Hagnýtt nám í hjúkrunarfræði Abigail Jean Róbertsdóttir skrifar 9. júní 2015 19:39 Fyrir fjórum árum tók ég ákvörðun um að skrá mig í háskólanám. Námsleiðirnar í boði voru margvíslegar en fyrir mig var ekki margt sem kom til greina þar sem ég átti mér þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Í raun vissi ég ekki hvað ég væri að fara út í en í dag sé ég ekki eftir þessari ákvörðun. Hjúkrunarfræði er fag sem mér þykir ofboðslega vænt um og eru þetta dýrmæt námsár sem ég á að baki og hef ég lært ofboðslega margt. Áður en námið hófst gerði ég mér ekki fulla grein fyrir því í hverju starf hjúkrunarfræðinga fólst og ekki fyrir þeirri miklu ábyrgð sem fylgir starfinu. Ég gleymi aldrei fyrstu vöktunum sem ég tók í verknámi á Landspítalanum. Ég upplifði margar blendnar tilfinningar í senn; hræðslu, spenning, gleði og sorg. Ég fylgdist með hjúkrunarfræðingum á þeytingi að sinna mörgum bráðveikum sjúklingum. Þeir fylgdust með hverjum og einum sjúklingi sem þeir báru ábyrgð á og var brugðist við breytingum á einkennum á fljótan og öruggan hátt. Einnig var nóg af öðrum verkefnum; lyfjagjafir, sáraskiptingar, blóðprufur, fræðsla fyrir rannsóknir og svo mætti lengi telja. Eftir verknámið sá ég hvað starf hjúkrunarfræðinga er fjölbreytt, spennandi og gefandi og var ég harðákveðin í að halda áfram í þessu námi! Að takast á við veikindi, hvort sem þau eru skammvinn eða langvinn, er krefjandi þar sem andlegt álag, streita og áhyggjur láta á sér kræla. Í náminu hef ég lært ótrúlega margt en það sem stendur upp úr eru þau forréttindi að fá að taka þátt í lífi fólks á þeirra erfiðustu stundum. Að veita öxl til að gráta á, að gefa sjúklingum tækifæri til að tala og ræða sínar áhyggjur og bæta líðan þeirra er ótrúlega dýrmætt. Ég veit að ég og margir aðrir hjúkrunarfræðinemar eru sammála um að nám í hjúkrunarfræði sé krefjandi og þroskandi en einnig mjög skemmtilegt og fjölbreytt! Hjúkrunarfræði er ótrúlega spennandi fag sem býður upp á marga möguleika. Námið leggur áherslu á fagmennsku, samhyggð, umhyggju, þekkingu, færni, og nærveru. Þrátt fyrir að neikvæð umræða sé til staðar í samfélaginu varðandi heilbrigðisskerfið, þá sé ég ekki eftir því að hafa valið þessa leið. Mér finnst starfið mitt skemmtilegt og enginn dagur er eins, þar sem markmiðið er ávallt það sama; að tryggja öryggi, bæta heilsu og líðan fólks og aðstoða ýmist á erfiðum stundum eða gleðilegum. Að þessu framansögðu óska ég þess að kjarabarátta hjúkrunarfræðinga leysist farsællega sem fyrst og að menntun okkar verði metin til launa. Abigail Jean Róbertsdóttir, 4.árs hjúkrunarfræðinemi frá Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum tók ég ákvörðun um að skrá mig í háskólanám. Námsleiðirnar í boði voru margvíslegar en fyrir mig var ekki margt sem kom til greina þar sem ég átti mér þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Í raun vissi ég ekki hvað ég væri að fara út í en í dag sé ég ekki eftir þessari ákvörðun. Hjúkrunarfræði er fag sem mér þykir ofboðslega vænt um og eru þetta dýrmæt námsár sem ég á að baki og hef ég lært ofboðslega margt. Áður en námið hófst gerði ég mér ekki fulla grein fyrir því í hverju starf hjúkrunarfræðinga fólst og ekki fyrir þeirri miklu ábyrgð sem fylgir starfinu. Ég gleymi aldrei fyrstu vöktunum sem ég tók í verknámi á Landspítalanum. Ég upplifði margar blendnar tilfinningar í senn; hræðslu, spenning, gleði og sorg. Ég fylgdist með hjúkrunarfræðingum á þeytingi að sinna mörgum bráðveikum sjúklingum. Þeir fylgdust með hverjum og einum sjúklingi sem þeir báru ábyrgð á og var brugðist við breytingum á einkennum á fljótan og öruggan hátt. Einnig var nóg af öðrum verkefnum; lyfjagjafir, sáraskiptingar, blóðprufur, fræðsla fyrir rannsóknir og svo mætti lengi telja. Eftir verknámið sá ég hvað starf hjúkrunarfræðinga er fjölbreytt, spennandi og gefandi og var ég harðákveðin í að halda áfram í þessu námi! Að takast á við veikindi, hvort sem þau eru skammvinn eða langvinn, er krefjandi þar sem andlegt álag, streita og áhyggjur láta á sér kræla. Í náminu hef ég lært ótrúlega margt en það sem stendur upp úr eru þau forréttindi að fá að taka þátt í lífi fólks á þeirra erfiðustu stundum. Að veita öxl til að gráta á, að gefa sjúklingum tækifæri til að tala og ræða sínar áhyggjur og bæta líðan þeirra er ótrúlega dýrmætt. Ég veit að ég og margir aðrir hjúkrunarfræðinemar eru sammála um að nám í hjúkrunarfræði sé krefjandi og þroskandi en einnig mjög skemmtilegt og fjölbreytt! Hjúkrunarfræði er ótrúlega spennandi fag sem býður upp á marga möguleika. Námið leggur áherslu á fagmennsku, samhyggð, umhyggju, þekkingu, færni, og nærveru. Þrátt fyrir að neikvæð umræða sé til staðar í samfélaginu varðandi heilbrigðisskerfið, þá sé ég ekki eftir því að hafa valið þessa leið. Mér finnst starfið mitt skemmtilegt og enginn dagur er eins, þar sem markmiðið er ávallt það sama; að tryggja öryggi, bæta heilsu og líðan fólks og aðstoða ýmist á erfiðum stundum eða gleðilegum. Að þessu framansögðu óska ég þess að kjarabarátta hjúkrunarfræðinga leysist farsællega sem fyrst og að menntun okkar verði metin til launa. Abigail Jean Róbertsdóttir, 4.árs hjúkrunarfræðinemi frá Háskóla Íslands.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun