Búist við átökum um virkjanakosti á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2015 15:37 Jón Gunnarsson er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Vilhelm Umdeild breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um fjölgun virkjanakosta kemur til síðari umræðu á Alþingi í dag. Búast má við snörpum umræðum um tillöguna en stjórnarandstaðan telur hana brjóta gegn lögum um rammaáætlun. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi umhverfisráðherra lagði fram þingasályktunartillögu á síðasta ári um um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða þar sem gert var ráð fyrir að Hvammsvirkjun yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar upplýsti síðan að hann myndi leggja fram tillögu um að virkjunarkostum yrði fjölgað um átta ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi. Eftir það hefur meirihluti atvinnuveganefndar fækkað þeim virkjanakostum sem hún leggur til að fari í nýtingarflokk og gerir nú tillögu um Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun og Hagavatnsvirkjun auk Hvammsvirkjunar sem var í upprunalegri tillögu ráðherra. Í nefndaráliti meirihlutans segir að auk Hvammsvirkjunar hafi Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun verið í nýtingarflokki í niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar í öðrum áfanga og byggi tillaga meirihlutans einkum á þeirri niðurstöðu. En það var Hagavatnsvirkjun hins vegar ekki. Jón Gunnarsson telur að Alþingi nái að afgreiða málið þótt aðeins séu níu þingfundadagar eftir af vorþingi. „Já, já ég hef fulla trú á því. Það er mjög mikilvægt að þetta mál klárist og ég á ekki von á öðru en það geri það á þessu þingi,“ segir Jón. Hann segir margar ástæður fyrir því að mikilvægt sé að klára þetta mál á yfirstandandi þingi. Fram hafi komið, m.a. á nýlegum aðalfundi Landsvirkunar, að nauðsynlegt sé að fleiri virkjanakostir séu til reiðu.Er skortur á rafmagni í kerfið?„Já, ég held að það blasi við miðað við þau tækifæri sem eru fyrir framan okkur og þann áhuga sem er hjá erlendum fjárfestum í fjölbreyttum atvinnurekstri að koma hingað til lands með atvinnustarfsemi. Þá held ég að það blasi við öllum,“ segir Jón. Stóriðjan hafi til að mynda skilað almenningi á Íslandi lægra raforkuverði. Hins vegar liggi ekki fyrir nægjanlegar upplýsingar varðandi sölu á rafmagni um sæstreng til útlanda. „Það er mjög mikilvægt að mínu mati að hraða vinnu við það. Þannig að allar staðreyndir liggi á borðinu og við getum tekið um það málefnalega umræðu,“ segir Jón. Mikil andstaða er við þetta mál hjá stjórnarandstöðunni en Jón telur þó ekki þörf á að lengja í þingstörfum vegna þessa máls. „Reynslan sýnir okkur að á endanum náum við að semja um þessi þinglok með einum eða öðrum hætti. Ég á ekki von á að við þurfum að lengja eitthvað sérstaklega í þinginu út af þessu máli. En það eru svosem mörg önnur mál eftir. Það verður bara að koma í ljós hvernig forseta tekst að eiga við það mál með formönnum þingflokkanna,“ segir Jón Gunnarsson. Alþingi Tengdar fréttir Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. 2. maí 2015 12:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Umdeild breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um fjölgun virkjanakosta kemur til síðari umræðu á Alþingi í dag. Búast má við snörpum umræðum um tillöguna en stjórnarandstaðan telur hana brjóta gegn lögum um rammaáætlun. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi umhverfisráðherra lagði fram þingasályktunartillögu á síðasta ári um um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða þar sem gert var ráð fyrir að Hvammsvirkjun yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar upplýsti síðan að hann myndi leggja fram tillögu um að virkjunarkostum yrði fjölgað um átta ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi. Eftir það hefur meirihluti atvinnuveganefndar fækkað þeim virkjanakostum sem hún leggur til að fari í nýtingarflokk og gerir nú tillögu um Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun og Hagavatnsvirkjun auk Hvammsvirkjunar sem var í upprunalegri tillögu ráðherra. Í nefndaráliti meirihlutans segir að auk Hvammsvirkjunar hafi Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun verið í nýtingarflokki í niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar í öðrum áfanga og byggi tillaga meirihlutans einkum á þeirri niðurstöðu. En það var Hagavatnsvirkjun hins vegar ekki. Jón Gunnarsson telur að Alþingi nái að afgreiða málið þótt aðeins séu níu þingfundadagar eftir af vorþingi. „Já, já ég hef fulla trú á því. Það er mjög mikilvægt að þetta mál klárist og ég á ekki von á öðru en það geri það á þessu þingi,“ segir Jón. Hann segir margar ástæður fyrir því að mikilvægt sé að klára þetta mál á yfirstandandi þingi. Fram hafi komið, m.a. á nýlegum aðalfundi Landsvirkunar, að nauðsynlegt sé að fleiri virkjanakostir séu til reiðu.Er skortur á rafmagni í kerfið?„Já, ég held að það blasi við miðað við þau tækifæri sem eru fyrir framan okkur og þann áhuga sem er hjá erlendum fjárfestum í fjölbreyttum atvinnurekstri að koma hingað til lands með atvinnustarfsemi. Þá held ég að það blasi við öllum,“ segir Jón. Stóriðjan hafi til að mynda skilað almenningi á Íslandi lægra raforkuverði. Hins vegar liggi ekki fyrir nægjanlegar upplýsingar varðandi sölu á rafmagni um sæstreng til útlanda. „Það er mjög mikilvægt að mínu mati að hraða vinnu við það. Þannig að allar staðreyndir liggi á borðinu og við getum tekið um það málefnalega umræðu,“ segir Jón. Mikil andstaða er við þetta mál hjá stjórnarandstöðunni en Jón telur þó ekki þörf á að lengja í þingstörfum vegna þessa máls. „Reynslan sýnir okkur að á endanum náum við að semja um þessi þinglok með einum eða öðrum hætti. Ég á ekki von á að við þurfum að lengja eitthvað sérstaklega í þinginu út af þessu máli. En það eru svosem mörg önnur mál eftir. Það verður bara að koma í ljós hvernig forseta tekst að eiga við það mál með formönnum þingflokkanna,“ segir Jón Gunnarsson.
Alþingi Tengdar fréttir Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. 2. maí 2015 12:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. 2. maí 2015 12:00