Félagsráðgjöf á Landspítala Ásta Guðmundsdóttir skrifar 11. maí 2015 13:19 Ég heiti Ásta Guðmundsdóttir og er félagsráðgjafi á öldrunarlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Í vinnu minni sem félagsráðgjafi á Landspítala sinni ég ýmsum verkefnum. Ég tek viðtöl við inniliggjandi sjúklinga, tengi sjúkling við þær stofnanir sem koma að þjónustu við hann, aðstoða við húsnæðismál, aðstoða ef greiðslur frá Tryggingastofnun falla niður, sit þverfaglega teymisfundi, skrifa félagsráðgjafabréf með færni- og heilsumati svo eitthvað sé nefnt. Ég og maðurinn minn erum bæði 33 ára gömul, við erum bæði faglærð í okkar fagi, ég með 5 ára háskólamenntun og hann með 4 ára iðnmenntun. Við erum bæði í 100% vinnu og eigum 2 yndisleg börn, við eigum íbúð og erum að borga af bíl. Við hjónin erum í þeirri stöðu að við eigum fyrir skuldum okkar um hver mánaðamót en þegar búið er að borga allt þá erum við heppin ef við eigum 30.000 kr. í afgang af launum okkar til að lifa af út mánuðinn. Þetta ástand er bara svipað og þegar ég var í námi. Þá var ég á námslánum og í 40% vinnu á veturna og maðurinn minn í 100% vinnu. Þá hugsuðum við með okkur að þetta myndi lagast þegar ég væri búin í námi og komin í vinnu. Staðreyndin er hins vegar sú að nú stöndum við frammi fyrir því að annað hvort okkar þarf að fara í aukavinnu frá börnum okkar svo við getum keypt nauðsynjar! Er þetta boðlegt í okkar þjóðfélagi í dag? Ætti ekki að duga tvær fyrirvinnu í 100% vinnu á heimili til að sjá fyrir nauðsynjum? Bæði velferðarráðuneytið og Umboðsmaður skuldara hafa gefið út neysluviðmið. Í þeim er gert ráð fyrir mánaðarlegum útgjöldum fyrir fötum, húsbúnaði og tómstundum en allt eru þetta útgjöld sem við getum ekki leyft okkur. Samkvæmt þessum viðmiðum vantar okkur hjónin að minnsta kosti 250.000 kr. upp á hver mánaðamót til að geta það.Metum menntun til launa Krafa okkar félaga í Bandalagi háskólamanna í þeirri kjarabaráttu sem við stöndum nú í við stjórnvöld er einfaldlega að menntun verði metin til launa. Í því felst annars vegar að þegar búið er að taka tillit til þess kostnaðar sem við höfum þurft að leggja út til að sækja okkur menntun þá verði kaupmáttur okkar ekki lakari en ef við hefðum ekki gengið menntaveginn. Hins vegar viljum við að stjórnvöld sýni að þau meti menntun og vilji að menntað starfsfólk sæki í störf hjá ríkinu. Það er dýrt að mennta sig, bæði á meðan á námi stendur og síðan þegar kemur að því að greiða af þeim skuldum sem safnast hafa upp á námstímanum. Sem dæmi fara tæplega ein mánaðarlaun á ári hjá hverjum félaga í BHM í að greiða af námslánum. Það gefur auga leið að í því felst ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntaða að starfa hjá ríkinu ef það býður ekki betri kjör en í boði eru. Nú stendur það upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa hjá ríkinu og stofnunum þess. Þau geta svarað þessari spurningu með jákvæðum hætti með því að ganga til sanngjarnra samninga við BHM í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Ásta Guðmundsdóttir og er félagsráðgjafi á öldrunarlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Í vinnu minni sem félagsráðgjafi á Landspítala sinni ég ýmsum verkefnum. Ég tek viðtöl við inniliggjandi sjúklinga, tengi sjúkling við þær stofnanir sem koma að þjónustu við hann, aðstoða við húsnæðismál, aðstoða ef greiðslur frá Tryggingastofnun falla niður, sit þverfaglega teymisfundi, skrifa félagsráðgjafabréf með færni- og heilsumati svo eitthvað sé nefnt. Ég og maðurinn minn erum bæði 33 ára gömul, við erum bæði faglærð í okkar fagi, ég með 5 ára háskólamenntun og hann með 4 ára iðnmenntun. Við erum bæði í 100% vinnu og eigum 2 yndisleg börn, við eigum íbúð og erum að borga af bíl. Við hjónin erum í þeirri stöðu að við eigum fyrir skuldum okkar um hver mánaðamót en þegar búið er að borga allt þá erum við heppin ef við eigum 30.000 kr. í afgang af launum okkar til að lifa af út mánuðinn. Þetta ástand er bara svipað og þegar ég var í námi. Þá var ég á námslánum og í 40% vinnu á veturna og maðurinn minn í 100% vinnu. Þá hugsuðum við með okkur að þetta myndi lagast þegar ég væri búin í námi og komin í vinnu. Staðreyndin er hins vegar sú að nú stöndum við frammi fyrir því að annað hvort okkar þarf að fara í aukavinnu frá börnum okkar svo við getum keypt nauðsynjar! Er þetta boðlegt í okkar þjóðfélagi í dag? Ætti ekki að duga tvær fyrirvinnu í 100% vinnu á heimili til að sjá fyrir nauðsynjum? Bæði velferðarráðuneytið og Umboðsmaður skuldara hafa gefið út neysluviðmið. Í þeim er gert ráð fyrir mánaðarlegum útgjöldum fyrir fötum, húsbúnaði og tómstundum en allt eru þetta útgjöld sem við getum ekki leyft okkur. Samkvæmt þessum viðmiðum vantar okkur hjónin að minnsta kosti 250.000 kr. upp á hver mánaðamót til að geta það.Metum menntun til launa Krafa okkar félaga í Bandalagi háskólamanna í þeirri kjarabaráttu sem við stöndum nú í við stjórnvöld er einfaldlega að menntun verði metin til launa. Í því felst annars vegar að þegar búið er að taka tillit til þess kostnaðar sem við höfum þurft að leggja út til að sækja okkur menntun þá verði kaupmáttur okkar ekki lakari en ef við hefðum ekki gengið menntaveginn. Hins vegar viljum við að stjórnvöld sýni að þau meti menntun og vilji að menntað starfsfólk sæki í störf hjá ríkinu. Það er dýrt að mennta sig, bæði á meðan á námi stendur og síðan þegar kemur að því að greiða af þeim skuldum sem safnast hafa upp á námstímanum. Sem dæmi fara tæplega ein mánaðarlaun á ári hjá hverjum félaga í BHM í að greiða af námslánum. Það gefur auga leið að í því felst ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntaða að starfa hjá ríkinu ef það býður ekki betri kjör en í boði eru. Nú stendur það upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa hjá ríkinu og stofnunum þess. Þau geta svarað þessari spurningu með jákvæðum hætti með því að ganga til sanngjarnra samninga við BHM í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun