Bjarni Benediktsson: Efnahagsstaða Íslendinga nú sú sterkasta frá upphafi Bjarki Ármannsson skrifar 25. maí 2015 11:23 Fjármálaráðherra segir stöðu í efnahagsmálum standa helst uppúr að kjörtímabili hálfnuðu. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að góð staða efnahagsmála sé klárlega það sem standi helst uppúr að kjörtímabili sínu hálfnuðu. Hann segist telja að Ísland sé í dag í sterkustu stöðu sem landið hefur nokkru sinni verið í, efnahagslega séð. Þetta kemur fram í máli Bjarna í viðtali sem birtist á Eyjunni í dag. Hann segir það hafa tekist á skemmri tíma en hann þorði að vona að koma á efnahagslegum stöðugleika í landinu, sem endurspeglist meðal annars í lágri verðbólgu, auknum kaupmætti og hallalausum ríkisrekstri. „Góðærisárin fyrir hrun voru byggð á gríðarlega miklum viðskiptahalla, það hlaut að þurfa að koma leiðrétting út af því,“ segir Bjarni í viðtalinu. „En ef við berum okkur saman við þann tíma í dag, þá erum við með hærri landsframleiðslu, meiri kaupmátt og við erum með jöfnuð í viðskiptum við útlönd. Undirstöðuatvinnugreinarnar standa einnig allar betur en þær gerðu þá.“ Hann segir þó ekki hægt að neita því að ástandið á vinnumarkaði setji ákveðið „óveðurský“ yfir efnahagsástandið og vonar að það rætist vel úr kjaraviðræðum.Stöðugleikaskattur skili mörg hundruð milljörðum Bjarni ræðir einnig frumvarp um afnám hafta, sem stendur til að leggja fram á þingi á næstu dögum. Hann segist vona að 2015 verði ár „stórra aðgerða“ í þeim efnum. Hann segir að unnið sé að heildstæðri áætlun sem feli ekki í sér að höftin verði afnumin að fullu á þessu ári, en muni leysa langstærstu ógnirnar við afnámsferlið á árinu. Hann tekur undir með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um að stöðugleikaskatturinn svokallaði muni skila mörg hundruð milljörðum í þjóðarbúið.„Það er algjört grundvallaratriði að við erum ekki að vinna að lausn fjármagnshaftanna út frá því að grípa til einhverra tekjuöflunaraðgerða,“ segir Bjarni. „Þetta er aðgerð sem er nauðsynlegt að fara í til þess að losa hagkerfið undan höftunum. Það leiðir hins vegar af sjálfu sér, að þegar þú leggur á skatt, þá munu koma tekjur til ríkisins og við munum nota þær tekjur til þess að greiða niður skuldir. Þar erum við að ræða um mörg hundruð milljarða, alveg klárlega.“ Tengdar fréttir Bjarni vill breyta stjórnarskránni samhliða forsetakosningum Vill bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. 20. maí 2015 07:07 Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta lagt fram í næstu viku Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að framlengja þurfi þingstörfin svo hægt sé að leggja fram frumvarp um afnám hafta. 22. maí 2015 13:01 Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. 21. maí 2015 17:30 Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að góð staða efnahagsmála sé klárlega það sem standi helst uppúr að kjörtímabili sínu hálfnuðu. Hann segist telja að Ísland sé í dag í sterkustu stöðu sem landið hefur nokkru sinni verið í, efnahagslega séð. Þetta kemur fram í máli Bjarna í viðtali sem birtist á Eyjunni í dag. Hann segir það hafa tekist á skemmri tíma en hann þorði að vona að koma á efnahagslegum stöðugleika í landinu, sem endurspeglist meðal annars í lágri verðbólgu, auknum kaupmætti og hallalausum ríkisrekstri. „Góðærisárin fyrir hrun voru byggð á gríðarlega miklum viðskiptahalla, það hlaut að þurfa að koma leiðrétting út af því,“ segir Bjarni í viðtalinu. „En ef við berum okkur saman við þann tíma í dag, þá erum við með hærri landsframleiðslu, meiri kaupmátt og við erum með jöfnuð í viðskiptum við útlönd. Undirstöðuatvinnugreinarnar standa einnig allar betur en þær gerðu þá.“ Hann segir þó ekki hægt að neita því að ástandið á vinnumarkaði setji ákveðið „óveðurský“ yfir efnahagsástandið og vonar að það rætist vel úr kjaraviðræðum.Stöðugleikaskattur skili mörg hundruð milljörðum Bjarni ræðir einnig frumvarp um afnám hafta, sem stendur til að leggja fram á þingi á næstu dögum. Hann segist vona að 2015 verði ár „stórra aðgerða“ í þeim efnum. Hann segir að unnið sé að heildstæðri áætlun sem feli ekki í sér að höftin verði afnumin að fullu á þessu ári, en muni leysa langstærstu ógnirnar við afnámsferlið á árinu. Hann tekur undir með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um að stöðugleikaskatturinn svokallaði muni skila mörg hundruð milljörðum í þjóðarbúið.„Það er algjört grundvallaratriði að við erum ekki að vinna að lausn fjármagnshaftanna út frá því að grípa til einhverra tekjuöflunaraðgerða,“ segir Bjarni. „Þetta er aðgerð sem er nauðsynlegt að fara í til þess að losa hagkerfið undan höftunum. Það leiðir hins vegar af sjálfu sér, að þegar þú leggur á skatt, þá munu koma tekjur til ríkisins og við munum nota þær tekjur til þess að greiða niður skuldir. Þar erum við að ræða um mörg hundruð milljarða, alveg klárlega.“
Tengdar fréttir Bjarni vill breyta stjórnarskránni samhliða forsetakosningum Vill bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. 20. maí 2015 07:07 Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta lagt fram í næstu viku Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að framlengja þurfi þingstörfin svo hægt sé að leggja fram frumvarp um afnám hafta. 22. maí 2015 13:01 Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. 21. maí 2015 17:30 Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Bjarni vill breyta stjórnarskránni samhliða forsetakosningum Vill bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. 20. maí 2015 07:07
Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta lagt fram í næstu viku Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að framlengja þurfi þingstörfin svo hægt sé að leggja fram frumvarp um afnám hafta. 22. maí 2015 13:01
Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. 21. maí 2015 17:30
Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34