Með kramið hjarta á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2015 15:55 Óttar Proppé vill að þingmenn finni gleðina í hjarta sínu á ný eftir hörð átök síðustu daga. vísir/pjetur Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar Framtíðar, gerði eftirfarandi ljóðlínur Valgeirs Guðjónssonar að sínum á Alþingi í dag. „Hver getur læknað kramið hjarta, hver getur límt saman brotna sál, hver getur stutt stoltið særða, hver getur læknað kramið hjarta.“ Sagði Óttar að hjartað í honum væri að kremjast en hart hefur verið deilt á Alþingi seinustu daga vegna rammaáætlunar. Hefur stjórnarandstaðan ítrekað lagt fram breytingatillögur á dagskrá þingsins og hafa viljað færa aðra dagskrárliði fram yfir umræðu um rammaáætlun en stjórnarmeirihlutinn hefur alltaf fellt þær tillögur. Þingmenn hafa því rætt fundarstjórn forseta nær sleitulaust en Óttar sagði verk og ábyrgð Alþingis vera slík að þingmenn gætu ekki setið þar með kramið hjarta. Hann sagði enga mömmu vera á leiðinni og hvatti þingmenn til að finna gleðina í hjarta sér á ný. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, kvaddi sér þá hljóðs: „Forseti gerir nú undantekningu og leyfir sér að segja heyr, heyr.“ Svo virðist sem að forseti hafi svo breytt dagskrá þingsins því þegar umræðunni um fundarstjórn forseta lauk um hálffjögur í dag var farið í dagskrárlið þrjú, sérstaka umræðu um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs, og þar með hlaupið yfir áætlaða umræðu um rammaáætlun.Uppfært klukkan 16:20: Umræða um rammaáætlun er nú hafin og eru hátt í 20 þingmenn á mælendaskrá. Alþingi Tengdar fréttir Segir tvo „talíbana“ taka Alþingi í gíslingu "Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“ 22. maí 2015 14:42 Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44 "Enginn í uppnámi nema minnihlutinn“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill ekki meina að þingstörfin séu í uppnámi. 22. maí 2015 15:21 Segja Rammann ekki munu fara í gegn Enn hafa engir samningar náðst um þinglok og óvíst hvenær þinghaldi mun ljúka fyrir sumarið. 22. maí 2015 07:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar Framtíðar, gerði eftirfarandi ljóðlínur Valgeirs Guðjónssonar að sínum á Alþingi í dag. „Hver getur læknað kramið hjarta, hver getur límt saman brotna sál, hver getur stutt stoltið særða, hver getur læknað kramið hjarta.“ Sagði Óttar að hjartað í honum væri að kremjast en hart hefur verið deilt á Alþingi seinustu daga vegna rammaáætlunar. Hefur stjórnarandstaðan ítrekað lagt fram breytingatillögur á dagskrá þingsins og hafa viljað færa aðra dagskrárliði fram yfir umræðu um rammaáætlun en stjórnarmeirihlutinn hefur alltaf fellt þær tillögur. Þingmenn hafa því rætt fundarstjórn forseta nær sleitulaust en Óttar sagði verk og ábyrgð Alþingis vera slík að þingmenn gætu ekki setið þar með kramið hjarta. Hann sagði enga mömmu vera á leiðinni og hvatti þingmenn til að finna gleðina í hjarta sér á ný. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, kvaddi sér þá hljóðs: „Forseti gerir nú undantekningu og leyfir sér að segja heyr, heyr.“ Svo virðist sem að forseti hafi svo breytt dagskrá þingsins því þegar umræðunni um fundarstjórn forseta lauk um hálffjögur í dag var farið í dagskrárlið þrjú, sérstaka umræðu um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs, og þar með hlaupið yfir áætlaða umræðu um rammaáætlun.Uppfært klukkan 16:20: Umræða um rammaáætlun er nú hafin og eru hátt í 20 þingmenn á mælendaskrá.
Alþingi Tengdar fréttir Segir tvo „talíbana“ taka Alþingi í gíslingu "Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“ 22. maí 2015 14:42 Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44 "Enginn í uppnámi nema minnihlutinn“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill ekki meina að þingstörfin séu í uppnámi. 22. maí 2015 15:21 Segja Rammann ekki munu fara í gegn Enn hafa engir samningar náðst um þinglok og óvíst hvenær þinghaldi mun ljúka fyrir sumarið. 22. maí 2015 07:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Segir tvo „talíbana“ taka Alþingi í gíslingu "Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“ 22. maí 2015 14:42
Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44
"Enginn í uppnámi nema minnihlutinn“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill ekki meina að þingstörfin séu í uppnámi. 22. maí 2015 15:21
Segja Rammann ekki munu fara í gegn Enn hafa engir samningar náðst um þinglok og óvíst hvenær þinghaldi mun ljúka fyrir sumarið. 22. maí 2015 07:00