Bjarni Benediktsson: Efnahagsstaða Íslendinga nú sú sterkasta frá upphafi Bjarki Ármannsson skrifar 25. maí 2015 11:23 Fjármálaráðherra segir stöðu í efnahagsmálum standa helst uppúr að kjörtímabili hálfnuðu. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að góð staða efnahagsmála sé klárlega það sem standi helst uppúr að kjörtímabili sínu hálfnuðu. Hann segist telja að Ísland sé í dag í sterkustu stöðu sem landið hefur nokkru sinni verið í, efnahagslega séð. Þetta kemur fram í máli Bjarna í viðtali sem birtist á Eyjunni í dag. Hann segir það hafa tekist á skemmri tíma en hann þorði að vona að koma á efnahagslegum stöðugleika í landinu, sem endurspeglist meðal annars í lágri verðbólgu, auknum kaupmætti og hallalausum ríkisrekstri. „Góðærisárin fyrir hrun voru byggð á gríðarlega miklum viðskiptahalla, það hlaut að þurfa að koma leiðrétting út af því,“ segir Bjarni í viðtalinu. „En ef við berum okkur saman við þann tíma í dag, þá erum við með hærri landsframleiðslu, meiri kaupmátt og við erum með jöfnuð í viðskiptum við útlönd. Undirstöðuatvinnugreinarnar standa einnig allar betur en þær gerðu þá.“ Hann segir þó ekki hægt að neita því að ástandið á vinnumarkaði setji ákveðið „óveðurský“ yfir efnahagsástandið og vonar að það rætist vel úr kjaraviðræðum.Stöðugleikaskattur skili mörg hundruð milljörðum Bjarni ræðir einnig frumvarp um afnám hafta, sem stendur til að leggja fram á þingi á næstu dögum. Hann segist vona að 2015 verði ár „stórra aðgerða“ í þeim efnum. Hann segir að unnið sé að heildstæðri áætlun sem feli ekki í sér að höftin verði afnumin að fullu á þessu ári, en muni leysa langstærstu ógnirnar við afnámsferlið á árinu. Hann tekur undir með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um að stöðugleikaskatturinn svokallaði muni skila mörg hundruð milljörðum í þjóðarbúið.„Það er algjört grundvallaratriði að við erum ekki að vinna að lausn fjármagnshaftanna út frá því að grípa til einhverra tekjuöflunaraðgerða,“ segir Bjarni. „Þetta er aðgerð sem er nauðsynlegt að fara í til þess að losa hagkerfið undan höftunum. Það leiðir hins vegar af sjálfu sér, að þegar þú leggur á skatt, þá munu koma tekjur til ríkisins og við munum nota þær tekjur til þess að greiða niður skuldir. Þar erum við að ræða um mörg hundruð milljarða, alveg klárlega.“ Tengdar fréttir Bjarni vill breyta stjórnarskránni samhliða forsetakosningum Vill bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. 20. maí 2015 07:07 Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta lagt fram í næstu viku Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að framlengja þurfi þingstörfin svo hægt sé að leggja fram frumvarp um afnám hafta. 22. maí 2015 13:01 Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. 21. maí 2015 17:30 Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34 Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að góð staða efnahagsmála sé klárlega það sem standi helst uppúr að kjörtímabili sínu hálfnuðu. Hann segist telja að Ísland sé í dag í sterkustu stöðu sem landið hefur nokkru sinni verið í, efnahagslega séð. Þetta kemur fram í máli Bjarna í viðtali sem birtist á Eyjunni í dag. Hann segir það hafa tekist á skemmri tíma en hann þorði að vona að koma á efnahagslegum stöðugleika í landinu, sem endurspeglist meðal annars í lágri verðbólgu, auknum kaupmætti og hallalausum ríkisrekstri. „Góðærisárin fyrir hrun voru byggð á gríðarlega miklum viðskiptahalla, það hlaut að þurfa að koma leiðrétting út af því,“ segir Bjarni í viðtalinu. „En ef við berum okkur saman við þann tíma í dag, þá erum við með hærri landsframleiðslu, meiri kaupmátt og við erum með jöfnuð í viðskiptum við útlönd. Undirstöðuatvinnugreinarnar standa einnig allar betur en þær gerðu þá.“ Hann segir þó ekki hægt að neita því að ástandið á vinnumarkaði setji ákveðið „óveðurský“ yfir efnahagsástandið og vonar að það rætist vel úr kjaraviðræðum.Stöðugleikaskattur skili mörg hundruð milljörðum Bjarni ræðir einnig frumvarp um afnám hafta, sem stendur til að leggja fram á þingi á næstu dögum. Hann segist vona að 2015 verði ár „stórra aðgerða“ í þeim efnum. Hann segir að unnið sé að heildstæðri áætlun sem feli ekki í sér að höftin verði afnumin að fullu á þessu ári, en muni leysa langstærstu ógnirnar við afnámsferlið á árinu. Hann tekur undir með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um að stöðugleikaskatturinn svokallaði muni skila mörg hundruð milljörðum í þjóðarbúið.„Það er algjört grundvallaratriði að við erum ekki að vinna að lausn fjármagnshaftanna út frá því að grípa til einhverra tekjuöflunaraðgerða,“ segir Bjarni. „Þetta er aðgerð sem er nauðsynlegt að fara í til þess að losa hagkerfið undan höftunum. Það leiðir hins vegar af sjálfu sér, að þegar þú leggur á skatt, þá munu koma tekjur til ríkisins og við munum nota þær tekjur til þess að greiða niður skuldir. Þar erum við að ræða um mörg hundruð milljarða, alveg klárlega.“
Tengdar fréttir Bjarni vill breyta stjórnarskránni samhliða forsetakosningum Vill bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. 20. maí 2015 07:07 Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta lagt fram í næstu viku Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að framlengja þurfi þingstörfin svo hægt sé að leggja fram frumvarp um afnám hafta. 22. maí 2015 13:01 Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. 21. maí 2015 17:30 Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34 Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Bjarni vill breyta stjórnarskránni samhliða forsetakosningum Vill bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. 20. maí 2015 07:07
Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta lagt fram í næstu viku Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að framlengja þurfi þingstörfin svo hægt sé að leggja fram frumvarp um afnám hafta. 22. maí 2015 13:01
Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. 21. maí 2015 17:30
Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34