Félagsráðgjöf á Landspítala Ásta Guðmundsdóttir skrifar 11. maí 2015 13:19 Ég heiti Ásta Guðmundsdóttir og er félagsráðgjafi á öldrunarlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Í vinnu minni sem félagsráðgjafi á Landspítala sinni ég ýmsum verkefnum. Ég tek viðtöl við inniliggjandi sjúklinga, tengi sjúkling við þær stofnanir sem koma að þjónustu við hann, aðstoða við húsnæðismál, aðstoða ef greiðslur frá Tryggingastofnun falla niður, sit þverfaglega teymisfundi, skrifa félagsráðgjafabréf með færni- og heilsumati svo eitthvað sé nefnt. Ég og maðurinn minn erum bæði 33 ára gömul, við erum bæði faglærð í okkar fagi, ég með 5 ára háskólamenntun og hann með 4 ára iðnmenntun. Við erum bæði í 100% vinnu og eigum 2 yndisleg börn, við eigum íbúð og erum að borga af bíl. Við hjónin erum í þeirri stöðu að við eigum fyrir skuldum okkar um hver mánaðamót en þegar búið er að borga allt þá erum við heppin ef við eigum 30.000 kr. í afgang af launum okkar til að lifa af út mánuðinn. Þetta ástand er bara svipað og þegar ég var í námi. Þá var ég á námslánum og í 40% vinnu á veturna og maðurinn minn í 100% vinnu. Þá hugsuðum við með okkur að þetta myndi lagast þegar ég væri búin í námi og komin í vinnu. Staðreyndin er hins vegar sú að nú stöndum við frammi fyrir því að annað hvort okkar þarf að fara í aukavinnu frá börnum okkar svo við getum keypt nauðsynjar! Er þetta boðlegt í okkar þjóðfélagi í dag? Ætti ekki að duga tvær fyrirvinnu í 100% vinnu á heimili til að sjá fyrir nauðsynjum? Bæði velferðarráðuneytið og Umboðsmaður skuldara hafa gefið út neysluviðmið. Í þeim er gert ráð fyrir mánaðarlegum útgjöldum fyrir fötum, húsbúnaði og tómstundum en allt eru þetta útgjöld sem við getum ekki leyft okkur. Samkvæmt þessum viðmiðum vantar okkur hjónin að minnsta kosti 250.000 kr. upp á hver mánaðamót til að geta það.Metum menntun til launa Krafa okkar félaga í Bandalagi háskólamanna í þeirri kjarabaráttu sem við stöndum nú í við stjórnvöld er einfaldlega að menntun verði metin til launa. Í því felst annars vegar að þegar búið er að taka tillit til þess kostnaðar sem við höfum þurft að leggja út til að sækja okkur menntun þá verði kaupmáttur okkar ekki lakari en ef við hefðum ekki gengið menntaveginn. Hins vegar viljum við að stjórnvöld sýni að þau meti menntun og vilji að menntað starfsfólk sæki í störf hjá ríkinu. Það er dýrt að mennta sig, bæði á meðan á námi stendur og síðan þegar kemur að því að greiða af þeim skuldum sem safnast hafa upp á námstímanum. Sem dæmi fara tæplega ein mánaðarlaun á ári hjá hverjum félaga í BHM í að greiða af námslánum. Það gefur auga leið að í því felst ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntaða að starfa hjá ríkinu ef það býður ekki betri kjör en í boði eru. Nú stendur það upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa hjá ríkinu og stofnunum þess. Þau geta svarað þessari spurningu með jákvæðum hætti með því að ganga til sanngjarnra samninga við BHM í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Ásta Guðmundsdóttir og er félagsráðgjafi á öldrunarlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Í vinnu minni sem félagsráðgjafi á Landspítala sinni ég ýmsum verkefnum. Ég tek viðtöl við inniliggjandi sjúklinga, tengi sjúkling við þær stofnanir sem koma að þjónustu við hann, aðstoða við húsnæðismál, aðstoða ef greiðslur frá Tryggingastofnun falla niður, sit þverfaglega teymisfundi, skrifa félagsráðgjafabréf með færni- og heilsumati svo eitthvað sé nefnt. Ég og maðurinn minn erum bæði 33 ára gömul, við erum bæði faglærð í okkar fagi, ég með 5 ára háskólamenntun og hann með 4 ára iðnmenntun. Við erum bæði í 100% vinnu og eigum 2 yndisleg börn, við eigum íbúð og erum að borga af bíl. Við hjónin erum í þeirri stöðu að við eigum fyrir skuldum okkar um hver mánaðamót en þegar búið er að borga allt þá erum við heppin ef við eigum 30.000 kr. í afgang af launum okkar til að lifa af út mánuðinn. Þetta ástand er bara svipað og þegar ég var í námi. Þá var ég á námslánum og í 40% vinnu á veturna og maðurinn minn í 100% vinnu. Þá hugsuðum við með okkur að þetta myndi lagast þegar ég væri búin í námi og komin í vinnu. Staðreyndin er hins vegar sú að nú stöndum við frammi fyrir því að annað hvort okkar þarf að fara í aukavinnu frá börnum okkar svo við getum keypt nauðsynjar! Er þetta boðlegt í okkar þjóðfélagi í dag? Ætti ekki að duga tvær fyrirvinnu í 100% vinnu á heimili til að sjá fyrir nauðsynjum? Bæði velferðarráðuneytið og Umboðsmaður skuldara hafa gefið út neysluviðmið. Í þeim er gert ráð fyrir mánaðarlegum útgjöldum fyrir fötum, húsbúnaði og tómstundum en allt eru þetta útgjöld sem við getum ekki leyft okkur. Samkvæmt þessum viðmiðum vantar okkur hjónin að minnsta kosti 250.000 kr. upp á hver mánaðamót til að geta það.Metum menntun til launa Krafa okkar félaga í Bandalagi háskólamanna í þeirri kjarabaráttu sem við stöndum nú í við stjórnvöld er einfaldlega að menntun verði metin til launa. Í því felst annars vegar að þegar búið er að taka tillit til þess kostnaðar sem við höfum þurft að leggja út til að sækja okkur menntun þá verði kaupmáttur okkar ekki lakari en ef við hefðum ekki gengið menntaveginn. Hins vegar viljum við að stjórnvöld sýni að þau meti menntun og vilji að menntað starfsfólk sæki í störf hjá ríkinu. Það er dýrt að mennta sig, bæði á meðan á námi stendur og síðan þegar kemur að því að greiða af þeim skuldum sem safnast hafa upp á námstímanum. Sem dæmi fara tæplega ein mánaðarlaun á ári hjá hverjum félaga í BHM í að greiða af námslánum. Það gefur auga leið að í því felst ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntaða að starfa hjá ríkinu ef það býður ekki betri kjör en í boði eru. Nú stendur það upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa hjá ríkinu og stofnunum þess. Þau geta svarað þessari spurningu með jákvæðum hætti með því að ganga til sanngjarnra samninga við BHM í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun