„Ósvífið og óheiðarlegt að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2015 15:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. vísir/valli Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gerði mótmæli sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Beindi hann orðum sínum að forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Ræddu þeir stöðuna á vinnumarkaði og yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga sem hefst á miðnætti. Voru Árni Páll og Sigmundur Davíð sammála um að nýir kjarasamningar mættu ekki hleypa óðaverðbólgu af stað. „Það er ekki þannig að hjúkrunarfræðingar einir beri ábyrgð á því að koma í veg fyrir verðbólgu, eða þeir einir sem nú eru með opna samninga. Það er auðvitað þannig að ýmsar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar sem hafa valdið því að við erum ekki að fá hámarksarð af auðlindum okkar, við erum ekki að haga skattheimtunni með eins sanngjörnum hætti og við gætum verið að gera,“ sagði Árni Páll.Fólk mótmælir spillingu, makrílfrumvarpinu og launaójöfnuði Árni Páll sagði þessar ákvarðanir valda óróa og reiði í samfélaginu og sagði fólk til að mynda ætla að mótmæla spillingu, makrílfrumvarpinu og launaójöfnuði á Austurvelli. Árni Páll sagði þetta staðreyndir sem forsætisráðherra yrði að taka alvarlega. „Ef háttvirtur þingmaður hefur áhuga á staðreyndum þá skal ég nefna hér tvær: tekjujöfnuður á Íslandi er einhver sá mesti í heimi og hefur aukist í tíð þessarar ríkisstjórnar. [...] Ef háttvirtur þingmaður hefur áhuga á öðrum staðreyndum þá má benda háttvirtum þingmanni á að það er ekki aðeins rangt, heldur beinlínis ósvífið og óheiðarlegt, að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað. Arður samfélagsins af sjávarútvegi [...] hefur aldrei verið meiri en nú.“ Þá ítrekaði forsætisráðherra þá staðreynd að í kjaradeilunum yrðu menn að sjá í hvað stefndi á almenna vinnumarkaðnum áður en samið yrði við opinbera starfsmenn um miklu meiri hækkanir en lagt hefur verið upp með. Umræður formanns Samfylkingarinnar og forsætisráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24 Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45 Segir rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem hendi sprengjum í allar áttir Forsætisráðherra fékk kaldar kveðjur frá stjórnarandstöðunni við upphaf þingfundar í dag. 26. maí 2015 14:39 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gerði mótmæli sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Beindi hann orðum sínum að forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Ræddu þeir stöðuna á vinnumarkaði og yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga sem hefst á miðnætti. Voru Árni Páll og Sigmundur Davíð sammála um að nýir kjarasamningar mættu ekki hleypa óðaverðbólgu af stað. „Það er ekki þannig að hjúkrunarfræðingar einir beri ábyrgð á því að koma í veg fyrir verðbólgu, eða þeir einir sem nú eru með opna samninga. Það er auðvitað þannig að ýmsar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar sem hafa valdið því að við erum ekki að fá hámarksarð af auðlindum okkar, við erum ekki að haga skattheimtunni með eins sanngjörnum hætti og við gætum verið að gera,“ sagði Árni Páll.Fólk mótmælir spillingu, makrílfrumvarpinu og launaójöfnuði Árni Páll sagði þessar ákvarðanir valda óróa og reiði í samfélaginu og sagði fólk til að mynda ætla að mótmæla spillingu, makrílfrumvarpinu og launaójöfnuði á Austurvelli. Árni Páll sagði þetta staðreyndir sem forsætisráðherra yrði að taka alvarlega. „Ef háttvirtur þingmaður hefur áhuga á staðreyndum þá skal ég nefna hér tvær: tekjujöfnuður á Íslandi er einhver sá mesti í heimi og hefur aukist í tíð þessarar ríkisstjórnar. [...] Ef háttvirtur þingmaður hefur áhuga á öðrum staðreyndum þá má benda háttvirtum þingmanni á að það er ekki aðeins rangt, heldur beinlínis ósvífið og óheiðarlegt, að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað. Arður samfélagsins af sjávarútvegi [...] hefur aldrei verið meiri en nú.“ Þá ítrekaði forsætisráðherra þá staðreynd að í kjaradeilunum yrðu menn að sjá í hvað stefndi á almenna vinnumarkaðnum áður en samið yrði við opinbera starfsmenn um miklu meiri hækkanir en lagt hefur verið upp með. Umræður formanns Samfylkingarinnar og forsætisráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24 Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45 Segir rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem hendi sprengjum í allar áttir Forsætisráðherra fékk kaldar kveðjur frá stjórnarandstöðunni við upphaf þingfundar í dag. 26. maí 2015 14:39 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24
Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45
Segir rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem hendi sprengjum í allar áttir Forsætisráðherra fékk kaldar kveðjur frá stjórnarandstöðunni við upphaf þingfundar í dag. 26. maí 2015 14:39
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47
Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15