„Menn eru að pissa í skóinn dálítið duglega“ ingvar haraldsson skrifar 27. maí 2015 12:34 Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor býst við að verðbólga aukist gangi samningsdrög að nýjum kjarasamningi VR, LÍV, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins eftir. mynd/kristinn ingvarsson Menn eru að pissa í skóinn dálítið duglega og svo hugsa menn ekkert um hvað gerist þegar það kólnar,“ segir Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands um drög að nýjum kjarasamningi VR, LÍV, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins sem samþykkt voru í gær „Erum við ekki með þessu að búa til ástand þar sem flugið og allt draslið verður stoppað eftir þrjú og hálft ár? Er ekki ástæða til að lyfta augum aðeins upp frá borðinu?,“ spyr Þórólfur. Samkvæmt samningsdrögum að kjarasamningi eiga lægstu laun að hækka um 11,5 til 13 prósent frá og með 1. maí síðastliðnum. Launahækkanirnar munu svo fara lækkandi eftir því sem líður á samningstímann og hækka um 5,5 prósent árið 2016, 4,5 prósent árið 2017 og 3 prósent árið 2018. „Ef þú lítur til Norðurlandanna þá gera menn tveggja ára samning og þegar ár er liðið af samningstímabilinu þá fara þeir yfir þeir yfir og skoða hvort þeir þurfi að aðlaga hann eitthvað og reyna þannig að forðast þessar væntingasprengjur sem koma svo hjá okkur með jöfnu millibili.“Magnús Pétursson, fráfarandi ríkissáttasemjari, hefur haft í nógu að snúast að undanförnu enda stór hluti launamanna með lausan kjarasamning. Þórólfi Matthíassyni hagfræðiprófessor hugnast illa þeir kjarasamningar sem nú eru til umræðu.vísir/pjeturBýst við allt að 5 prósent verðbólgu á þessu ári Þá efast Þórólfur um að þeir sem séu á hærri launum en nemur taxta sætti sig við minni launahækkun en aðrir líkt og núverandi samningsdrög segja til um. „Munu menn ekki fara fram á meira þegar að þeir sjá fram á möguleika til þess?“ spyr Þórólfur. „Ef að þetta fer yfir alla línuna þá má búast við verðbólguskoti nema náttúrulega að Seðlabankinn hækki vextina duglega þannig það náist þá hækkun á genginu og olíuverðið gæti líka hjálpað upp á. Það gætu orðið aðstæður sem gætu hjálpað til. En svona einangrað, allt annað óbreytt, þá kallar þetta á verðbólgu,“ segir hagfræðiprófessorinn. „Við erum að tala um langleiðina í 10 prósent hækkun umfram það sem menn töldu vera svigrúmið og mera en 10 prósent umfram framleiðniaukningu. Það er náttúrulega spurning hvernig þetta smitast út á aðra en ég myndi nú segja að menn séu að byggja inn í þetta lágmark 5 prósent verðbólgu, jafnvel meira, á þessu ári,“ bætir Þórólfur við.Laun þeirra sem eru á lægstu launum við afgreiðslustörf munu hækka um 13 prósent strax verði verði samningsdrögin samþykkt.vísir/ernir„Á sama tíma er ríkisstjórnin náttúrulega að tuða út peningum sem eru ófjármögnuð útgjöld í vegaframkvæmdir og guð má vita hvað. Þannig að það er ekki bara þetta sem ýtir undir heldur þetta klúður með náttúrupassa og nauðsynina á að taka til hendinni á ferðamannastöðunum. Þannig að þetta er einhvern veginn ekki alveg í takt,“ segir hann.Telur samningana ekki stuðla að betri lífskjörum Þórólfur bendir á að almennt sé framleiðni talin um 20 prósentum minni hér á landi en í nágrannalöndum og bendir m.a. á skýrslu McKinsey því til stuðnings. „Sjáum við eitthvað í þessum drögum sem er framleiðnihvetjandi? Er verið að breyta launakerfum þannig að þau virki hvetjandi?,“ spyr Þórólfur. „Það vantar framtíðarsýnina og það vantar það sem gæti orðið til að komast upp úr þessum lakari lífskjörum sem eru hér á landi heldur en eru á Norðurlöndunum.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Drög að kjarasamningi samþykkt Gert er ráð fyrir að samningur gildi út 2018. 26. maí 2015 20:33 Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest. 27. maí 2015 07:16 Fyrrum verkalýðsforkólfur segir samningsdrög sigur fyrir atvinnurekendur Björn Grétar Sveinsson, fyrrum formaður Verkamannasambands Íslands, er ekki sáttur við þau drög að samningi sem VR og Flóabandalagið hafa komist að samkomulagi við SA. 27. maí 2015 10:41 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Menn eru að pissa í skóinn dálítið duglega og svo hugsa menn ekkert um hvað gerist þegar það kólnar,“ segir Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands um drög að nýjum kjarasamningi VR, LÍV, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins sem samþykkt voru í gær „Erum við ekki með þessu að búa til ástand þar sem flugið og allt draslið verður stoppað eftir þrjú og hálft ár? Er ekki ástæða til að lyfta augum aðeins upp frá borðinu?,“ spyr Þórólfur. Samkvæmt samningsdrögum að kjarasamningi eiga lægstu laun að hækka um 11,5 til 13 prósent frá og með 1. maí síðastliðnum. Launahækkanirnar munu svo fara lækkandi eftir því sem líður á samningstímann og hækka um 5,5 prósent árið 2016, 4,5 prósent árið 2017 og 3 prósent árið 2018. „Ef þú lítur til Norðurlandanna þá gera menn tveggja ára samning og þegar ár er liðið af samningstímabilinu þá fara þeir yfir þeir yfir og skoða hvort þeir þurfi að aðlaga hann eitthvað og reyna þannig að forðast þessar væntingasprengjur sem koma svo hjá okkur með jöfnu millibili.“Magnús Pétursson, fráfarandi ríkissáttasemjari, hefur haft í nógu að snúast að undanförnu enda stór hluti launamanna með lausan kjarasamning. Þórólfi Matthíassyni hagfræðiprófessor hugnast illa þeir kjarasamningar sem nú eru til umræðu.vísir/pjeturBýst við allt að 5 prósent verðbólgu á þessu ári Þá efast Þórólfur um að þeir sem séu á hærri launum en nemur taxta sætti sig við minni launahækkun en aðrir líkt og núverandi samningsdrög segja til um. „Munu menn ekki fara fram á meira þegar að þeir sjá fram á möguleika til þess?“ spyr Þórólfur. „Ef að þetta fer yfir alla línuna þá má búast við verðbólguskoti nema náttúrulega að Seðlabankinn hækki vextina duglega þannig það náist þá hækkun á genginu og olíuverðið gæti líka hjálpað upp á. Það gætu orðið aðstæður sem gætu hjálpað til. En svona einangrað, allt annað óbreytt, þá kallar þetta á verðbólgu,“ segir hagfræðiprófessorinn. „Við erum að tala um langleiðina í 10 prósent hækkun umfram það sem menn töldu vera svigrúmið og mera en 10 prósent umfram framleiðniaukningu. Það er náttúrulega spurning hvernig þetta smitast út á aðra en ég myndi nú segja að menn séu að byggja inn í þetta lágmark 5 prósent verðbólgu, jafnvel meira, á þessu ári,“ bætir Þórólfur við.Laun þeirra sem eru á lægstu launum við afgreiðslustörf munu hækka um 13 prósent strax verði verði samningsdrögin samþykkt.vísir/ernir„Á sama tíma er ríkisstjórnin náttúrulega að tuða út peningum sem eru ófjármögnuð útgjöld í vegaframkvæmdir og guð má vita hvað. Þannig að það er ekki bara þetta sem ýtir undir heldur þetta klúður með náttúrupassa og nauðsynina á að taka til hendinni á ferðamannastöðunum. Þannig að þetta er einhvern veginn ekki alveg í takt,“ segir hann.Telur samningana ekki stuðla að betri lífskjörum Þórólfur bendir á að almennt sé framleiðni talin um 20 prósentum minni hér á landi en í nágrannalöndum og bendir m.a. á skýrslu McKinsey því til stuðnings. „Sjáum við eitthvað í þessum drögum sem er framleiðnihvetjandi? Er verið að breyta launakerfum þannig að þau virki hvetjandi?,“ spyr Þórólfur. „Það vantar framtíðarsýnina og það vantar það sem gæti orðið til að komast upp úr þessum lakari lífskjörum sem eru hér á landi heldur en eru á Norðurlöndunum.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Drög að kjarasamningi samþykkt Gert er ráð fyrir að samningur gildi út 2018. 26. maí 2015 20:33 Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest. 27. maí 2015 07:16 Fyrrum verkalýðsforkólfur segir samningsdrög sigur fyrir atvinnurekendur Björn Grétar Sveinsson, fyrrum formaður Verkamannasambands Íslands, er ekki sáttur við þau drög að samningi sem VR og Flóabandalagið hafa komist að samkomulagi við SA. 27. maí 2015 10:41 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest. 27. maí 2015 07:16
Fyrrum verkalýðsforkólfur segir samningsdrög sigur fyrir atvinnurekendur Björn Grétar Sveinsson, fyrrum formaður Verkamannasambands Íslands, er ekki sáttur við þau drög að samningi sem VR og Flóabandalagið hafa komist að samkomulagi við SA. 27. maí 2015 10:41