Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2015 16:23 Þingflokkurinn kom saman í dag til að ræða vægðarlausa umfjöllun um uppköst Ásmunda Einars í flugvél fyrr í mánuðinum. visir/gva/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og sérlegur aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur verið greindur af lækni og þjáist hann af alvarlegum magabólgum. Hann liggur nú fyrir mjög veikur og er kominn í veikindaleyfi. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. „Þetta er meira en pest. Hann er fárveikur, er kominn í veikindaleyfi og er á sterkum lyfjum,“ segir Þórunn. Ásmundur Einar fékk greiningu hjá lækni áðan og hefur honum verið sagt að liggja fyrir. Og hvíla sig algerlega og mun það vera ástæðan fyrir því að hann hefur ekki svarað fjölmiðlum í dag.Fólk tekið af lífi og óhróðri dreiftFréttaflutningur af því þegar Ásmundur Einar kastaði upp í flugvél, þannig að gusurnar gengu yfir farþega, hefur verið mjög áberandi í dag og í gær, og hafa fréttir þess efnis verið settar í samhengi við óhóflega áfengisneyslu þingmannsins. „Það er svo langt frá því að áfengisdrykkjan sé eitthvað vandamál hjá honum Ásmundi Einari,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að fjölmargir hafi gert sér mat úr þessum fregnum og virðist til að mynda einskonar íþrótt á Twitter vera að koma með brandara á kostnað Ásmundar Einars og þessa atviks. Þá hefur þingmaðurinn verið sakaður um að ljúga til um áfengisneyslu sína. Málið og umfjöllunin var tekin fyrir og rædd á þingflokksfundi Framsóknarmanna áðan. „Ekki eðlilegt hvernig hægt er að taka fólk fyrir á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum,“ segir Þórunn sem segir þetta vægðarlausa umfjöllun.Þingflokkurinn sleginn„Ótrúlegt hvernig fólk leyfir sér að taka einstakling fyrir og af lífi, dreifa óhróðri og hlusta jafnvel ekki á þá sem eru að segja rétt frá,“ segir Þórunn. Hún segir jafnframt að þingmenn flokksins séu slegnir yfir því hvernig hægt er að koma fram við fólk opinberlega. „Fólk gefur sér einhverja svona vitleysu. Fólk sem var með honum getur alveg borið vitni um hvernig þetta var.“En, má þetta mál þá heita til marks um að fjölmiðlar séu óvenju óvægnir í garð ykkar Framsóknarmanna? „Það getur vel verið að þetta sé hluti af því. En almennt held ég að umræða sé orðin alltof lítið ígrunduð. Fólk er alltaf að bregðast við einhverju og næra umræðu sem við viljum ekkert að sé í gangi. Fólk þarf stundum að leyfa sér að staldra við og skoða málin.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. 19. maí 2015 20:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og sérlegur aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur verið greindur af lækni og þjáist hann af alvarlegum magabólgum. Hann liggur nú fyrir mjög veikur og er kominn í veikindaleyfi. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. „Þetta er meira en pest. Hann er fárveikur, er kominn í veikindaleyfi og er á sterkum lyfjum,“ segir Þórunn. Ásmundur Einar fékk greiningu hjá lækni áðan og hefur honum verið sagt að liggja fyrir. Og hvíla sig algerlega og mun það vera ástæðan fyrir því að hann hefur ekki svarað fjölmiðlum í dag.Fólk tekið af lífi og óhróðri dreiftFréttaflutningur af því þegar Ásmundur Einar kastaði upp í flugvél, þannig að gusurnar gengu yfir farþega, hefur verið mjög áberandi í dag og í gær, og hafa fréttir þess efnis verið settar í samhengi við óhóflega áfengisneyslu þingmannsins. „Það er svo langt frá því að áfengisdrykkjan sé eitthvað vandamál hjá honum Ásmundi Einari,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að fjölmargir hafi gert sér mat úr þessum fregnum og virðist til að mynda einskonar íþrótt á Twitter vera að koma með brandara á kostnað Ásmundar Einars og þessa atviks. Þá hefur þingmaðurinn verið sakaður um að ljúga til um áfengisneyslu sína. Málið og umfjöllunin var tekin fyrir og rædd á þingflokksfundi Framsóknarmanna áðan. „Ekki eðlilegt hvernig hægt er að taka fólk fyrir á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum,“ segir Þórunn sem segir þetta vægðarlausa umfjöllun.Þingflokkurinn sleginn„Ótrúlegt hvernig fólk leyfir sér að taka einstakling fyrir og af lífi, dreifa óhróðri og hlusta jafnvel ekki á þá sem eru að segja rétt frá,“ segir Þórunn. Hún segir jafnframt að þingmenn flokksins séu slegnir yfir því hvernig hægt er að koma fram við fólk opinberlega. „Fólk gefur sér einhverja svona vitleysu. Fólk sem var með honum getur alveg borið vitni um hvernig þetta var.“En, má þetta mál þá heita til marks um að fjölmiðlar séu óvenju óvægnir í garð ykkar Framsóknarmanna? „Það getur vel verið að þetta sé hluti af því. En almennt held ég að umræða sé orðin alltof lítið ígrunduð. Fólk er alltaf að bregðast við einhverju og næra umræðu sem við viljum ekkert að sé í gangi. Fólk þarf stundum að leyfa sér að staldra við og skoða málin.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. 19. maí 2015 20:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
#ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15
WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21
Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. 19. maí 2015 20:45