Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2025 15:02 Ítalska flugfélagið Neos var eina erlenda félagið sem sótti um að fá úthlutað fríum losunarheimildum frá íslenska ríkinu í ár. Þær eru engu að síður ekki aðeins ætlaðar íslenskum flugrekendum heldur öllum þeim sem fljúga milli Íslands og evrópska efnahagssvæðisins. Getty Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við hvernig íslensk stjórnvöld stóðu að upplýsingagjöf um sérlausn sem þau fengu vegna hertra losunarreglna. Lausnin er opin öllum flugfélögum sem fljúga um Ísland en hún virðist ekki hafa verið auglýst fyrir erlend félög að neinu marki. Ítalska leiguflugfélagið Neos er eina erlenda flugfélagið sem sækist eftir að fá svonefnda viðbótarúthlutun frírra losunarheimilda frá íslenskum yfirvöldum í ár. Hin félögin eru Icelandair og Play. Viðbótarúthlutunin er tímabundin aðlögun sem íslensk stjórnvöld herjuðu út úr Evrópusambandinu að hertum kröfum til flugfélaga um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Tveir sérfræðingur í loftslagsmálum segja í aðsendri grein á Vísi í dag að miðað við umsvif erlendra flugfélaga á Íslandi hefði mátt ætla að von væri á fleiri umsóknum frá þeim. Það vekji spurningar um hvernig upplýsingum var miðlað til erlendra félaga. Vita ekki hvort lausnin var kynnt sérstaklega Þannig benda þær Birna Sigrún Hallsdóttir og Hrafnhildur Bragadóttir á að engar upplýsingar á ensku virðist að finna um úthlutunarleiðina á vef Umhverfis- og orkustofnunar og ekkert hafi verið rætt um að erlend félög ættu rétt á úthlutnunum til jafns við íslensk þegar sérlausnin var lögfest. „Í frumvarpinu sem varð að lögum nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir var til að mynda hvergi berum orðum tekið fram að flugfélög utan Íslands gætu sótt um heimildirnar,“ skrifa þær á Vísi. Einar Halldórsson, teymisstjóri loftgæða og losunarheimilda hjá Umhverfis- og orkustofnun, segir í skriflegu svari til Vísis að honum sé ekki kunnugt um hvernig kynningu á sérlausninni á EES-svæðinu hafi verið háttað eða hvort hún hafi verið auglýst sérstaklega. Tæpir fjórir milljarðar í ríkissjóð á fjórum árum Flugfélögin hafa undanfarin ár þurft að gera upp losun sína í evrópsku viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) en fengið hluta losunarheimilda sinna endurgjaldslaust. Nú er unnið að því að fasa þær út og verða þær ekki lengur í boði á næsta ári. Íslensk stjórnvöld fengu sérstakan aðlögunartíma að reglunum með þeim rökum að þær legðust þyngra á flugfélög á Íslandi en annars staðar í Evrópu þar sem flugleggir frá Íslandi til Evrópu eru töluvert lengri en innan álfunnar almennt. Sérlausnin gerir íslenskum stjórnvöldum kleift að úthluta flugfélögum losunarheimildum, sem stjórnvöld fá í gengum ETS-kerfið, endurgjaldslaust tímabundið. Þær heimildir hefði ríkið annars selt á uppboði. Tæpir fjórir milljarðar króna hafa runnið í ríkissjóð með uppboði á slíkum heimildum undanfarin fjögur ár samkvæmt tölum sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi. Sérlausnin felur þannig í sér í reynd að íslenska ríkið niðurgreiði losun flugfélaganna sem fá viðbótarúthlutunina. Spyrja hvort enn sé hægt að afgreiða umsóknirnar Viðbótarúthlutunin til flugfélaganna er háð því að þau skili inn sérstakri vottaðri kolefnishlutleysisáætlun. Efni þau hana ekki er hægt að krefja þau um heimildirnar til baka. Ekkert flugfélaganna þriggja hafði staðist þessi skilyrði þegar Vísir fjallaði um umsóknir um viðbótarúthlutunina fyrr í þessum mánuði. Þær Birna Sigrún og Hrafnhildur benda á að svo virðist sem að þetta hafi reynst flugrekendum talsverð áskorun í ljósi þess hve úthlutunin hafi tafist mikið. Frestur til að skila áætlununum og birta þær var upphaflega til 30. apríl en var framlengdur til 3. júní. Engu að síður virðist enn gert ráð fyrir að hægt verði að afgreiða umsóknirnar. „Sú spurning hlýtur þó að vakna hvort nú, í lok október, sé yfirhöfuð mögulegt að uppfylla kröfu um gerð, vottun og birtingu áætlunar sem leggur grunn að aðgerðum og árangri á árinu 2025,“ segir í grein þeirra. Þurfa að samræmast markmiðum stjórnvalda sem eru þó óútfærð Skilyrðið um vottaðar kolefnisáætlanir felur í sér að flugfélögin þurfa að gera grein fyrir markmiðum sínum um samdrátt í losun í ár og á næsta ári, ráðstöfunum og fjárfestingum vegna þess ásamt mati á loftslagsáhrifum þeirra. Þá þurfa áætlanirnar að samræmast markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi. „[J]afnvel þótt slíkt markmið hafi ekki verið útfært af stjórnvöldum og ekkert liggi fyrir um hvort losun frá alþjóðlegu flugi heyri undir það,“ skrifa þær Birna Sigrún og Hrafnhildur. Ráðherrar fyrri ríkisstjórnar þegar þeir kynntu uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í júní 2024. Stjórnvöld hafa sagst stefna að kolefnishlutleysi en enn er óljóst hvaða leið þaui ætla að fara til að ná því. Engu að síður þurfa flugrekendur að sýna fram á að kolefnishlutleysisáætlanir þeirra samræmist þessum óútfærðu markmiðum stjórnvalda.Stjórnarráðið Þær telja einnig óljóst hvernig votta eigi áætlanirnar í ljósi þess að slíkra áætlana sé almennt ekki krafist í Evrópu og engar sértækar leiðbeiningar og aðferðafræði virðist til um þær. „Í því ljósi er athyglisvert hversu íþyngjandi ákvarðanir vottunaraðila gætu í reynd orðið; ef niðurstaða árlega matsins verður að misbrestur hafi verið á framkvæmd áætlunarinnar ber viðkomandi flugrekanda að skila öllum viðbótarheimildum sem honum var úthlutað,“ segja þær í grein sinni. Ekki verið settur tímafrestur á vottun áætlananna Einar frá Umhverfis- og orkustofnun segir staðfesting vottunaraðila hafa verið vandamál sem kom upp varðandi kolefnishlutleysisáætlanirnar. Fyrst um sinn hafi það virst illmögulegt að fá staðfestingu frá vottunaraðilum þar sem enginn þeirra hefði faggildingu fyrir vottun áætlana fyrir flug. Stofnunin hafi fengið óstaðfestar áætlanir frá flugfélögunum í byrjun júní en krafist staðfestingar frá frá vottunaraðila eftir að aðferðafræði til þess var þróuð. „Þetta ferli hefur tekið tíma þar sem vottunaraðilar eru að gera slíkt plagg í fyrsta skipti og við höfum ekki sett ákveðinn tímafrest til skila á staðfestingunni,“ segir Einar í svari til Vísis. Gett er ráð fyrir að umsókn Play um viðbótarúthlutun losunarheimilda falli niður eftir að félagið lagði upp laupana í haust.Vísir/Vilhelm Þær Birna Sigrún og Hrafnhildur velta því upp í greininni hvort tafirnar á úthlutuninni hafi áhrif á rétt íslenska ríkisins til þess að úthluta heimildunum og þar með möguleikann á að nýta sérlausnina sem íslensk stjórnvöld lögðu svo mikla áherslu á að fá í gegn. Einar segir að ekki sé tekið fram í reglugerð um sérlausnina hve langan tíma hægt sé að fresta úthlutuninni á meðan fullnægjandi gagna er beðið. „Við erum í sambandi við þá flugrekendur sem eru að sækja um heimildirnar og eigum öllu jafna von á því að úthluta í nóvember,“ segir hann. Loftslagsmál Fréttir af flugi Stjórnsýsla EES-samningurinn Evrópusambandið Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Ítalska leiguflugfélagið Neos er eina erlenda flugfélagið sem sækist eftir að fá svonefnda viðbótarúthlutun frírra losunarheimilda frá íslenskum yfirvöldum í ár. Hin félögin eru Icelandair og Play. Viðbótarúthlutunin er tímabundin aðlögun sem íslensk stjórnvöld herjuðu út úr Evrópusambandinu að hertum kröfum til flugfélaga um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Tveir sérfræðingur í loftslagsmálum segja í aðsendri grein á Vísi í dag að miðað við umsvif erlendra flugfélaga á Íslandi hefði mátt ætla að von væri á fleiri umsóknum frá þeim. Það vekji spurningar um hvernig upplýsingum var miðlað til erlendra félaga. Vita ekki hvort lausnin var kynnt sérstaklega Þannig benda þær Birna Sigrún Hallsdóttir og Hrafnhildur Bragadóttir á að engar upplýsingar á ensku virðist að finna um úthlutunarleiðina á vef Umhverfis- og orkustofnunar og ekkert hafi verið rætt um að erlend félög ættu rétt á úthlutnunum til jafns við íslensk þegar sérlausnin var lögfest. „Í frumvarpinu sem varð að lögum nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir var til að mynda hvergi berum orðum tekið fram að flugfélög utan Íslands gætu sótt um heimildirnar,“ skrifa þær á Vísi. Einar Halldórsson, teymisstjóri loftgæða og losunarheimilda hjá Umhverfis- og orkustofnun, segir í skriflegu svari til Vísis að honum sé ekki kunnugt um hvernig kynningu á sérlausninni á EES-svæðinu hafi verið háttað eða hvort hún hafi verið auglýst sérstaklega. Tæpir fjórir milljarðar í ríkissjóð á fjórum árum Flugfélögin hafa undanfarin ár þurft að gera upp losun sína í evrópsku viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) en fengið hluta losunarheimilda sinna endurgjaldslaust. Nú er unnið að því að fasa þær út og verða þær ekki lengur í boði á næsta ári. Íslensk stjórnvöld fengu sérstakan aðlögunartíma að reglunum með þeim rökum að þær legðust þyngra á flugfélög á Íslandi en annars staðar í Evrópu þar sem flugleggir frá Íslandi til Evrópu eru töluvert lengri en innan álfunnar almennt. Sérlausnin gerir íslenskum stjórnvöldum kleift að úthluta flugfélögum losunarheimildum, sem stjórnvöld fá í gengum ETS-kerfið, endurgjaldslaust tímabundið. Þær heimildir hefði ríkið annars selt á uppboði. Tæpir fjórir milljarðar króna hafa runnið í ríkissjóð með uppboði á slíkum heimildum undanfarin fjögur ár samkvæmt tölum sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi. Sérlausnin felur þannig í sér í reynd að íslenska ríkið niðurgreiði losun flugfélaganna sem fá viðbótarúthlutunina. Spyrja hvort enn sé hægt að afgreiða umsóknirnar Viðbótarúthlutunin til flugfélaganna er háð því að þau skili inn sérstakri vottaðri kolefnishlutleysisáætlun. Efni þau hana ekki er hægt að krefja þau um heimildirnar til baka. Ekkert flugfélaganna þriggja hafði staðist þessi skilyrði þegar Vísir fjallaði um umsóknir um viðbótarúthlutunina fyrr í þessum mánuði. Þær Birna Sigrún og Hrafnhildur benda á að svo virðist sem að þetta hafi reynst flugrekendum talsverð áskorun í ljósi þess hve úthlutunin hafi tafist mikið. Frestur til að skila áætlununum og birta þær var upphaflega til 30. apríl en var framlengdur til 3. júní. Engu að síður virðist enn gert ráð fyrir að hægt verði að afgreiða umsóknirnar. „Sú spurning hlýtur þó að vakna hvort nú, í lok október, sé yfirhöfuð mögulegt að uppfylla kröfu um gerð, vottun og birtingu áætlunar sem leggur grunn að aðgerðum og árangri á árinu 2025,“ segir í grein þeirra. Þurfa að samræmast markmiðum stjórnvalda sem eru þó óútfærð Skilyrðið um vottaðar kolefnisáætlanir felur í sér að flugfélögin þurfa að gera grein fyrir markmiðum sínum um samdrátt í losun í ár og á næsta ári, ráðstöfunum og fjárfestingum vegna þess ásamt mati á loftslagsáhrifum þeirra. Þá þurfa áætlanirnar að samræmast markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi. „[J]afnvel þótt slíkt markmið hafi ekki verið útfært af stjórnvöldum og ekkert liggi fyrir um hvort losun frá alþjóðlegu flugi heyri undir það,“ skrifa þær Birna Sigrún og Hrafnhildur. Ráðherrar fyrri ríkisstjórnar þegar þeir kynntu uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í júní 2024. Stjórnvöld hafa sagst stefna að kolefnishlutleysi en enn er óljóst hvaða leið þaui ætla að fara til að ná því. Engu að síður þurfa flugrekendur að sýna fram á að kolefnishlutleysisáætlanir þeirra samræmist þessum óútfærðu markmiðum stjórnvalda.Stjórnarráðið Þær telja einnig óljóst hvernig votta eigi áætlanirnar í ljósi þess að slíkra áætlana sé almennt ekki krafist í Evrópu og engar sértækar leiðbeiningar og aðferðafræði virðist til um þær. „Í því ljósi er athyglisvert hversu íþyngjandi ákvarðanir vottunaraðila gætu í reynd orðið; ef niðurstaða árlega matsins verður að misbrestur hafi verið á framkvæmd áætlunarinnar ber viðkomandi flugrekanda að skila öllum viðbótarheimildum sem honum var úthlutað,“ segja þær í grein sinni. Ekki verið settur tímafrestur á vottun áætlananna Einar frá Umhverfis- og orkustofnun segir staðfesting vottunaraðila hafa verið vandamál sem kom upp varðandi kolefnishlutleysisáætlanirnar. Fyrst um sinn hafi það virst illmögulegt að fá staðfestingu frá vottunaraðilum þar sem enginn þeirra hefði faggildingu fyrir vottun áætlana fyrir flug. Stofnunin hafi fengið óstaðfestar áætlanir frá flugfélögunum í byrjun júní en krafist staðfestingar frá frá vottunaraðila eftir að aðferðafræði til þess var þróuð. „Þetta ferli hefur tekið tíma þar sem vottunaraðilar eru að gera slíkt plagg í fyrsta skipti og við höfum ekki sett ákveðinn tímafrest til skila á staðfestingunni,“ segir Einar í svari til Vísis. Gett er ráð fyrir að umsókn Play um viðbótarúthlutun losunarheimilda falli niður eftir að félagið lagði upp laupana í haust.Vísir/Vilhelm Þær Birna Sigrún og Hrafnhildur velta því upp í greininni hvort tafirnar á úthlutuninni hafi áhrif á rétt íslenska ríkisins til þess að úthluta heimildunum og þar með möguleikann á að nýta sérlausnina sem íslensk stjórnvöld lögðu svo mikla áherslu á að fá í gegn. Einar segir að ekki sé tekið fram í reglugerð um sérlausnina hve langan tíma hægt sé að fresta úthlutuninni á meðan fullnægjandi gagna er beðið. „Við erum í sambandi við þá flugrekendur sem eru að sækja um heimildirnar og eigum öllu jafna von á því að úthluta í nóvember,“ segir hann.
Loftslagsmál Fréttir af flugi Stjórnsýsla EES-samningurinn Evrópusambandið Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira