðsla. „Við vorum búnir að skipuleggja það að taka Þórir útaf í hálfleik, það er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Stjörnunni um helgina og við viljum halda honum heilum. Emil er búinn að vera tæpur og við ákváðum að hvíla hann, sem og mig.“ Fjölnir hefur í gegnum tíðina verið nokkuð bikarlið og ekki er langt síðan að liðið komst alla leið í bikarúrslitaleikinn. „Við ætlum okkur langt í þessari keppni. Fjölnir hefur tvisvar farið í úrslitaleikinn og þá myndaðist gríðarleg stemning og við viljum finna það aftur.“ Gunnlaugur: Það er komið örlítið stress í hópinnGunnlaugur Jónsson.vísir/ernir„Ég er gríðarlega óhress með mannskapinn og mitt lið,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir ósigurinn í kvöld. „Við erum bara ekki klárir þegar leikurinn hefst og við þurftum að lenda 2-0 undir til þess að vakna og það er bara óásættanlegt. Sérstaklega eftir tap á móti þessu sama liði á sunnudaginn, það er ekki lengra síðan.“ Gunnlaugur vildi ekki ræða gang leiksins við sína leikmenn inn í klefa og mun bíða með það til morguns. „Maður getur bara sagt eitthvað sem maður sér eftir, svona stuttu eftir leik. Það er ljóst að liðið hefur núna tapað fjórum leikjum í röð og það er ekki ásættanlegt.“ Skagamenn mæta Fylki í næstu umferð Pepsi-deildarinnar en er komið stress í hópinn? „Já, það örlar á örlitlu stressi í hópnum, það er ekki hægt að neita því. Við erum ekki jafn öryggir og í fyrstu leikjunum. Þetta eru fjórir tapleikir í röð, það er brekka sem við erum í og getum ekki lokað augunum fyrir þeirri staðreynd. Við þurfum að finna einhver ráð til að koma mönnum upp á tærnar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira