Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júní 2025 20:56 Davíð Karl vill ekki vera með getgátur um kenningar sem fram hafa komið í máli bróður hans Jóns Þrastar Jónssonar. Hann segir skýrslutökur lögreglu sem framundan eru marka tímamót í málinu. Vísir/Ívar Skýrslur verða teknar af þrjátíu og fimm einstaklingum í næstu viku í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Bróðir Jóns Þrastar segir skýrslutökurnar marka tímamót í málinu. Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni á Írlandi í febrúar árið 2019 og hefur mál hans verið til rannsóknar síðan þá. Í apríl framkvæmdi írska lögreglan leit í almenningsgarði í írsku höfuðborginni á grundvelli ábendinga. Sú leit bar engan árangur en í kjölfarið hefur írska lögreglan tekið málið fastari tökum en áður. Í frétt The Irish Times sem birtist í gær var sagt frá þeirri kenningu að Jón Þröstur hafi verið myrtur fyrir mistök af leigumorðingja sem ráðinn hafði verið til að myrða annan Íslending sem staddur var í borginni á sama tíma. Bróðir Jóns Þrastar segir lögregluna halda spilunum þétt að sér en samkvæmt lögreglu er upplýsinga að vænta eftir helgi. „Ég er ekki fær um að rýna í getgátur í raun og veru en það er eitthvað sem ég vil klárlega að sé skoðað. Þær upplýsingar sem við höfum fengið eru keimlíkar því sem þið vitið og kannski aðeins meira til,“ sagði Davíð Karl Wiium í samtali við fréttastofu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þessar kenningar. Í næstu viku eru væntanlegir hingað til lands írskir lögreglumenn sem taka munu skýrslu af þrjátíu og fimm aðilum í tengslum við málið. Skýrslutökurnar munu fara fram undir forræði og stjórn íslensku lögreglunnar. Davíð segir afar jákvætt að sjá írsku lögregluna taka þetta skref sem marki tímamót í málinu. Hann segir síðustu sex árin hafa verið erfiðan tíma en að fjölskyldan hafi farið áfram á hnefanum. „Þetta er búið að vera algjör rússíbani og við höfum gengið í gegnum allan skalann af tilfinningum í raun. Við vorum öll alveg búin á því eftir að við komum heim eftir heimsóknina [til Dublin] í mars. Stundum langar manni helst að moka þessu undir teppi og halda bara áfram.“ Þá vill Davíð ítreka beiðni lögreglunnar frá því í gær um upplýsingar frá almenningi. „Ég vona einnig að þeir Íslendingar og þeir sem gætu haft einhverjar upplýsingar um málið verði við beiðni lögreglunnar samkvæmt tilkynningu sem þeir sendu í gær og sendi inn ef þeir hafa einhverja vitneskju sem kunni að skipta máli.“ Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Írland Erlend sakamál Tengdar fréttir Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. 18. febrúar 2024 22:55 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni á Írlandi í febrúar árið 2019 og hefur mál hans verið til rannsóknar síðan þá. Í apríl framkvæmdi írska lögreglan leit í almenningsgarði í írsku höfuðborginni á grundvelli ábendinga. Sú leit bar engan árangur en í kjölfarið hefur írska lögreglan tekið málið fastari tökum en áður. Í frétt The Irish Times sem birtist í gær var sagt frá þeirri kenningu að Jón Þröstur hafi verið myrtur fyrir mistök af leigumorðingja sem ráðinn hafði verið til að myrða annan Íslending sem staddur var í borginni á sama tíma. Bróðir Jóns Þrastar segir lögregluna halda spilunum þétt að sér en samkvæmt lögreglu er upplýsinga að vænta eftir helgi. „Ég er ekki fær um að rýna í getgátur í raun og veru en það er eitthvað sem ég vil klárlega að sé skoðað. Þær upplýsingar sem við höfum fengið eru keimlíkar því sem þið vitið og kannski aðeins meira til,“ sagði Davíð Karl Wiium í samtali við fréttastofu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þessar kenningar. Í næstu viku eru væntanlegir hingað til lands írskir lögreglumenn sem taka munu skýrslu af þrjátíu og fimm aðilum í tengslum við málið. Skýrslutökurnar munu fara fram undir forræði og stjórn íslensku lögreglunnar. Davíð segir afar jákvætt að sjá írsku lögregluna taka þetta skref sem marki tímamót í málinu. Hann segir síðustu sex árin hafa verið erfiðan tíma en að fjölskyldan hafi farið áfram á hnefanum. „Þetta er búið að vera algjör rússíbani og við höfum gengið í gegnum allan skalann af tilfinningum í raun. Við vorum öll alveg búin á því eftir að við komum heim eftir heimsóknina [til Dublin] í mars. Stundum langar manni helst að moka þessu undir teppi og halda bara áfram.“ Þá vill Davíð ítreka beiðni lögreglunnar frá því í gær um upplýsingar frá almenningi. „Ég vona einnig að þeir Íslendingar og þeir sem gætu haft einhverjar upplýsingar um málið verði við beiðni lögreglunnar samkvæmt tilkynningu sem þeir sendu í gær og sendi inn ef þeir hafa einhverja vitneskju sem kunni að skipta máli.“
Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Írland Erlend sakamál Tengdar fréttir Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. 18. febrúar 2024 22:55 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. 18. febrúar 2024 22:55