Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Leiknir - Breiðablik 0-2 | Blikar enn ósigraðir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júní 2015 00:01 Blikar fagna. vísir/ernir Breiðablik sendi skýr skilaboð með 2-0 sigri á Leikni í kvöld. Liðið vann sinn fjórða deildarleik í röð og hefur nú haldið marki sínu hreinu í 401 mínútu. Blikar hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk í sumar og ekki breyttist það í kvöld. Það kætti svo stuðningsmenn liðsins að sóknarmaðurinn Ellert Hreinsson komst loksins á blað með marki sem breytti gang leiksins í blálok fyrri hálfleiks. Blikar tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og varamaðurinn Atli Sigurjónsson skoraði annað mark þeirra seint í leiknum. Mörkin hefðu þó hæglega getað orðið fleiri enda óðu gestirnir í færum á lokamínútunum. Leiknismenn börðust hetjulega eins og alltaf og settu mikið púður í upphafsmínúturnar. Flestir leikmenn spiluðu 120 mínútur í bikarleiknum gegn Stjörnunni á miðvikudag og fór þreytan að segja til sín eftir að líða tók á leikinn. Eins og í fyrri leikjum var ljóst frá fyrstu mínútu að Leiknismenn ætluðu að selja sig dýrt. Blikar eru líklega eitt besta lið landsins í dag en Leiknismenn hafa barist fyrir sínu gegn hverjum sem er og það breyttist ekki í kvöld. Fyrir vikið voru Blikar nokkra stund að ná áttum í rigningunni í Breiðholti en héldu þó velli gegn ágætum sóknartilburðum heimamanna. Blikar unnu sig þó betur inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, án þess þó að ná að skapa sér hættuleg færi. Leiknir missti þó fyrirliðann sinn og varnarmann, Halldór Kristinn Halldórsson, af velli vegna meiðsla um miðjan fyrri hálfleik og munar um minna. Pressan hjá Blikum skilaði marki á hárréttu augnabliki og enn og aftur átti Kristinn Jónsson þátt í því. Hann opnaði vörn Leiknis með sendingu inn í teig þar sem að Höskuldur Gunnlaugsson náði að leggja boltann fyrir markið. Ellert Hreinsson var í baráttunni þar og náði að koma boltanum inn. Blikar náðu enn betri tökum á leiknum í síðari hálfleik og Ellert var nálægt því að skora öðru sinni á 56. mínútu en fór illa með gott færi. En pressa gestanna jókst bara með hverri mínútunni og þegar Atli skoraði á 79. mínútu var það fyllilega sanngjarnt. Guðjón Pétur hafði gert vel í aðdraganda marksins og leikið Charley Fomen, sem hefur oft átt betri leiki en í kvöld, grátt. Skotið hjá Atla var þó glæsilegt og Eyjólfur átti ekki séns. Sem fyrr segir fengu Blikar mörg færi til að bæta við á lokamínútunum en allt kom fyrir ekki. Geta þeir grænu aðeins sjálfum sér um kennt en niðurstaðan engu að síður afar öruggur 2-0 sigur Breiðabliks. Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, er með frábært jafnvægi í sínu liði og á meðan að meiðsli og leikbönn setja ekki strik í reikninginn er ljóst að fá lið geta staðist liði Blika snúning. Byrjunarliðið er gríðarlega sterkt og með bæði sterka kantmenn og bakverði er Breiðabliksliðið sífellt ógnandi. Aðrir leikmenn, eins og Oliver Sigurjónsson, sinna sinni vinnu frábærlega og varnarlína öll á mikið hrós skilið, ásamt Gunnleifi markverði, fyrir að ná að halda marki sínu hreinu í rúma fjóra leiki. Leiknismenn verða varla dæmdir fyrir þennan leik enda að spila við eitt allra besta lið deildarinnar, dauðþreyttir eftir að hafa spilað 120 mínútna bikarleik gegn Stjörnunni fyrir fáeinum dögum síðan. Fáir náðu sér á strik hjá Breiðhyltingum í dag en sem stendur er fátt sem bendir til þess að hugarfarið - baráttukrafturinn og þrekið - sé á undanhaldi í Breiðholtinu.Arnar: Bara þriðjungur mótsins búinn Breiðablik er enn ósigrað í Pepsi-deild karla og búið að halda hreinu í næstum 400 mínútur. Engu að síður hvetur Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, til yfirvegunar. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins, frá a til z. Mér fannst við byrja leikinn vel og þó svo að við náðum ekki að skapa okkur mikið í fyrri hálfleik þá opnaðist hann í þeim síðari,“ sagði Arnar eftir leikinn í kvöld. „Ég átti von á hörkuleik, sem við fengum. Leiknir er vel skipulagt lið sem hefur verið að spila afar vel. Það sýndi sig í dag enda var þetta erfiður leikur, þó svo að þeir voru að koma úr bikarleik sem tók 120 mínútur og náði ég þó að hvíla alla mína menn.“ „Við sáum að á síðustu 20-25 mínútunum vorum við að fá mun fleiri færi og hefðum hæglega getað bætt við fleiri mörkum.“ „Það sem ég er mest ánægðastur með er baráttan í liðinu og að við náðum að halda hreinu í fjórða leiknum í röð. Við erum alltaf að pota og Ellert náði að pota einu inn í kvöld. Ég er virkilega ánægður með að hann hafi náð að skora sitt fyrsta mark í kvöld.“ Arnar talar varlega um velgengni liðsins og segir að Breiðablik fari í hvern leik til að vinna. „Það er bara rétt þriðjungur búinn af mótinu og þetta er fljótt að breytast. Við þurfum að halda okkur á jörðinni enda geta öll lið unnið hvert annað.“ „Mér finnst bara eðlilegt að halda mínum mönnum á jörðinni því það er svo langt frá því að við séum búnir að gera eitthvað. Það eru sjö umferðir búnar og vissulega er staðan góð en þetta gefur okkur ekki neitt ef við höldum ekki áfram.“Freyr: Við hættum aldrei að berjast Freyr Alexandersson segir að lykilmenn hafi ekki náð sér á strik í kvöld og það muni um minna gegn liði eins og Breiðabliki. „Þreytan var farin að segja til sín hjá nokkrum leikmönnum og nokkrir af lykilmönnum mínum náðu ekki að sýna sitt rétta andlit í kvöld. En það er engin afsökun - við áttum að gera betur í fyrri hálfleik og ná forystunni.“ „Það var planið hjá okkur og þá hefðum við getað spilað síðari hálfleikinn öðruvísi. Við settum mikla orku í að komast yfir og við stjórnum leiknum þar til að þeir komast yfir.“ Hann segir þó af og frá að leikmenn hafi ekki lagt sig fram í síðari hálfleik. „Dagurinn sem ég fer að væna þá um að leggja sig ekki fram þá er ekki eitthvað mikið að. En þetta var lélegasti hálfleikur okkur í sumar, þessi seinni hálfleikur hjá okkur.“ „Breiðablik var ekki gott í fyrri hálfleik en þeir stigu upp í þeim síðari og ég verð að hrósa þeim fyrir það. Þeir sýndu mikil gæði, leikmenn eins og Höskuldur og Guðjón Pétur.“ „Mér finnst gaman að sjá hvað Guðjón Pétur hefur verið að blómstra. Hann á aðdragandann að öðru markinu skuldlaust og þá sýnir hann hversu mikil gæði eru í honum. Ég óska honum til hamingju með að vera maður leiksins.“ Hann segir að baráttan verði áfram einkenni Leiknisliðsins. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er ef að við töpum nokkrum leikjum í röð því það gæti lagst á sálina. Þá þarf að vinna í því.“ „En við erum ekki vanir því að tapa 1-2 leikjum í röð. Við höldum því áfram að reyna að sækja sigra og stig. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera til að ná okkar markmiðum.“Ellert: Var ekki farinn að missa svefn Sóknarmaðurinn Ellert Hreinsson náði loksins að brjóta ísinn fyrir Breiðablik með sínu fyrsta marki í sumar. „Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað og það var raunin. Við fengum mark á þægilegum tíma og við náðum að stjórna leiknum ágætlega í seinni hálflek.“ „Leiknisliðið berst þó alltaf til enda og það má ekki líta af mönnum.“ Hann hafði ekki áhyggjur af því að lenda undir í fyrri hálfleik. „Þeir náðu ekki að skapa sér nein opin færi og það er mikið öryggi í okkar varnarleik.“ Ellert viðurkennir að það hafi verið léttir að skora sitt fyrsta mark í sumar. „Auðvitað er það léttir fyrir framherja að skora fyrsta markið. Nú er ég búinn að koma því í gegn. En ég var ekki að missa svefn yfir þessu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Breiðablik sendi skýr skilaboð með 2-0 sigri á Leikni í kvöld. Liðið vann sinn fjórða deildarleik í röð og hefur nú haldið marki sínu hreinu í 401 mínútu. Blikar hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk í sumar og ekki breyttist það í kvöld. Það kætti svo stuðningsmenn liðsins að sóknarmaðurinn Ellert Hreinsson komst loksins á blað með marki sem breytti gang leiksins í blálok fyrri hálfleiks. Blikar tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og varamaðurinn Atli Sigurjónsson skoraði annað mark þeirra seint í leiknum. Mörkin hefðu þó hæglega getað orðið fleiri enda óðu gestirnir í færum á lokamínútunum. Leiknismenn börðust hetjulega eins og alltaf og settu mikið púður í upphafsmínúturnar. Flestir leikmenn spiluðu 120 mínútur í bikarleiknum gegn Stjörnunni á miðvikudag og fór þreytan að segja til sín eftir að líða tók á leikinn. Eins og í fyrri leikjum var ljóst frá fyrstu mínútu að Leiknismenn ætluðu að selja sig dýrt. Blikar eru líklega eitt besta lið landsins í dag en Leiknismenn hafa barist fyrir sínu gegn hverjum sem er og það breyttist ekki í kvöld. Fyrir vikið voru Blikar nokkra stund að ná áttum í rigningunni í Breiðholti en héldu þó velli gegn ágætum sóknartilburðum heimamanna. Blikar unnu sig þó betur inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, án þess þó að ná að skapa sér hættuleg færi. Leiknir missti þó fyrirliðann sinn og varnarmann, Halldór Kristinn Halldórsson, af velli vegna meiðsla um miðjan fyrri hálfleik og munar um minna. Pressan hjá Blikum skilaði marki á hárréttu augnabliki og enn og aftur átti Kristinn Jónsson þátt í því. Hann opnaði vörn Leiknis með sendingu inn í teig þar sem að Höskuldur Gunnlaugsson náði að leggja boltann fyrir markið. Ellert Hreinsson var í baráttunni þar og náði að koma boltanum inn. Blikar náðu enn betri tökum á leiknum í síðari hálfleik og Ellert var nálægt því að skora öðru sinni á 56. mínútu en fór illa með gott færi. En pressa gestanna jókst bara með hverri mínútunni og þegar Atli skoraði á 79. mínútu var það fyllilega sanngjarnt. Guðjón Pétur hafði gert vel í aðdraganda marksins og leikið Charley Fomen, sem hefur oft átt betri leiki en í kvöld, grátt. Skotið hjá Atla var þó glæsilegt og Eyjólfur átti ekki séns. Sem fyrr segir fengu Blikar mörg færi til að bæta við á lokamínútunum en allt kom fyrir ekki. Geta þeir grænu aðeins sjálfum sér um kennt en niðurstaðan engu að síður afar öruggur 2-0 sigur Breiðabliks. Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, er með frábært jafnvægi í sínu liði og á meðan að meiðsli og leikbönn setja ekki strik í reikninginn er ljóst að fá lið geta staðist liði Blika snúning. Byrjunarliðið er gríðarlega sterkt og með bæði sterka kantmenn og bakverði er Breiðabliksliðið sífellt ógnandi. Aðrir leikmenn, eins og Oliver Sigurjónsson, sinna sinni vinnu frábærlega og varnarlína öll á mikið hrós skilið, ásamt Gunnleifi markverði, fyrir að ná að halda marki sínu hreinu í rúma fjóra leiki. Leiknismenn verða varla dæmdir fyrir þennan leik enda að spila við eitt allra besta lið deildarinnar, dauðþreyttir eftir að hafa spilað 120 mínútna bikarleik gegn Stjörnunni fyrir fáeinum dögum síðan. Fáir náðu sér á strik hjá Breiðhyltingum í dag en sem stendur er fátt sem bendir til þess að hugarfarið - baráttukrafturinn og þrekið - sé á undanhaldi í Breiðholtinu.Arnar: Bara þriðjungur mótsins búinn Breiðablik er enn ósigrað í Pepsi-deild karla og búið að halda hreinu í næstum 400 mínútur. Engu að síður hvetur Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, til yfirvegunar. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins, frá a til z. Mér fannst við byrja leikinn vel og þó svo að við náðum ekki að skapa okkur mikið í fyrri hálfleik þá opnaðist hann í þeim síðari,“ sagði Arnar eftir leikinn í kvöld. „Ég átti von á hörkuleik, sem við fengum. Leiknir er vel skipulagt lið sem hefur verið að spila afar vel. Það sýndi sig í dag enda var þetta erfiður leikur, þó svo að þeir voru að koma úr bikarleik sem tók 120 mínútur og náði ég þó að hvíla alla mína menn.“ „Við sáum að á síðustu 20-25 mínútunum vorum við að fá mun fleiri færi og hefðum hæglega getað bætt við fleiri mörkum.“ „Það sem ég er mest ánægðastur með er baráttan í liðinu og að við náðum að halda hreinu í fjórða leiknum í röð. Við erum alltaf að pota og Ellert náði að pota einu inn í kvöld. Ég er virkilega ánægður með að hann hafi náð að skora sitt fyrsta mark í kvöld.“ Arnar talar varlega um velgengni liðsins og segir að Breiðablik fari í hvern leik til að vinna. „Það er bara rétt þriðjungur búinn af mótinu og þetta er fljótt að breytast. Við þurfum að halda okkur á jörðinni enda geta öll lið unnið hvert annað.“ „Mér finnst bara eðlilegt að halda mínum mönnum á jörðinni því það er svo langt frá því að við séum búnir að gera eitthvað. Það eru sjö umferðir búnar og vissulega er staðan góð en þetta gefur okkur ekki neitt ef við höldum ekki áfram.“Freyr: Við hættum aldrei að berjast Freyr Alexandersson segir að lykilmenn hafi ekki náð sér á strik í kvöld og það muni um minna gegn liði eins og Breiðabliki. „Þreytan var farin að segja til sín hjá nokkrum leikmönnum og nokkrir af lykilmönnum mínum náðu ekki að sýna sitt rétta andlit í kvöld. En það er engin afsökun - við áttum að gera betur í fyrri hálfleik og ná forystunni.“ „Það var planið hjá okkur og þá hefðum við getað spilað síðari hálfleikinn öðruvísi. Við settum mikla orku í að komast yfir og við stjórnum leiknum þar til að þeir komast yfir.“ Hann segir þó af og frá að leikmenn hafi ekki lagt sig fram í síðari hálfleik. „Dagurinn sem ég fer að væna þá um að leggja sig ekki fram þá er ekki eitthvað mikið að. En þetta var lélegasti hálfleikur okkur í sumar, þessi seinni hálfleikur hjá okkur.“ „Breiðablik var ekki gott í fyrri hálfleik en þeir stigu upp í þeim síðari og ég verð að hrósa þeim fyrir það. Þeir sýndu mikil gæði, leikmenn eins og Höskuldur og Guðjón Pétur.“ „Mér finnst gaman að sjá hvað Guðjón Pétur hefur verið að blómstra. Hann á aðdragandann að öðru markinu skuldlaust og þá sýnir hann hversu mikil gæði eru í honum. Ég óska honum til hamingju með að vera maður leiksins.“ Hann segir að baráttan verði áfram einkenni Leiknisliðsins. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er ef að við töpum nokkrum leikjum í röð því það gæti lagst á sálina. Þá þarf að vinna í því.“ „En við erum ekki vanir því að tapa 1-2 leikjum í röð. Við höldum því áfram að reyna að sækja sigra og stig. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera til að ná okkar markmiðum.“Ellert: Var ekki farinn að missa svefn Sóknarmaðurinn Ellert Hreinsson náði loksins að brjóta ísinn fyrir Breiðablik með sínu fyrsta marki í sumar. „Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað og það var raunin. Við fengum mark á þægilegum tíma og við náðum að stjórna leiknum ágætlega í seinni hálflek.“ „Leiknisliðið berst þó alltaf til enda og það má ekki líta af mönnum.“ Hann hafði ekki áhyggjur af því að lenda undir í fyrri hálfleik. „Þeir náðu ekki að skapa sér nein opin færi og það er mikið öryggi í okkar varnarleik.“ Ellert viðurkennir að það hafi verið léttir að skora sitt fyrsta mark í sumar. „Auðvitað er það léttir fyrir framherja að skora fyrsta markið. Nú er ég búinn að koma því í gegn. En ég var ekki að missa svefn yfir þessu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira