Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2025 20:15 Olíuskipið Eagle S er sagt hluti af rússneskum skuggaflota. AP/Jussi Nukari Fulltrúi ríkisstjórnarinnar sat á dögunum fund með utanríkisráðherrum og öðrum fulltrúum fjórtán Evrópuríkja sem hafði það að marki að samhæfa aðgerðir gegn skuggaflota Rússa. Flotann nota Rússar til að komast undan þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja. Fram kemur í tilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu að fulltrúar Norðurlandanna, ásamt Belgíu, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Lettlandi, Þýskalandi, Litháen, Póllandi og Bretlandi hafi verið á fundinum sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnað. Fyrir Íslands hönd tók Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins þátt. Skuggaflotinn svokallaði er nýttur af Rússum til sniðgöngu á efnahagsþvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja, meðal annars til að flytja rússneska olíu sem seld er yfir verðþaki G7-ríkjanna sem nemur sextíu dölum á tunnu. Þessi skip eru einnig oftar en ekki gömul og úrsérgenginn og af þeim stafar því umhverfisógn og ógn við siglingaöryggi. Þá hafa þessi skip einnig valdið alvarlegum skemmdum á neðansjávarinnviðum í Eystrasalti. Á fundinum hafi meðal annars rætt um sameiginlegar aðgerðir á vettvangi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO), frekari þvingunaraðgerðir og upplýsingaskipti. Sérstaklega var fjallað um fánalaus skip, skip sem eru ekki í skipaskrá ríkis og sem sæta þar af leiðandi ekki eftirliti fánaríkis. Ríkin sammæltust um að setja sér sameiginleg viðmð tengd túlkun á hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna um viðbrögð við slík skip sem kunna að sigla undir fána lands þrátt fyrir að vera ekki skráð þar í raun. „Ef skip sigla ekki undir gildum fána í Eystrasalti og Norðursjó munum við grípa til viðeigandi ráðstafana í samræmi við alþjóðalög,“ segir meðal annars í yfirlýsingu ráðuneytisins danska. Rússland Hafið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu að fulltrúar Norðurlandanna, ásamt Belgíu, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Lettlandi, Þýskalandi, Litháen, Póllandi og Bretlandi hafi verið á fundinum sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnað. Fyrir Íslands hönd tók Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins þátt. Skuggaflotinn svokallaði er nýttur af Rússum til sniðgöngu á efnahagsþvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja, meðal annars til að flytja rússneska olíu sem seld er yfir verðþaki G7-ríkjanna sem nemur sextíu dölum á tunnu. Þessi skip eru einnig oftar en ekki gömul og úrsérgenginn og af þeim stafar því umhverfisógn og ógn við siglingaöryggi. Þá hafa þessi skip einnig valdið alvarlegum skemmdum á neðansjávarinnviðum í Eystrasalti. Á fundinum hafi meðal annars rætt um sameiginlegar aðgerðir á vettvangi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO), frekari þvingunaraðgerðir og upplýsingaskipti. Sérstaklega var fjallað um fánalaus skip, skip sem eru ekki í skipaskrá ríkis og sem sæta þar af leiðandi ekki eftirliti fánaríkis. Ríkin sammæltust um að setja sér sameiginleg viðmð tengd túlkun á hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna um viðbrögð við slík skip sem kunna að sigla undir fána lands þrátt fyrir að vera ekki skráð þar í raun. „Ef skip sigla ekki undir gildum fána í Eystrasalti og Norðursjó munum við grípa til viðeigandi ráðstafana í samræmi við alþjóðalög,“ segir meðal annars í yfirlýsingu ráðuneytisins danska.
Rússland Hafið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira