Vigdís ósátt við Birgittu: „Var hún á Saga Class?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2015 10:00 Birgitta og Vigdís eru ekki sammála um ástand Ásmundar Einars í þinginu í gær. Vísir/Valli/Ernir Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kemur Ásmundi Einari Daðasyni, flokksbróður sínum, til varnar. Hún spyr á hvaða leið þingmenn séu í kjölfar viðtals sem Vísir tók við Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, í gær.Sjá einnig:Ásmundur Einar í tveggja vikna veikindaleyfi Umfjöllunarefnið er uppköst Ásmundar Einars í flugi til Washington DC þann 10. maí síðastliðinn. Þingmaðurinn var í vinnuferð ásamt kollegum sínum í utanríkismálanefnd Alþingis þegar hann kastaði upp. Íslenskir sem erlendir ferðamenn fengu ælu á sig og hefur farþegi í vélinni fullyrt að Ásmundur hafi verið ofurölvi. Ónafngreind flugfreyja gerði slíkt hið sama í samtali við Fréttanetið. WOW Air fullyrðir hins vegar að enginn í áhöfninni hafi rætt við fjölmiðla og furðar sig á viðtalinu við hina ónafngreindu flugfreyju. Ásmundur fárveikur Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, sagði í viðtali við Vísi í gær að Ásmundur væri fárveikur, kominn í veikindaleyfi og á sterkum lyfjum. Birgitta las fréttina og var nokkuð undrandi á orðum Þórunnar enda hafði hún verið með Ásmundi á þingi í gær. „Já, Jón Gunnarsson situr á milli mín og hans. Þeir voru að fíflast og gera grín að stjórnarandstöðumönnum,“ segir Birgitta. „Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur. Ekki nema þá að hann sé mjög duglegur í að fela veikindi sín.“ Vigdís furðar sig á ummælum Birgittu.Ekki sjón að sjá Ásmund í þinginu „Á hvaða leið eru þingmenn,“ segir hún í færslu á Facebook. „Birgitta ætti að upplýsa um að hún hafnaði almennu farrými með WOW flugfélaginu og óskaði eftir að ferðast með Icelandair - var hún á Saga Class?“ Vigdís bendir réttilega á að Birgitta hafi ekki verið í umræddu flugi þar sem Ásmundur kastaði upp. „En þá ræðst hún á þingmanninn með öðrum leiðum og „vottar það“ að Ásmundur hafi „verið hress“ í dag - því andmæli ég - það var ekki sjón að sjá hann í þinginu í dag.“ Fréttastofa hefur undanfarna tvo sólarhringa reynt að ná tali af Ásmundi Einari en án árangurs. Þórunn sagði við Vísi í gær að það væru skýr skilaboð frá lækni að þingmaðurinn ætti að hvíla sig algjörlega og það væri ástæða þess að hann svaraði ekki fyrispurnum.Uppfært klukkan 10:47 Birgitta Jónsdóttir segir í athugasemdakerfi Vísis að hún hafi ekki verið á Saga Class. „Ég greiddi sjálf mismun á verði á þessu flugi til Washington DC, en mikið skelfing er ég þakklát að ég hafi þurft að taka annað flug. Hef ítrekað hafnað að tjá mig um flugferðina sem Ási var í enda var ég ekki í því flugi og get þar af leiðandi ekki tjáð mig um það sem ég var ekki vitni að.“ Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23 Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“ Ásmundur gerði gys að stjórnarandstöðumönnum og virtist hinn hressasti að sögn Birgittu. 20. maí 2015 22:40 WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kemur Ásmundi Einari Daðasyni, flokksbróður sínum, til varnar. Hún spyr á hvaða leið þingmenn séu í kjölfar viðtals sem Vísir tók við Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, í gær.Sjá einnig:Ásmundur Einar í tveggja vikna veikindaleyfi Umfjöllunarefnið er uppköst Ásmundar Einars í flugi til Washington DC þann 10. maí síðastliðinn. Þingmaðurinn var í vinnuferð ásamt kollegum sínum í utanríkismálanefnd Alþingis þegar hann kastaði upp. Íslenskir sem erlendir ferðamenn fengu ælu á sig og hefur farþegi í vélinni fullyrt að Ásmundur hafi verið ofurölvi. Ónafngreind flugfreyja gerði slíkt hið sama í samtali við Fréttanetið. WOW Air fullyrðir hins vegar að enginn í áhöfninni hafi rætt við fjölmiðla og furðar sig á viðtalinu við hina ónafngreindu flugfreyju. Ásmundur fárveikur Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, sagði í viðtali við Vísi í gær að Ásmundur væri fárveikur, kominn í veikindaleyfi og á sterkum lyfjum. Birgitta las fréttina og var nokkuð undrandi á orðum Þórunnar enda hafði hún verið með Ásmundi á þingi í gær. „Já, Jón Gunnarsson situr á milli mín og hans. Þeir voru að fíflast og gera grín að stjórnarandstöðumönnum,“ segir Birgitta. „Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur. Ekki nema þá að hann sé mjög duglegur í að fela veikindi sín.“ Vigdís furðar sig á ummælum Birgittu.Ekki sjón að sjá Ásmund í þinginu „Á hvaða leið eru þingmenn,“ segir hún í færslu á Facebook. „Birgitta ætti að upplýsa um að hún hafnaði almennu farrými með WOW flugfélaginu og óskaði eftir að ferðast með Icelandair - var hún á Saga Class?“ Vigdís bendir réttilega á að Birgitta hafi ekki verið í umræddu flugi þar sem Ásmundur kastaði upp. „En þá ræðst hún á þingmanninn með öðrum leiðum og „vottar það“ að Ásmundur hafi „verið hress“ í dag - því andmæli ég - það var ekki sjón að sjá hann í þinginu í dag.“ Fréttastofa hefur undanfarna tvo sólarhringa reynt að ná tali af Ásmundi Einari en án árangurs. Þórunn sagði við Vísi í gær að það væru skýr skilaboð frá lækni að þingmaðurinn ætti að hvíla sig algjörlega og það væri ástæða þess að hann svaraði ekki fyrispurnum.Uppfært klukkan 10:47 Birgitta Jónsdóttir segir í athugasemdakerfi Vísis að hún hafi ekki verið á Saga Class. „Ég greiddi sjálf mismun á verði á þessu flugi til Washington DC, en mikið skelfing er ég þakklát að ég hafi þurft að taka annað flug. Hef ítrekað hafnað að tjá mig um flugferðina sem Ási var í enda var ég ekki í því flugi og get þar af leiðandi ekki tjáð mig um það sem ég var ekki vitni að.“
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23 Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“ Ásmundur gerði gys að stjórnarandstöðumönnum og virtist hinn hressasti að sögn Birgittu. 20. maí 2015 22:40 WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23
Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“ Ásmundur gerði gys að stjórnarandstöðumönnum og virtist hinn hressasti að sögn Birgittu. 20. maí 2015 22:40
WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37